Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

Ef Halldór Laxness hefđi farist 1926

Í Ćvisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guđmundsson segir frá ţví ađ í desember 1926 hafi Halldór átt pantađ far frá Akureyri suđur međ norska skipinu Balholm en missti af skipinu af einhverjum ástćđum en ţađ fórst í ferđinni fyrir vestan land međ allri áhöfn.

Íslensk menningarsaga hefđi orđiđ öđru vísi og stórum fátćkari hefđi Halldór Laxness farist međ skipinu. Hann var ţá nýbúinn ađ skrifa Vefarann mikla frá Kasmír en bókin var enn ekki komin út.

Líklegt er ađ Gunnar Gunnarsson hefđi veriđ taliđ helsta skáld ţjóđarinnar ef Halldór hefđi veriđ úr leik og skrifađi hann ţó á erlendu máli sem hefđi veriđ vandrćđalegt. Ţórbergur hefđi aldrei veriđ talinn helsta skáldiđ af ţví ađ hann lagđi stund á svo óhefđbundnar bókmenntagreinar.

Ţađ má öruggt teljast ađ Íslendingar hefđu ekki enn eignast neitt nóbelsskáld.

Ţegar Halldór er tekinn úr bókmenntum 20. aldar er augljóst ađ engin stórskáld á heimsmćlikvarđa voru önnur á ţeim tíma.

Sjálfvitund okkar sem ţjóđar vćri bara allt öđru vísi ef Halldór Laxness hefđi ekki misst af skipinu í desember 1926.

Ţađ er stutt milli lífs og dauđa og örlög manna og ţjóđa eru oft tilviljunum háđ.  

Í ársyfirliti Veđráttunnar 1926 segir svo um vestanóveđur sem gekk yfir landiđ 7. desember 1926: "Sjógangur var mikill ţennan dag og stórflóđ á Suđvestur -og Vesturl. ... Í ţessu veđri fórst norska gufuskipiđ Balholm međ 23 mönnum útifyrir Mýrum, fór frá Akureyri ţ. 2., ćtlađi til Hafnarfjarđar."

Fyrir neđan má sjá ţrýstikort frá hádegi 7. desember 1926. Lćgđ undir 975 hPa er á norđvestur Grćnlandshafi og hćđ suđur í höfum og veldur ţetta  mikilli suđvestan- eđa vestanátt.

Rslp19261207

 


Fyrsti haustsnjórinn í Reykjavík

Í morgun var jörđ talin alhvít í Reykjavík í fyrsta sinn á ţessu hausti og snjódýpt mćld 1 cm. Í gćr var jörđ flekkótt af snjó. Ekki mun ţessi snjór standa lengi viđ og er líklega ţegar horfinn. Á Keflavíkurflugvelli var snjódýptin 6 cm en 12 á Forsćti í FLóa og hvergi meiri á landinu.  

Ég spái aftakahörđum vetri međ mikilli vesöld til sjávar og sveita. Mun sá vetur Lurkur annar kallađur verđa í sveitum en Hreggviđur annar í öđrum stöđum. Mun ţá óátan mörg ill etin verđa  og göróttir drykkir ţambađir ósleitilega úr matvöruverslunum. Mun vetur ţessi ţví einnig Kári nefndur verđa en Stútur af sumum.


Einföldum málin

Miklu einfaldara vćri ađ leyfa ekki flugvélum sem vitađ er ađ hafa veriđ í fangaflugi ađ lenda hér.
mbl.is Utanríkisráđherra: Leitađ verđi í fangaflugsvélum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Night Music for Adults

Í dag spilar Sinfóníuhljómsveitin á náttfötunum og hvetur áheyrendur til ađ mćta á tónleikana á náttfötum.

Ţađ verđur spiluđ nćturmúsik og ţetta er ađallega hugsađ fyrir börn. 

Eins og allir vita gerir fullorđna fólkiđ ýmislegt á nćturna annađ en ađ sofa bara í náttfötum.

Nú bíđum viđ spennt eftir ţví ađ á nćstu sinfóníutónleikum fyrir fullorđna leiki hljómsveitin villta nćturmúsik en mćti á adams-og evuklćđum og áheyrendur geri slíkt hiđ sama.

Night music for adults. 

Svona er íslensk menning í dag.   

 

 


Nokkur úrkomumet októbermánađar ţegar fallin

Ţótt enn séu nokkrir dagar eftir af mánuđinum er ljóst ađ nokkur úrkomumet í október á suđur-og vesturlandi eru ţegar fallin. Ţar má nefna Kirkjubćjarklaustur, Vatnskarđshóla í Mýrdal, Andakílsárvirkjun í Borgarfirđi og Ásgarđ í Dölum. Sumar ţessara stöđva hafa mćlt í meira en hálfa öld.

Á Hveravöllum og Sámsstöđum í Fljótshlíđ eru ekki lengur mannađar veđurstöđvar en eftir sjálfvirku mćlunum ađ dćma hefur ţar rignt meira en nokkru sinni í október. 

Nokkrar stöđvar eru í stórhćttu ađ falla, svo sem Stórhöfđi í Vestmannaeyjum, Eyrarbakki - og  Reykjavík og meira ađ segja líka Kvísker í Örćfum, úrkomumesti stađur landsins.

Allt verđur ţetta ljóst í mánađarlokin.    


Nafnlausa bréfiđ og yfirlćknir lýtalćkningadeildarinnar

Nafnlaust bréf sem sent var forstjórum Landsspítalans, heilbrigđisráđherra, landlćkni, siđanefnd lćkna og Lćknafélagi Íslands hefur fariđ mjög fyrir brjóstiđ á bloggurum undanfarna daga. Ţeir eru ćfir yfir ţví ađ bréfiđ sé nafnlaust en hafa ekki gefiđ innihaldi bréfsins neinar gćtur. Ţađ er ţó hiđ alvarlegasta í málinu.

Í bréfinu er minnt á ţađ ađ yfirlćknir lýtalćkningadeildar  hafi ekki lengur óflekkađ mannorđ í ţeim skilningi sem krafist sé af yfirlćknum ţví hann hafi hlotiđ alvarlegan dóm í fyrra fyrir ađ hafa ásamt öđrum lćkni valdiđ ungri og heilbrigđri konu sem kom til hans í brjóststćkkun 60 % örorku og alvarlegum heilaskađa vegna ţess ađ hjarta hennar stöđvađist í miđri ađgerđ međ tilheyrandi súrefnisskorti.

Ţetta eru stađreyndir málsins: 1. Samkvćmt starfsreglum Landsspítalans eiga yfirlćknar ekki  ađ hafa hlotiđ dóm. 2. Yfirlćknirinn hefur hlotiđ alvarlegan dóm. Ţessi atriđi hafa sína sjálfstćđu tilvist óháđa öllum bréfum.

Í bréfinu er vakin athygli á ţví ađ ţađ sé á ábyrgđ stjórnar spítalans og lćknisins sjálfs ađ hann láti af störfum.

Lćknirinn er samt enn ađ störfum.  Forstjóri Landsspítalans, Magnús Pétursson, segir ađ mistökin komi spítalanum ekki viđ af ţví ađ ţau voru gerđ utan hans á lćknastofu Domus Medica. Hér virđast menn hengja sig í formsatriđum eingöngu og horfa framhjá kjarna málsins. Ţađ er óumdeilanlega sami mađur sem var dćmdur og situr sem yfirlćknir á vegum spítalans.

Hérađsdómur Reykjavikur dćmdi lćkninn sem sagt fyrir svo alvarleg "mistök" ađ hann var dćmdur   til ađ greiđa 23 miljónir í skađabćtur.

Lćknirinn unir dómnum en samkvćmt orđum lögfrćđings Sjóvár-Almennra, Ţóru Hallgrímsdóttur , í Morgunblađinu 24. október viđurkennir hann ekki sök eđa skađabótaábyrgđ en greiđir bćturnar af ţví ađ máliđ sé svo stórt og erfitt viđureignar og erfitt yrđi ađ fara međ ţađ til Hćstaréttar. Ţetta ţýđir í reynd ađ verjendur telja fátt vera til varnar í málinu. Samt er sök neitađ. Fram í rauđan dauđann.

Gáum nú vel ađ ţví ađ ţegar dómi undirréttar er ekki áfrýjađ stendur hann sem fullgildur lokadómur en ekki bara eitthvert annars flokks álit. Dómurinn dćmdi lćkninn sannan ađ sök og til ađ greiđa skađabćtur. Einkaskođun lćknisins um sakleysi sitt breytir ekki lögfullri sekt hans.

Ţessi mađur er samt enn yfirlćknir  á Landsspítalanum. Enginn sem valdiđ hefur ţar á bć gerir neitt í málinu annađ en beita hártogunum um lćknastofu úti í bć.

Gáum nú ađ gerđum lćknisins frá öđru sjónarmiđi. Međ ţví ađ neita sök en greiđa konunni samt bćturnar gerir hann hana ađ gustukamenneskju. Bćturnar eru ţá ekki réttur hennar heldur ölmusa. Međ ţessu lítilsvirđir lćknirinn konuna og er ţó raun hennar ćrin fyrir.

Gáum loks ađ ţví ađ svo virđist sem tryggingarfélagiđ Sjóvá-Almennar greiđi bćturnar en lćknirinn standi fjárhagslega jafn sléttur eftir sem áđur. Og hann situr enn í starfi ţvert á starfsreglur spítalans.

Konan er hins vegar úr leik í lífinu og fćr ekki annađ tćkifćri.

Morgunblađiđ segir ađ félag lýtalćkna beri fyllsta traust til yfirlćknisins. Enginn bjóst svo sem viđ öđru. En í rauninni er félagiđ ţar međ enn ađ ţyngja raun konunnar međ ţeirri afstöđu.

Ţannig standa ţá málin.

Nú beinast öll spjót ađ stjórn Landsspítalans, heilbrigđisráđherra, Landlćkni, Lćknafélaginu og Siđanefnd lćkna.


Dýradagurinn mikli

Í gćr fór ég međ Mala minn í geldingu og pestarsprautu nr. 2 hjá Dagfinni dýralćkni. Ég fór međ hann ađ morgni og skildi hann eftir mjálmandi og vćlandi. Ég náđi svo í hann síđdegis og var hann ţá vćgast sagt framlágur og lítill í sér. Hann skjögrađi á fótunum og ţegar hann ćtlađi ađ stökkva upp á eitthvađ dreif hann ekki hálfa leiđ og  ţóttist svo á eftir bara eitthvađ vera ađ huga ađ feldinum sínum til ađ draga athyglina frá aumingjaskapnum. Ég ţurfti líka ađ halda á honum allan daginn og hann elti mig volandi um húsiđ ef ég sleppti hendinni af honum. Tvisvar kastađi hann upp. Og hann var nú ekki meiri bógur en svo ađ hann var skíthrćddur viđ ćluna úr sjálfum sér, setti hreinlega upp fádćma aumkunarverđa kryppu.  

Ţađ olli mér ţungum áhyggjum ađ hann, sjálfur Malinn, malađi ekki neitt allan daginn eftir ađ hann kom heim úr geldingunni. Hann stóđ sem sagt engan veginn undir nafni.

Og skyldi kettinum ekki leiđast ađ láta steingelda sig.  

En í morgun hefur Mali engan bilbug látiđ á sér finna. Hann er ţegar búinn ađ velta um nokkrum blómapottum og eyđileggja mörg blöđ úr prentaranum mínum en ţađ er hans uppáhalds hryđjuverk. Svo er hann ađ rífa og tćta allt annađ líka sem hann nćr í. 

Og svo malar hann og malar eins og honum sé borgađ fyrir ţađ međ rćkjum og túnfiski.

Í gćr leit ég viđ hjá kunningja mínum en tíkin hans var ađ gjóta tveimur hvolpum. Ţeir eru blindir og út úr heiminum og ekki sjón ađ sjá ţá. En mamma ţeirra var eins og drottning, stolt, vitur og yfirveguđ. Hún og Mali eru orđnir ágćtir vinir. 

Dagurinn í gćr var sem sagt dýradagurinn mikli.


Friđbjörg og Gudda građa

Mér hnykkti viđ ţegar ég las lýsingu Halldórs Guđmundssonar í bókinni Halldór Laxness á bćjarbragnum í Reykjavík um aldamótin 1900. Íbúarnir hafi veriđ sex ţúsund en ađeins tveir lögregluţjónar. Allt hafi veriđ í hershöndum ef erlend skip međ fjölmenni lágu í höfn og síđan segir bókarhöfundur og ţađ var setningin sem mér brá í brún yfir enda kemur hún nánast eins og skrattinn úr sauđarleggnum:

" Lögreglumennirnir hafa hugsanlega ţurft ađ takast á viđ skćkjurnar tvćr, ţćr Friđbjörgu og Guddu gröđu, sem Ţórbergur Ţórđarson og Stefán frá Hvítadal segja ađ hafi veriđ viđ störf í bćnum áriđ 1906." (Bls. 15).

Frá ţessum konum segir Ţórbergur í smábókinni Í Unuhúsi sem hann hefur eftir Stefáni en konur ţessar voru viđlođandi húsiđ. Ţar segir fullum fetum ađ ţćr hafi veriđ "opinberar skćkjur" sem er auđvitađ mjög ónákvćmt orđalag. Hvađ felst í slíkri stađhćfingu? Sumar frásagnirnar af Friđbjörgu eru nćsta krassandi í međförum skáldsnillinganna Ţórbergs og Stefáns. Ţar er til dćmis sagt frá Jóakim sem var međ lekanda og lćknir bannađi öll afskipti af kvenfólki en svaf ţó hjá Friđbjörgu í Unuhúsi á hverri nóttu. Ekki virđist ţađ hafa kallađ á nein viđbrögđ frá gestgjafa né gestum gagnvart heilbrigđisyfirvöldum og lá ţó lagaskylda viđ. Ţar er líka sagt frá Hermanni nokkrum Rúti sem hafđi króađ Friđbjörgu af úti í horni, hélt pilsum hennar uppi undir höndum og ţćfđi hana upp viđ annan gluggakarminn. Hún ćpti og kallađi á hjálp. Ţegar menn komu ađ sleppti nauđgarinn stúlkunni og sagđi". Helvítis mellan vill ekki lofa mér ţađ". Og Ţórbergur bćtir um betur međ  ritsnilld sinni: "Rölti Friđbjörg síđan niđur." Stefán segir um Friđbjörgu ađ hún hafi veriđ vínhneigđ og orđiđ fyrir ástaróláni "enda var hún döpur í bragđi og leiđ auđsjáanlega illa. " Hún komst eitthvađ í kast viđ lögin fyrir hnupl. 

Una sagđi um ţćr stallsystur Friđbjörgu og Guddu ađ "ţćr höguđu sér líkast veslings hundunum og svona manneskjum vćri ekki viđbjargandi." En ekkert er haft eftir Unu um ţá karlmenn sem notfćrđu sér lánleysi ţessara kvenna sem líklega voru niđurbrotnar manneskjur og önnur ađ minnsta kosti alkóhólisti, en međal ríđaranna hafa ef til vill veriđ einhverjir af ţeim andansmönnum sem stunduđu Unuhús og međ fullri vissu, samkvćmt frásögn bókarinnar, einn guđfrćđingur sem átti kannski eftir ađ verđa ţekktur prestur og mikill kennimann. 

Friđbjörg fór einn dag alfarinn úr Unuhúsi og fara ekki af henni meiri sögur.

En ég hef veriđ ađ hugsa um ţessar konur sem dúkka svona óvćnt upp í ćvisögu nóbelsskáldsins. Ţćr voru raunverulega manneskjur en ekki bara nöfn í bókum.   

Hver var uppruni ţeirra? Voru ţćr dćtur betri borgara? Eđa ólust ţćr upp í örbirgđ? Hver varđ ţeirra ćvisaga? Meiri fengur fyndist mér reyndar í henni en ćvisögu nóbelsskáldsins. Hvernig var menntunarstig ţeirra? Hvernig var gáfnafariđ og geđfariđ? Getur veriđ ađ ţćr hafi átt viđ ţroskafrávik eđa geđrćn vandkvćđi ađ stríđa eins og sagt er nú á dögum? 

Var einhver sem elskađi ţessar konur? Urđu ţćr svo mikiđ sem einn dag virđingar ađnjótandi frá samborgurum sínum? Skipti guđ sér nokkuđ af ţeim?

Var Gudda građa nokkuđ građari en ţeir andans jöfrar, skáld og kennimenn, sem notfćrđu sér hana?  

Hvenćr dóu ţessar konur? Hvar eru ţćr grafnar?

Skyldi ţeim nokkru sinni hafa órađ fyrir ţeim meinlegu örlögum ađ nöfn ţeirra ćttu eftir ađ verđa ódauđleg međ ţví ađ tengjast nokkrum helstu ritsnillingum ţjóđarinnar á afar lítilsvirđandi hátt!  

Ţetta voru nokkrar af ţeim hugsunum sem fóru í gegnum huga minn ţegar ég las ţessa einkennilegu athugasemd í Ćvisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guđmundsson.

 

   


Biblían er apókrýfísk

Jćja, ţá er biblían orđin apókrýfískt rit eins og hún leggur sig. Eftir nýju ţýđingunni ađ dćma!

Ţađ var nú svo sem bara tímaspursmál ađ hún yrđi ţađ. Hún er alveg ónýt.

Apókrýfísk!

 

 


Ţađ er eitthvađ ađ ţessum mönnum

Ţađ er ekkert nema hneyksli ađ heilbrigđisráđherra skuli ćtla ađ greiđa atkvćđi međ ţví ađ heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Hann neitar, eins og margir ađrir, ađ horfast í augu viđ ţann einfalda sannleika ađ ţví auđveldara sem ađgengi  er ađ áfengi ţví meira er drukkiđ af ţví og ţví meiri líkur, sterkar meira ađ segja, eru á ţví ađ heilbrigđisvandi tengdur áfengisdrykkju aukist í landinu og er hann ţó ćrin fyrir.

Ţađ veđur núna uppi mikil og vaxandi áfengisdýrkun. Allir ţykjast vilja berjast gegn vímuefnum en vímuefniđ áfengi er međhöndlađ sem nauđsynjavara međ sunnudagssteikinni. Svo er máliđ sett upp ţannig ađ misnotendur áfengis séu bara fáeinir rónar "sem koma óorđi" á göfugt víniđ ţó langflestir alkar séu ekki rónar og stundi vinnu og allt hvađ ţetta hefur en eitra samt allt í kringum sig.

Međal annarra orđa: Ţví ekki ađ gera hass og kókaín löglegt og selja ţađ í matvöruverslunum?

Ţessi vímuefni valda minni skađa í samfélaginu en áfengi og skiptir ţá engu máli hvort um létt vín eđa sterka drykki er ađ rćđa.

Ţađ er ekkkert nema alkarök ađ ţađ sé nauđsynlegt ađ menn fái ađ njóta ţeirra ţćginda ađ geta keypt léttvín međ sunnudagssteikinni í matvöruverslun andspćnis ţví ađ slíkt mun nánast  örugglega auka áfengisvandann. Er ţetta svona mikiđ mál ađ hafa léttvćg fínheit viđ matborđiđ (sem reyndar hefur aldrei veriđ siđur međal Íslendinga nema hjá ţeim sem nota hvert tćkifćri til ađ komst í áfengi) andspćnis ţeirri mannlegu ógćfu sem má bóka ađ aukast mun í landinu vegna ţessa léttúđuga sćllífisdekurs og alahólistadraumóra?

Ţađ er bara eitthvađ ađ ţessum  heilbrigđisráđherra og stuđningsmönnum hans á Alţingi.

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband