Fćrsluflokkur: Tónlist

Jólatónleikar Fíladelfíu

Frá tónlistarlegu sjónarmiđi er fyrir neđan allar hellur ađ RÚV sjónvarpi jólatónleikum Fíladelfíu.

Á jólunum á ađ flytja alvöru jólamúsik en ekki eitthvađ poppađ djönk. 


Lag og ljóđ

Fyrir skömmu voru tónleikar sem báru yfirskriftina Lag og ljóđ. Ţar voru međal annarra laga flutt lög Sigvalda Kaldalóns viđ ljóđ eftir Höllu Eyjólfsdóttur. Ţekktustu lög tónskáldsins viđ ljóđ Höllu eru Ég lít í anda liđna tíđ og Svanurinn minn syngur en besta lagiđ er kannski Máninn.

Viđ ţetta tćkifćri flutti Elín Gunnlaugsdóttir erindi um lög og ljóđ almennt.

Ţví miđur heyrđi ég ekkert af ţessu. Hins vegar las ég eitthvađ í blöđunum  eđa heyrđi í útvarpi ţar sem ţetta var sett upp einhvern vegin ţannig ađ lög Sigvalda og ljóđ Höllu vćru jafngild og vinsćldir ţeirra og áhrifamáttur hvíldu einmitt á ţví.

Ţetta er samt alls ekki rétt.

Mig langar til ađ rćđa hér samspil lags og ljóđs dálítiđ ţó ekki leggist ég djúpt. Fyrst og fremst vil ég vekja athygli á ţví ađ ţađ eru ósköp einfaldlega hinar grípandi og fallegu laglínur  í lögum Sigvalda viđ ljóđ Höllu sem   eingöngu valda vinsćldum laganna og ţeim sess sem ţau hafa í huga ţjóđarinnar. Lagiđ Ég lít í anda liđna tíđ var reyndar samiđ sem lag án orđa en textanum, sem óneitanlega fer vel viđ lagiđ, var bćtt viđ seinna.

Ţađ eru lög Sigvalda Kaldalóns sem beinlínis valda ţví ađ Halla Eyjólfsdóttir er ekki löngu gleymt ljóđskáld. En vegna ţess ađ hann samdi lög viđ ljóđ hennar og ţau eru ţví hluti af lagagerđ hans er sjálfsagt ađ Höllu sé sómi sýndur.

Ţađ er býsna algengt ađ ljóđ sem aldrei hefđu lifađ á eigin gćđum v erđa ódauđleg gegnum tónlist. Ţađ er tónlistin, ekki ljóđin, sem ţví veldur. Oftar en ekki standa ljóđin langt ađ baki lögunum sem listaverk.

Satt ađ segja eru lög hinna miklu erlendu lagatónskálda, Schuberts, Schumanns, Brahms og Strauss,  yfirleitt samin viđ texta sem standa ţeim langt ađ baki. En ţó ekki  alltaf. Schubert samdi lög viđ góđan kveđskap eftir Goethe og Schumann viđ ljóđ eftir Heine. Í ţessum lögum og  nokkrum öđrum eru lag og ljóđ jafngild listaverk. Tónskáldunum tekst jafnvel stunum ađ bćta viđ eins og nýrri vídd viđ ljóđin međ lögum sínum. En flest bestu lög heimsins eru ekki viđ góđ ljóđ. Lögin lifa ţá vegna laganna en ekki vegna orđsnilldar textans. Ţađ eru samt kannski hinar almennu hugmyndir ljóđsins sem kveikja í huga tónskáldsins, t.d. ástarsorg eđa sólarlag eđa vorgleđi. 

Eitt frćgt sönglagatónskáld samdi ţó svo ađ segja eingöngu lög viđ góđan  kveđskap. Ţađ var Hugo Wolf. Hann fylgir geđblć og hugsun ljóđsins út í ystu ćsar og lögin bera oft blć framsagnar mćlt máls eins og ljóđin séu lesin. Wolf afrekađi ţađ ađ grafa eitt besta ljóđskáld Ţýskalands, Eduard Mörike, úr gleymsku og hefja til viđurkenningar. Ţađ er engin tilviljun ađ lög Wolfs eru af engum jafn mikils metin sem tónelsku bókmenntafólki. Ađeins í lögum hans og í fáeinum lögum Schuberts og Schumanns og einstaka öđrum lögum eftir hina og ţessa eru lag og ljóđ samofin og jafngild listaverk svo úr verđur nýtt  listform: sönglag sem orđ og tónar saman breyta í sérstakt fyrirbćri, eitthvađ sem er ekki bara lag eđa bara ljóđ heldur raunverulegur samruni ţessara tveggja listforma, tónlistar og ljóđlistar, nýtt listfyrirbrigđi. En langflest lög, ţar međ talinn obbinn af músiklega bestu lögum heimsins, eru ekki ţetta fyrirbrigđi heldur bara góđ tónlist.  Ţađ er tónlistin sem hefur ţau til hćđa en ekki ljóđiđ sem sungiđ er, hvorki eitt og sér eđa í samruna viđ tónlista, ţađ er bara tónlistin. 

Ţetta er meira ađ segja áberandi í Vetrarferđinni eftir Schubert sem oft er talin fullkomnun í ţýskri sönglagagerđ 19. aldar. 

Og ţetta gildir jafnvel enn fremur viđ óperur og óratóríur en sönglög. Ţar eru textarnir oft fyrir neđan allar hellur en tónlistin gerir ţessi verk ómótstćđileg. Hennar vegna hlustum viđ á ţau,  ekki textans vegna.

Á Íslandi, landi kvćđamanna og skálda, gera menn yfirleitt meira úr ljóđunum en lögunum ţegar lög eru sungin viđ ljóđ. Í útvarpsţáttum og kynningum er löngu máli  oft eytt í ljóđin en yfirleitt engu í tónlistina sem lćtur ljóđin lifa.  

Og ţađ er ekki út af ţví ađ  álitiđ sé ađ tónlistin tali sínu eigin máli sem ekki ţurfi  ađ eyđa  ađ orđum  heldur vegna ţess ađ mönnum finnst texti viđ lag einfaldlega merkilegri en lagiđ.


Helgisögnin um heimilin

Engin stađur er helgari en heimilin, segir í kosningaauglýsingu Framsóknar.

Ég gćti gubbađ yfir ţessum búralega smáborgaraskap  og haugalygi.

Sannleikurinn er sá ađ fjölskldan er mesta kúgunarstofnun sem heimurinn ţekkir.

Ţvílík afdalapólitík ađ umvefja hana einhverjum heilagleika.

 


Handel

Í ţessum mánuđi eru 250 ár liđin frá dauđa tónskáldsins Handels.

Hann samdi Messías sem flestir ţekkja. Hallelúja!

Um sína daga var hann dáđasta tónskáld heimsins. Hann var samtíđarmađur Bachs.

Nú er hann óneitanlega nokkuđ í skugga Bachs sem var lítt viđurkenndur međan hann var uppi sem tónskáld ţó hann vćri rómađur organleikari.

Samt er Handel auđvitađ einn af mestu tónsnillingum heimsins ţó annar enn meiri hafi veriđ honum samtíma.

Eitt verk eftir hann er mér sérstaklega hugstćtt.  Concerrto grosso op.6. Ţetta eru tólf konsertar fyrir strengjasveit og tekur hver ţeirra kringum 15 mínútur í flutningi. Slíkir konsertar voru algengir á baroktímanum.

Ţessir skera sig úr öđrum fyrir ótrúlegt hugmyndaflug en ţeir voru samdir á ađeins einum mánuđi. 

Í gamla daga gengu séní um eins og ekkert vćri.

Ef ég má segja ţađ á okkar lágkúrulegu tímum ţá ţekki ég varla betra dćmi um hámenningu í tónlist en ţessa konserta.

Ţeir eru gćddir ţeirri tign, fágun, fjölbreytni og dýpt sem eingöngu kemur fram ţar sem snilldin er mest.

Ţeir eru úrvalshugsun.

Menn eiga ađ sćkja í slíka fjársjóđi til ađ hefja hugann upp fyrir dćgurţrasiđ, kosningahasarinn og bloggbulliđ. 

 

 


Ţegar ég var tónlistargagnrýnandi

Um daginn hringdi í mig mađur til ađ spyrjast fyrir um tiltekna tónlistargagnrýni sem ég skrifađi fyrir mörgum árum.

Ţetta rifjađi upp fyrir mér ađ ég var tónlistargagnrýnandi ćđi lengi og skrifađi um klassíska tónlist. Eins og svo margt annađ í lífinu varđ ţađ fyrir tilviljun. Ég átti vin sem var góđur kunningi Jóns Baldvins Hannibalssonar sem ég ţekkti ađeins lítillega. Hann dubbađi ţennan vin minn upp í ţađ ađ verđa leiklistargagnrýnandi á Alţýđublađinu ţar sem Jón Baldvin var ţá ritstjóri. Og einhvern veginn ćxlađist ţađ ţannig ađ ég fylgdi međ í kaupunum sem tónlistargagnrýnandi. Ţetta var í júní 1980.

Á Alţýđublađinu var ég í ţrjú ár. Nćst lá leiđ mín á Helgarpóstinn.

Lengst var ég ţó á gamla góđa Ţjóđviljanum en ţar var ég frá ţví haustiđ 1987 og ţar til blađiđ fór á hausinn. Eftir ţađ var gefiđ út helgarblađ á vegum Ţjóđviljans og ţar krítiserađi ég alveg vilt og galiđ.

En ţađ blađ fór líka á hausinn. Um tíma var ég ţá á DV.

Síđan liđu nokkur ár og ég var ekki ađ gagnrýna eitt né neitt. Hustiđ 2004 gerđi Páll Baldvin Baldvinsson mig ađ tónlistargagnrýnanda DV. Ţar var ég svo ţar til blađiđ fór á hausinn. Allir fjölmiđlar fara á hausinn sem ég krítisera fyrir. Seinna var Ţórunn Hrefna Sigurjónsdóttir - Tóta pönk - menningarritstjóri á DV og heyrđi ég undir hana. Viđ urđum ţá miklir mátar og hún er ein af uppáhaldsvinkonum mínum. Hún elskar líka Ţórberg eins og ég gerđi einu sinni. Nú er ég búinn ađ sjá í gegnum hann!

Ţađ skiptist nokkuđ í tvö horn hvernig mönnum fannst gagnrýni mín. Sumir voru vođa hrifnir, ţar međ taldir ýmsir meiriháttar tónlistarmenn en ađrir ekki. Ég var ekki í neinum klíkum í tónlistarheiminum enda ekki tónlistarmađur. Ég lá auđvitađ vel viđ höggi fyrir ţađ. Og mér fannst óţćgilegt ađ skynja ţykkju og ţótta í minn garđ frá sumum. Hann kom ekki síst fram ţegar menn voru orđnir fullir. Stundum var skrifađ gegn mér í blöđin, en ekki ţó oftlega. Ég var stundum óhefđbundinn í skrifum mínum og held ađ ţađ hafi truflađ ýmsa. En oft var ég líka mjög hefđbundinn.

Ţađ ríkti á Íslandi mikil fyrirlitning á tónlistargagnrýnendum međal tónlistarmanna, sumra ađ minnsta kosti. Tónlistarmenn hafa oft veriđ hörundssárir vegna gagnrýni. Hins vegar virđist ţađ hafa veriđ alveg sjálfsagt ađ ţeir létu óhefta fyrirlitningu sína á gagnrýnendum í ljósi og auđmýktu ţá á prenti eins og hver vildi. Sumir tónlistarmenn virđast blátt áfram hafa haft nautn af ţví ađ lítillćkka ţá međ smánarlegum orđum. Ţađ ţótti alveg sjálfsagt. Ţannig var mórallinn. Nú er tónlistargagnrýni útdauđ nema á Morgunblađinu ţar sem ţrengt hefur ţó veriđ svo ađ henni ađ hún er hvorki fugl né fiskur.

Ég var ungur ţegar ég byrjađi ađ krítisera. Kannski var ég fyrstu árin dálítiđ óvćginn og sé eftir sumum dómum. Međ árunum hefur mér fundist ţađ vera eitt af keppikeflunum  í lífinu ađ sýna öđru fólki ekki tillitsleysi. Hins vegar er náttúrlega óhjákvćmilegt ađ gagnrýna ţađ sem miđur fer í listdómum, jafnvel harđlega. En ekki er ţó sama hvernig ţađ er gert.

Já, ég er orđinn eitthvađ svo óţolandi yfirvegađur og djúpvitur í seinni tíđ! Ţví til sönnunar birti ég mynd sem tekinn var af mér fyrir nokkrum dögum. Ég rorra alveg í viturleika og yfirvegun! Ef smellt er ţrisvar á myndina verđur hinn ógnvćnlegi gagnrýnandi larger than life!  

Afrit af PICT2863

 


Hroki vesturlandabúa er nú bara ekki normal

Nú eru menn á vesturlöndum rétt einu sinni ćfir yfir ţví ađ ţađ var austantjaldsţjóđ, Rússar, sem fóru međ sigur af hólmi í ţessari Júrovisjón.  Og einhver bretabulla hvetur vesturlandaţjóđirnar til ađ hugsa sinn gang ţví ţessi keppni snúist ekki lengur um tónlist heldur pólitík. Vesturlandaţjóđir  eigi ekki möguleika á sigri. 

Sú var tíđin ađ ţessi keppni var algjörlega vesturlandamiđuđ og vesturlönd fór ţar af leiđandi alltaf međ sigur af hólmi. En tímarnir breytast. Nú eru komnar til keppninnar margar ţjóđir austur í Evrópu ţar sem menningin er auđvitađ öđru vísi en hjá okkur. Ţess vegna eru minni líkur fyrir ţví ađ ţjóđ í V-Evrópu sigri.

Ţađ er eftir hroka vesturlandabúa, međ Breta, sem nú  urđu neđstir fremsta í flokki, ađ rjúka í fýlu og hóta ţví ađ hćtta ađ keppa ţó jákvćđar breytingar verđi á Evrópu og ţar međ söngvakeppninni ţar sem Bretar og örfáar ađrar lásí vesturlandaţjóđir höfđu áđur menningarlega tögl og hagldirnar.

Ţađ er eiginlega kórónan á lágkúrunni sem ríkir í ţessari keppni ađ svona yfirlćtisháttur vesturlandabúa skuli koma upp ţegar kemur í ljós ađ ţeir eru fullkomlega annars flokks í júrovísjón. 

Lengi getur samt vont versnađ í lágkúrumálunum. Verđur ekki nćsta númer ađ ţjóđirnar vestast í Evrópu, ásamt nortđurlandabúum, stofni til nýyrrar keppni!

Vestur-Evrópu söngvakeppninnar.  Ekki vćru ţá visjónirnar burđugar!


mbl.is Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tvćr sögur frá Fischer-Dieskau

Í ćvisögu sinni segir Dietrich Fischer-Dieskau nokkrar gamansögur. Hér eru tvćr ţeirra.

Óperunni Tosca eftir Puccini lýkur á ţví ađ ađalsöghetjan, Tosca sjálf, varpar sér fram af  fangelsisvegg og deyr. Í einni  sýningu hafđi einhver keppinautur söngkonunnar sem söng Toscu í óperuhúsi einu sett af hrekk sínum trambolín í stađ dýnu á ţann stađ ţar sem Tosca átti ađ lenda eftir ađ hún henti sér fram af veggnum. Furđu lostnir áhorfendur sáu ţví Toscu hendast nokkrum sinnum upp og niđur fyrir augum sínum í loftinu eftir ađ hún varpađi sér fram af veggnum til ađ deyja. 

Hinn frćgi breski hljómsveitarstjóri Sir Thomas Beecham hafđi lítiđ dálítiđ á samtíđartónlist. Einu sinni var hann ađ ćfa nýtt verk međ Konunglegu fílharmoníuhljómsveitinni í Lundúnum af takmörkuđum áhuga og gerđi sér allt í einu ljóst ađ hljómsveitin hafđi  hćtt ađ spila. Ţá spurđi hann: Herrar mínir, hvađ er eiginlega um ađ vera? Konsertmeistarinn svarađi: Sir Thomas, verkinu er lokiđ! Guđi sé lof, svarađi ţá meistarinn ađ bragđi. 

 

 


Dietrich Fischer-Dieskau

Ég hef veriđ ađ lesa sjálfsćvisögu ţýska söngvarans Dietrich Fischer-Dieskaus. Hann bar höfuđ og herđar yfir flesta ef ekki alla ađra klassíska ljóđasöngvara međan hann var upp á sitt besta. Hann söng allan ljóđalitteratúrinn inn á plötur, alveg frá Mozart til Richard Strauss. Hann söng líka í  óperum og óratóríum og einnig söng hann samtímatónlist. Mađur heyrđi á sínum tíma ađ enginn klassískur tónlistarmađur hafi gefiđ út út eins margar hljómlötur sem nú er búiđ ađ gefa út á diskum.

Fischer-Dieskau-Friedrich-4Sumum fannst Fisher-Dieskau syngja of mikiđ. En gćđin voru yfirleitt alltaf fyrsta flokks. Og hann kynnti fyrir nútímamönnum mikiđ af frábćrri söngtónlist sem ţeir hefđu ella aldrei heyrt. Hann söng ţví bara  mátulega mikiđ. Stíll hans fór í taugarnar á sumum eins og gengur. En um tónlistarhćfileika hans, mikla og víđfema greind sem lýsti upp öll viđfangsefni hans og ótrúlega fjölhćfni, er ekki hćgt ađ efast. Hann hefur líka lagt hljómsveitarstjórn fyrir sig, kennslu, ritađ nokkrar bćkur og málađ myndir.

Fischer-Dieskau er enginn venjulegur mađur. Mér finnst hann sameina ţađ besta í ţýskri menningu.

Um ţađ leyti sem var ađ gjósa í Vestmannaeyjum komst ég yfir heildarsafn hans á sönglögum Schuberts og ţađ var ein af stóru stundunum í lífi mínu. Seinna eignađist ég tilsvarandi söfn hans af lögum Mozarts, Beethovens, Carls Loewe, Mendelsohns, Schumanns, Liszts, Brahms, Hugo Wolfs, Mahlers og Richard Strauss og reyndar margt fleira. Og var óskaplega heillađur af ţessum listamanni.

Nú á dögum er eins og fjölmiđlar noti orđin tónlist og tónlistarmenn í ţeirri merkingu ađ ţađ eigi bara viđ um popptónlist. Réttara sagt: ađ tónlist sé bara popptónlist. En ţađ er vissulega til önnur tónlist.

Ćvisaga Fischers Dieskaus er ţokkalega rituđ og hún er einstaklega vingjarnleg og hófsöm. Ekki er hann ađ gera sig breiđan og leggur gott orđ til flestra listamanna sem hann starfađi međ og ţađ voru engir smákallar eđa kellíngar. Hann fer heldur ekki í felur međ ţađ hvernig var ađ alast upp í ţriđja ríkinu og hvađ ţađ er mikil byrđi fyrir Ţjóđverja enn í dag. Hann segir ţó frá ţessu á látlausan hátt og aldrei međ mörgum orđum.

Ţegar ég las ţessa bók kom yfir mig angurvćrđ yfir liđnum tima og yfir ţví ađ allt tekur enda.

Nema listin. Hún á sér engan endi.

Á You Tube er hćgt ađ heyra og sjá Fischer-Dieskau syngja heilmikiđ. Ekki er verra ţegar međ honum leikur einhver mesti píanisti allra tíma, Svjatoslav Richter í frábćrum Schubertlögum.


Últra hálfvitar

Í dag hef ég veriđ ađ koma upp nýjum bókaskáp sem ég var ađ kaupa undir allar gullaldarbókmenntirnar mínar. Ég er ţví varla til stórrćđanna á blogginu.

Ţó get ég alveg sagt sannleikann um ţessa sigurvegara í Evróvisjón eftir ţví sem framkoma ţeirra í Kastljósi og víđar gefur til kynna. 

Ţetta eru augljóslega últra hálfvitar sem munu verđa ţjóđinni til skammar hvar sem ţeir koma.

Lagiđ og flytjendurnir eru gjörsamlega glatađir.

Svo lýsi ég undrun minni yfir ţeirri lágkúru sem Kastljós er alltaf ađ dađra viđ. Ţátturinn er stórt skref aftur á bak miđađ viđ ţađ sem bođiđ var upp á ţar á undan.

 

 

 


Einu sinni, einu sinni enn

Í gćr fékk ég athugasemd frá Hildigunni Rúnarsdóttur tónskáldi inn á bloggiđ mitt um ţađ ađ mín vćri saknađ sem tónleikakrítikers. En gaman! Manns er bara saknađ!

En ţá get ég glatt hysteríska ađdáendur mína nćr og fjćr međ ţví ađ ég mun krítisera í Fréttablađiđ  tvćr íslenskar sinfóníur sem fluttar verđa á Myrkum músikdögum nú á fimmtudaginn. 

Ţetta er svona sérverkefni en klassísk tónlistargagnrýni er ađ öllu jöfnu ekki birt í Fréttablađinu. Ţar veđur hins vegar poppiđ uppi eins og reyndar alls stađar annars stađar.

Sem sagt: "Skemmtilegasti tónlistargagnrýnandinn" er ađ fara ađ leggja í hann "einu sinni, einu sinni enn".   

  


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband