Friđbjörg og Gudda građa

Mér hnykkti viđ ţegar ég las lýsingu Halldórs Guđmundssonar í bókinni Halldór Laxness á bćjarbragnum í Reykjavík um aldamótin 1900. Íbúarnir hafi veriđ sex ţúsund en ađeins tveir lögregluţjónar. Allt hafi veriđ í hershöndum ef erlend skip međ fjölmenni lágu í höfn og síđan segir bókarhöfundur og ţađ var setningin sem mér brá í brún yfir enda kemur hún nánast eins og skrattinn úr sauđarleggnum:

" Lögreglumennirnir hafa hugsanlega ţurft ađ takast á viđ skćkjurnar tvćr, ţćr Friđbjörgu og Guddu gröđu, sem Ţórbergur Ţórđarson og Stefán frá Hvítadal segja ađ hafi veriđ viđ störf í bćnum áriđ 1906." (Bls. 15).

Frá ţessum konum segir Ţórbergur í smábókinni Í Unuhúsi sem hann hefur eftir Stefáni en konur ţessar voru viđlođandi húsiđ. Ţar segir fullum fetum ađ ţćr hafi veriđ "opinberar skćkjur" sem er auđvitađ mjög ónákvćmt orđalag. Hvađ felst í slíkri stađhćfingu? Sumar frásagnirnar af Friđbjörgu eru nćsta krassandi í međförum skáldsnillinganna Ţórbergs og Stefáns. Ţar er til dćmis sagt frá Jóakim sem var međ lekanda og lćknir bannađi öll afskipti af kvenfólki en svaf ţó hjá Friđbjörgu í Unuhúsi á hverri nóttu. Ekki virđist ţađ hafa kallađ á nein viđbrögđ frá gestgjafa né gestum gagnvart heilbrigđisyfirvöldum og lá ţó lagaskylda viđ. Ţar er líka sagt frá Hermanni nokkrum Rúti sem hafđi króađ Friđbjörgu af úti í horni, hélt pilsum hennar uppi undir höndum og ţćfđi hana upp viđ annan gluggakarminn. Hún ćpti og kallađi á hjálp. Ţegar menn komu ađ sleppti nauđgarinn stúlkunni og sagđi". Helvítis mellan vill ekki lofa mér ţađ". Og Ţórbergur bćtir um betur međ  ritsnilld sinni: "Rölti Friđbjörg síđan niđur." Stefán segir um Friđbjörgu ađ hún hafi veriđ vínhneigđ og orđiđ fyrir ástaróláni "enda var hún döpur í bragđi og leiđ auđsjáanlega illa. " Hún komst eitthvađ í kast viđ lögin fyrir hnupl. 

Una sagđi um ţćr stallsystur Friđbjörgu og Guddu ađ "ţćr höguđu sér líkast veslings hundunum og svona manneskjum vćri ekki viđbjargandi." En ekkert er haft eftir Unu um ţá karlmenn sem notfćrđu sér lánleysi ţessara kvenna sem líklega voru niđurbrotnar manneskjur og önnur ađ minnsta kosti alkóhólisti, en međal ríđaranna hafa ef til vill veriđ einhverjir af ţeim andansmönnum sem stunduđu Unuhús og međ fullri vissu, samkvćmt frásögn bókarinnar, einn guđfrćđingur sem átti kannski eftir ađ verđa ţekktur prestur og mikill kennimann. 

Friđbjörg fór einn dag alfarinn úr Unuhúsi og fara ekki af henni meiri sögur.

En ég hef veriđ ađ hugsa um ţessar konur sem dúkka svona óvćnt upp í ćvisögu nóbelsskáldsins. Ţćr voru raunverulega manneskjur en ekki bara nöfn í bókum.   

Hver var uppruni ţeirra? Voru ţćr dćtur betri borgara? Eđa ólust ţćr upp í örbirgđ? Hver varđ ţeirra ćvisaga? Meiri fengur fyndist mér reyndar í henni en ćvisögu nóbelsskáldsins. Hvernig var menntunarstig ţeirra? Hvernig var gáfnafariđ og geđfariđ? Getur veriđ ađ ţćr hafi átt viđ ţroskafrávik eđa geđrćn vandkvćđi ađ stríđa eins og sagt er nú á dögum? 

Var einhver sem elskađi ţessar konur? Urđu ţćr svo mikiđ sem einn dag virđingar ađnjótandi frá samborgurum sínum? Skipti guđ sér nokkuđ af ţeim?

Var Gudda građa nokkuđ građari en ţeir andans jöfrar, skáld og kennimenn, sem notfćrđu sér hana?  

Hvenćr dóu ţessar konur? Hvar eru ţćr grafnar?

Skyldi ţeim nokkru sinni hafa órađ fyrir ţeim meinlegu örlögum ađ nöfn ţeirra ćttu eftir ađ verđa ódauđleg međ ţví ađ tengjast nokkrum helstu ritsnillingum ţjóđarinnar á afar lítilsvirđandi hátt!  

Ţetta voru nokkrar af ţeim hugsunum sem fóru í gegnum huga minn ţegar ég las ţessa einkennilegu athugasemd í Ćvisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guđmundsson.

 

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Ekki veit ég um afdrif tessara kvenna en tetta er med skemmtilegri ritsprettum sem Thorbergur átti. Hreint frábćr lesning; ég sé ad ég verd ad lesa ćvisřgu nóbelskĺldsins líka.....

Gulli litli, 23.10.2007 kl. 19:52

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Frábćr pistill hjá ţér. Hafđi ekki lesiđ ţessar frásagnir međ ţessum gleraugum fyrr en sé ađ hér er ţarft verkefni fyrir einhvern sagnfrćđinginn.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.10.2007 kl. 09:36

3 identicon

Alveg frábćrt hjá ţér ađ velta ţessu upp. Ţćr voru margar konurnar sem kyntu ofna og voru notađar af hinum og ţessum "góđborgurum". Flestar eru ţćr gleymdar og ekki hafa veriđ skrifađar um ţćr bćkur ţó  mikil ástćđa sé til. Takk fyrir pistilinn.  

Kristín Sćvarsdóttir (IP-tala skráđ) 24.10.2007 kl. 10:19

4 Smámynd: Ari Guđmar Hallgrímsson

Ţakka góđan pistil,hann er í svipuđum anda og ég hef gagnvart mörgum ćvisögum.Oft er drepiđ ţar á lífshlaup einhverrar manneskju sem er aukaatriđi í sögunni,sem vekur hjá manni forvitni ađ vita meira um,heldur en ţann sem ćvisagan fjallar um.

Ari Guđmar Hallgrímsson, 24.10.2007 kl. 12:38

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Athyglisverđ fćrsla. Sammála öđrum, ţađ vćri gaman ađ vita meira um ţćr stöllur.

Villi Asgeirsson, 24.10.2007 kl. 12:55

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, ţetta er  eitthvađ sem huga ţarf ađ- af alvöru.

María Kristjánsdóttir, 24.10.2007 kl. 15:58

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Eins og fyrr segir viđurkennir Biblían aldrei myrkrahöfđingjann sem jafnoka Guđs. Í Gamla Testamentinu má sjá ađ Guđ skipar honum fyrir og ţar sem hann rćđur sér einn, má hann sín einskis gegn almćtti Skaparans. Aftur á móti er honum stillt upp sem andstćđingi englanna í gyđinglegum frćđum. Leiđtogi englanna var talinn erkiengillinn Mikael en andstćđingur hans var Satan. Undirpúkar framkvćmdu vilja Satans í baráttunni viđ engla Mikaels. Púkarnir tengjast ţar skít, myrkri, óhreinindum, rotnun, úrgangi og jafnvel konum sem tćla heiđvirđa karlmenn til fylgilags viđ sig. Allir púkarnir endurspegla ţó eđli Satans sem er andstćđingurinn, andstađan viđ hiđ góđa.

Er ţađ furđa ađ karlmennirnir hafi veriđ taldir stikkfríir í samskiptum sínum viđ Friđbjörgu og Guddu gröđu, ţegar enn ţann dag í dag, má sjá svona texta eins og ţennan fyrir ofan, á vef Biskupsstofu. Ţessi texti speglar vel viđhorfiđ sem var og er enn ríkjandi gegn konum almennt. Textinn er tekinn úr spurningu um ţađ, hvort Satan eđa englar séu synir Guđs, spurningunni er svarađ af séra Ţórhalli Heimissyni.

Svava frá Strandbergi , 24.10.2007 kl. 17:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband