Fćrsluflokkur: Tónlist

Séđ og heyrt á tónleikum

Í kvöld dreif ég mig á tónleika Kammermúsikklúbbsins í Bústađarkirkju. Ţar lék Víkingur Heiđar stórséni og nokkrir ađrir hljóđfćraleikarar kvintetta eftir Schumann og Brahms. Báđir eru ţeir brjálćđislega góđ músik.  Enda varđ Schumann snarbrjálađur áđur en yfir lauk.

Alltaf er veriđ ađ rómantísera ţetta hjónaband hans međ henni Klöru. Ţađ er engu líkara en menn haldi ađ hún og ástin hafi gert hann ađ góđu tónskáldi. En hvađ ţá međ Brahms rćfilinn? Hann giftist aldrei en samkvćmt áreiđanlegum heimildum lá hann flestar nćtur međ óhamingjusömum hórum í Vínarborg.

Hvađ gerir menn ađ góđu tónskáldi? Ósköp einfalt: Upprunalegir hćfileikar og góđ tónmenntun. Lán manna eđa ólán í lífinu virđist ţar litlu máli skipta. Ekki heldur guđ. Haminguhrólfurinn Wagner var hvorki  meira né minna tónskáld en harmkvćlamađurinn Beethoven og hinn sanntrúađi Bach var svo sem ekkert meiri en vantrúarseggurinn Schubert, ađ minnsta kosti ef miđađ er viđ aldur og fyrri störf, en Bach varđ mađur gamall en Schubert náđi varla fullorđinsaldri. 

Slangur af stórmennum var á tónleikunum. Ţar var framsóknarjöfurinn Steingrímur Hermannsson, skáldmenniđ Thor Vilhjálmsson, ísmađurinn Ţór Jakobsson, upptyppingurinn Páll Einarsson, besservisserinn Sigurđur Líndal, orkuboltinn Ţorkell Helgason og hans ekta sembalína Helga Ingólfsdóttir, biskupssonurinn Ţorkell Sigurbjörnsson og guđspekingurinn og píanistinn Halldór Haraldsson.

Já, og svo  var ég ţarna í eigin persónu!

Slatti af smámennum var líka á stađnum. En ég nefni engin nöfn.


Fallegustu jólalögin

Nú ćtla ég ađ nefna ţau jólalög sem mér finnst fallegust.

Uppáhaldsjólalögin mín eru tvö. Annađ er Syngjum guđi himnahjörđ. Ţetta er gamalt lag sem í ţýskum löndum er ţekkt undir upphafsorđunum Joseph, lieber Joseph mein. Lagiđ kom fram áriđ 1543 í söngbók eftir Johann Walther. Sálmurinn viđ lagiđ er eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Hinn upprunalega ţýska texta hefur Heimir Pálsson ţýtt á íslensku og kemur fyrir ađ hann er sunginn viđ lagiđ á samkomum. Dómkórinn  í Reykjavík hefur sungiđ lagiđ međ ţeim texta inn á geisladisk. Hitt uppáhaldsjólalagiđ mitt er Ţađ aldin út er sprungiđ. Textinn er ţýddur af Matthíasi Jochumssyni. Lagiđ er frá 16. öld og kom fram í Speyerer Gesangbuch í Köln 1599. Frćgasta útsetningin á laginu er frá árinu 1609 eftir hinn mikla barokmeistara Michael Praetorius. Ţetta er eitt mest dáđa jólalag heimsins.  

Önnur jólalög sem mér finnst sérlega falleg: 

Hin fegursta rósin er fundin. Textinn er eftir Helga Hálfdánarson. Lagiđ var prentađ í Wittenberg áriđ 1543.  Sjá himins opnast hliđ, In dulci jubilo, er lag frá 14. öld og mér finnst líka gott. Ţađ var prentađ í Wittemberg 1533. Textinn er eftir Björn Halldórsson. Annađ ágćtt lag er Englakór frá himnahöll, Gloria in excelsis Deo er franskt eđa flćmst jólalag. Textinn er eftir Jakob Jónsson. Og fagurt er jólalagiđ Kom ţú, kom vor Immanuel er fornt andstef, latneskur sálmur og finnst í frönsku handriti frá 15. öld. Texti eftir Sigurbjörn Einarsson.    

Ó, helga nótt eftir franska tónskáldiđ Adolphe Adam glatar aldrei fegurđ sinn. Ţađ heitir á upprunalegu tungumáli Cantique de Noel og var ljóđiđ ort áriđ 1847 af Placide Clappeu borgarstjóra í Roquemaure. Ţar í borg var lagiđ fyrst sungiđ viđ miđnćturjólamessu áriđ 1847. Textahöfundurinn var reyndar illa ţokkađur af kirkjunarmönnum og kallađur trúleysingi. Hann var á móti ţrćlahaldi, óréttlćti og hvers kyns kúgun. Tónskáldiđ samdi lagiđ á fáeinum dögum. Adam var frćgt tónskáld um sína daga og var einkum rómađur fyrir ballettmúsík sína og óperur. Ballett hans Giselle frá 1841 lifir enn góđu lífi. Lagiđ er ekki ađeins fyrsta jólalagiđ sem var útvarpađ heldur fyrsta tónlist yfirleitt og var ţađ svo snemma sem á ađfangadag 1906 frá Brant Rock í Massachusett í Bandaríkjunum.       

Af íslenskum jólalögum ber Nóttin var sú ágćt ein eftir Sigvalda Kaldalóns af fyrir fegurđ og einfaldleika. Ljóđiđ eftir Einar Sigurđsson frá Heydölum er laginu fyllilega sambođiđ. Lagiđ var samiđ seint á ferli tónskáldsins og vakti ekki verulega athygli fyrr en ţađ fór ađ heyrast í sjónvarpinu á messum á ađfangadagskvöld. Nýleg útsetning lagsins fyrir einsöngvara, kór og stóra glamursveit er algjör skandall.  Sigvaldi samdi líka afskaplega gott lag viđ Í Betlehem er barn oss fćtt en ţađ heyrist ţó aldrei.

Annađ gott íslenskt jólalag er Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Ţorbergs en einhvern veginn er ţađ lag ekki hentugt til ađ syngja viđ hátíđlega guđţjónustu um jólin. Ţađ er annars eđlis.

Auđvitađ hefur mađur alltaf taugar til ţeirra jólalaga sem fylgt hafa manni frá ţví mađur man eftir sér. Heims um ból er glettilega gott lag. Ţađ var samiđ áriđ 1818 af Franz Gruber sem var organisti í ţorpinu Oberdorf í vestanverđu Austurríki, skammt frá Salzburg, viđ ljóđ vinar hans, Jósef Mohr, kennara í ţorpinu og ađ hans beiđni. Upphafsorđ textans er Heilge Nacht. Einu sinni kom ég í húsiđ  ţar sem lagiđ var samiđ og átti lagiđ lengi í upprunalegri gerđ á nótum en hef ţví miđur týnt ţví. Ţađ var samiđ sem tvísöngur međ kór viđ undirleik gítars og er upprunalega laglínan nokkuđ frábrugđin ţeirri sem nú er ţekkt. Ţar voru krúsidúllur sem spilla laginu og menn hafa sniđiđ af. Lagiđ var sungiđ á jólunum 1818 í ţorpskirkjunni og sungu höfundarnir sjálfir dúettinn. Lagiđ varđ fyrst ţekkt í Týról og öđlađist brátt heimsfrćgđ sem "jólalag frá Týról". Áriđ 1854 var Gruber lýstur löglegur höfundur lagsins. Í kristnum löndum er ţetta líklega ţekktast allra laga. Gruber samdi eitthvađ meira af kirkjulegri tónlist en hún er öll steingleymd. En međ Heims um ból hitti hann nánast á óskastund.

Í Betlehem er barn oss fćtt er ţýskt vísnalag frá um 1600. Ţađ er sungiđ hér á landi í útsetningu danska tónskáldsins Berggren frá 1849. Ljóđđ er eftir Valdimar Briem. 

Í dag er glatt í döprum hjörtum er upprunalega ţrísöngur úr Töfraflautinni eftir Mozart frá 1791 og er sungiđ af ţremur drengjaröddum. Texti lagsins í óperunni tengist ekkert jólunum. Ekki veit ég hvernig á ţví stendur ađ ţetta lag varđ jólalag á Íslandi en textinn er eftir Valdimar Briem.

Af hinum vinsćlu útlendu jólalögum í léttari kantinum finnst mér mest gaman af  tveimur lögum. The Twelve Days of Christmas er ekki yngra en frá 16. öld og var ţá ţekkt víđa í Evrópu, jafnvel á Norđurlöndum. Snemma á tuttugustu öld útsetti Frederic Austin ţá gerđ lagsins sem mest er sungin.

Bćđi lagiđ og ljóđiđ The Little Drummer Boy er samiđ af Katherine K. Davis áriđ 1941 en sagt er ađ ţađ sé byggt á tékknesku ţjóđlagi. Lagiđ er ţekktast í útsetningu Harry Simone sem gerđi lagiđ allt í einu heimsfrćgt um jólin 1958. Ég man vel eftir ţví. 

Menn sjá ađ hér vantar öll ţessi amerísku jóladćgurlög. Á ţau hlusta ég ekki. Fyrir mér eru jólin hátíđ en ekki glingur. Mér finnst fátt sýna betur ţađ innihaldsleysi sem jólin eru ađ verđa ađ hafa glymjandi í eyrum sér síbylju af jólamúsik í tvo mánuđi fyrir jól og fram á ţrettánda.

Ţetta var nú um litlu jólalögin. En besta og dýpsta jólalagiđ, alveg sér á parti, er hins vegar Jólasagan hans Heinrichs Schütz, óratóría um fćđingu frelsarans. Hún er hjartahreinasta og heilagasta jólamúsik sem enn hefur veriđ samin og er hún ţó orđin fjögur hundruđ ára gömul. 

 

 


Dagur tónlistarinnar var í gćr

Ţađ er mesta furđa hvađ ég hef bloggađ lítiđ um tónlist ţví hún er ţađ sem mesta ánćgju hefur gefiđ mér í lífinu - ásamt veđrinu.  Ég hef hlustađ á tónlist síđan ég man eftir mér. Ţegar ég var barn lá ég í Kanaútvarpinu og í öllum dćgurlagaţáttum í ţví íslenska. Klassíska músik uppgötvađi ég ekki fyrr en síđar en tónlist var ekki haldiđ ađ mér á heimili mínu.

Ég er samt ekki neinn tónlistarmađur ađ upplagi eđa hćfileikum, bara pćlari. Ţegar ég var orđinn  stálpađur lćrđi ég nótur og undirstöđuatriđi tónfrćđinnar af bókum án ţess ađ hafa hljóđfćri en ţađ var mér svo gefiđ á unglingsárum. Ţá lćrđi ég dálítiđ á píanó og síđar orgel og eitthvađ í hljómfrćđi.

Aldrei nota ég tónlist sem afţreyingu eđa bakgrunn. Ég hlusta bara eingöngu. Ţess vegna hlusta ég aldrei mikiđ og ć minna međ árunum. Fyrir mér er músik list og henni getur mađur ekki sinnt nema stöku sinnum ţegar mađur er í hátíđarskapi.

Ég hef sérstakar mćtur á barokkmeistaranum Heinrich Schütz sem fćddist hundrađ árum á undan Bach. Fyrsta tónverkiđ sem ég heyrđi eftir hann var Jólasagan og ţađ finnst mér hjartahreinasta tónlist sem ég ţekki. Passíur Bachs og h-moll messan eru einn af hćstu tindunum í tónlistinni. Á passíurnar hlusta ég til skiptis á föstudaginn langa en á messuna á nokkurra ára fresti. Kantötur Bachs, vel yfir 200 ađ tölu, eru mér óendanleg uppspretta listrćnnar gleđi.

Eftir Mozart held ég mest upp á hina svonefndu Haydnkvartetta. Mozart samdi  mestalla músik sína af einhverjum gefnum tilefnum, fyrir tónleika eđa fyrir sérstaka hljóđfćraleikara, en kvartetta ţessa samdi hann af innri ţörf og ţar birtist hann af einna mestri snilld. Ég hef líka mikla ást á hinum harmrćna strengjakvintett hans  í g-moll, K 516. Hann sker i hjartađ. Ég vil ađ músik skeri í hjartađ enda er góđ tónlist alltaf tregablandin á einhvern veg og minnir á sćtan hverfulleika lífsins.

Síđustu strengjakvartettar Beethovens eru hugsanlega dýpsta tónlist sem um getur, ađ mínu áliti. Hann er ţar kominn handan viđ venjulegt mannlíf og kannar einhverja órćđa heima.

Ég er afskaplega veikur fyrir ljóđatónlist eđa sönglögum. Kannski vegna ţess ađ sú tónlist sameinar bókmenntir og tónlist en ég var alltaf mjög veikur fyrir fagurbókmenntum ţar til fyrir svona fimmtán árum. Ég hef gert mér sérstakt far um ađ kynnast öllum sönglögum Schuberts, Mozarts, Beethovens, Schumanns, Mendelsohns, Liszts, Brahms, Hugo Wolfs og Richard Strauss. Schubert er bestur en Wolf, sem var mjög eminem tónskáld um sína daga, nćst bestur en allir eru ţeir feiknarlega góđir.

Strengjakvintett Schuberts í C-dúr finnst mér dýrlegasta hljóđfćraverk í heimi.  

Ég er enginn sérstakur óperuunnandi en ţekki ţó mjög margar óperur. Uppáhaldsóperurnar mínar eru Parsifal eftir Wagner, Boris Godunov eftir Mussorgsky og Don Giovanni eftir Mozart. Ég er líka mjög hrifinn af óperum hins óviđjafnanlega Leo Janáceks, sérstaklega Litlu klóku refalćđunni.

Af tuttugustu aldar tónlist eru mér engin sérstök verk hugstćđari en önnur. Ţau eru öll sama tóbakiđ - rótsterkt og gott. Mér finnst samt meira til um Alban Berg og einkanlega Anton von Webern en sjálfan Schönberg. Af ţeim sem nú eru uppi eđa nýdánir eru Ligetti og Lutoslawski í miklu uppáhaldi og svo er ég mjög viđkvćmur fyrir Alfred Schnittke og Arvo Pärt og henni Gubadúlínu. Hún er algjör dúlla.

Ég hef reynt ađ verđa mér úti um alla diska sem gefnir hafa veriđ út međ verkum íslenskra tónskálda.

Og ég held ekki vatni yfir amerískri kántrýmúsik.

Ég ólst upp viđ fyrsta rokktímabiliđ og Elvis er eina átrúnađargođ ćvi minnar. Ég fylgdist vel međ popppinu framundir svona 1980 og lauslegar eftir ţađ ţar til á síđustu árum ađ ég hef alveg dottiđ út. 

Fyrir mér er músik list en ekki afţreying. Ég tel hina svökölluđu  "ćđri músik", klassíska tónlist, hiklaust ćđri en poppiđ. Auđvitađ er til mikiđ af drasli í klassíska geiranum, flest tónlist er bara drasl, innantómur hávađi, en hin miklu tónskáld ţessarar greinar teljast međal mestu andansjöfra mannkynsins líkt og t.d. Shakespeare, Cervantes og Dostojevskí í bókmenntunum og stóru myndlistarmenn endurreisnarinnar og seinni blómaskeiđa. Ţeir birta lífiđ í sinni mestu dýpt og eru sér á parti.

Poppiđ er auđvitađ líka misjafnt ađ gćđum en jafnvel ţađ besta finnst mér falla alveg í skuggann af klassíkini.

Klassíkin er fyrir fagurkera. Poppiđ er fyrir plebba.

Og ţessi Enimen, eđa hvađ hann nú heitir, er bara fyrir últra fćđingarhálfvita.

Ef einhver vill hata mig fyrir ţessi orđ er ţađ mér alveg sérstakt ánćgjuefni.


Rokkađ og rólađ í bíó 1957 og 1958

María Kristjánsdóttir listagyđja fékk frá mér hugskeyti í gćr ţegar ég var einmitt ađ hugsa um ađ enginn gerđi athugasemdir viđ ţessar innblásnu veđurskýrslur mínar. Í ţeirri síđustu, um hlýja nóvembermánuđi, vék ég ađ Conway Twitty sem átti vinsćlasta lagiđ í rigningarnóvembernum mikla  1958, It's  Only Make Believe. María kom einmit međ athugasemd og skrifar: 

"Ţetta var góđ skýrsla, ég man eftir 1956 en ekki eftir Conway Twitty, en minnir ađ í ţessum nóvember hafi ég fengiđ svartar gallabuxur og svartan gallajakka og horft á fyrstu rock ´n roll bíómyndina í Bćjarbíó og ţađ var fjör. Og oftast var mađur votur í fćturnar ţví ţá átti enginn stígvél nema í vinnu."

Viđ ţessi orđ fór ég nú ađ rifja upp í mínu afbrigđilega minni og varđ ţessa ţegar vísari.

Fyrsta rokkmyndin í íslensku bíói var Rock, Rock Rock sem Austurbćjarbíó sýndi 20. febrúar til 1. mars 1957 og ţar komu fram m.a. Chuck Berry og Frankie Lymon (sem kom til Íslands 1959) en Tuesday Weld lék ađalhlutverkiđ. Stjörnubió sýndi sama ár Rock Around the Clock međ Bill Haley  og The Platters 4.-22. mars. Nýja bíó var međ The Girl Can´t Help It 3.-16. ágúst ţar sem Gene Vincent söng BeBop A Lula, Little Richard titillagiđ, Fats Domino Blue Monday og The Platters sungu Remember When. Jayne Mansfield var ađalleikona myndarinnar en hún var ţá mikil kynbomba. Hún missti síđar höfuđiđ í bifreiđarslysi. Frank Tashlin var leikstjóri og var ţekktur ţá.   

En ţetta var ekki búiđ. Austurbćjarbíó sýndi The Tommy Steele Story 29. ágúst til 16. september  og hann söng ţar auđvitađ Water Water sem Skafi Ólafsson gerđi ódauđlegt á Íslandi undir orđunum Ţađ er allt á floti alls stađar. Annađ frćgt lag var í myndinni, Freight Train, sem Ragnar Bjarnason söng síđar undir nafninu Lestin brunar eđa eitthvađ. Hafnarbió sýndi Rock Pretty Baby 26. september til 7. október međ Sal Mineo. Sú mynd var bönnuđ börnum. Austurbćjarbíó bauđ enn upp á rokkmynd 3.-19. desember, Don't Knock the Rock. Ţar söng Little Richard hvorki meira né minna en Tutti Frutti og Long Tall Sally og setti fótinn upp á píanóiđ og allt ţađ. Áhorfendur ćptu í sćtunum. Ég líka.

Stóra bíótropmpiđ kom svo fyrsta febrúar 1958 og hélt áfram til ţess 15. Tjarnarbíó sýndi ţá Loving You međ Elvis í flottum litum. Hann söng m.a. Teddy Bear. Međ honum lét Doloroes Hart sem ég varđ bálskotinn í en ţađ var til lítils ţví hún gerđist nunna skömmu síđar. Aftur var Tjarnarbíó međ geggjađa rockmynd 29. apríl til 6. maí Mister Rock and Roll sem hét ţví ágćta íslenska nafni í auglýsingum Vagg og velta. Ţar lék Alan Freed plötusnúđ en Chuck Berry, Fankie Lyomon og Little Richard komu fram ásamt The Moonglows og fleirum.

Ţetta voru fyrstu rokkmyndirnar i íslensku bíói en heldur fór ađ draga úr slíkum myndum eftir ţetta.

Ég nennti ekkert ađ vera ađ gera einhverjar skrifkrúsidúllur utan um ţessar stađreyndir. Stađreyndir tala nefnilega sínu máli. Svo í veđri sem í rokki.

Já, börnin mín, ég ţekki nú the fifties betur en fingurna á mér!   

See You Later Alligator.

 


Ferđalag um Schubertsslóđir

Síđdegis á ţriđjudaginn held ég ásamt fimm öđrum áleiđis til Vínbarborgar. Viđ erum allir miklir ađdáendur tónskáldsins Franz Schuberts sem hér á Íslandi er ţekktastur fyrir ađ hafa samiđ lagiđ sem sungiđ er viđ textann: "Mikiđ lifandis skelfingar ósköp er gaman ađ vera svolítiđ hífađur". Flestir ţekkja líka Ave Maríu eftir hann og jafnvel líka Silunginn og Álfakónginn.

dumont_16Schubert var borinn og barnfćddur í Vín og bjó ţara alla sína skömmu ćvi. Viđ ćtlum ađ skođa sögustađi sem tengjast honum í borginni, húsiđ ţar sem hann fćddist og ađra bústađi hans, húsiđ ţar sem hann dó, skólann ţar sem stundađi nám í, byggingar ţar sem tónverk hans voru flutt, hús ţar sem vinir hans bjuggu og krár og kaffihús sem vitađ er ađ hann stundađi. Auđvitađ eru sum ţessara húsa horfin en stađirnir ţar sem ţau stóđu eru enn á sínum stađ. Ţađ er ég sem hef skipulagt ferđina í höfuđdráttum en ég hef aflađ mér nákvćmrar upplýsinga um hvar ţessara stađa er nú ađ leita eftir núverandi gatnakerfi. Fyrir ofan sést húsiđ Ţar sem Schubert samdi Álfakónginn og ţađ stendur enn. 

zelezSchubert gerđi ekki víđreist um sína daga.En tvö sumur var hann tónlistarkennari hjá greifafjölskyldu sem bjó í Zeléz og var ţá í Ungverjalandi en heitir nú Zeliozovice og er í Slóvakíu og er myndin af greidahöllinni. Ţangađ höldum viđ einnig og förum sem nćst ţá leiđ sem Schubert fór og lá í gegnum Búdapest. Sagt er, og ađ líkindum er eitthvađ hćft í ţví, ađ Schubert hafi orđiđ ástganginn af  Karolínu, annari greifadótturinni sem hann kenndi á stađnum. Á leiđinni til baka förum viđ m.a. gegnum Pressburg sem áđur var en heitir nú Bratisvlava en ţar dó Karolína. Hún átti mörg nótnahandrit Schuberts.

Nćst síđasta áriđ sem Schubert lifđi dvaldist hann nokkra daga í Graz, sem nú er nćst stćrsta borg Austurríkis og hana munum viđ skođa. Á leiđinni ţangađ er ćtlunin ađ koma viđ í Eisenstadt en ţangađ kom Schubert nokkrum vikum áđur en hann dó og ţar starfađi tónskáldiđ Jósef Haydn lengst af ćvi sinnar, en hann er einn af stćrstu snillingum tónlistarsögunnar ţó hann sé oft í skugga Mozarts og Beethovens.

Allir bjuggu ţessir menn í Vínarborg og ţó ferđ okkar séu ađallega stíluđ upp á Schubert munum viđ auđvitađ hafa augum opin fyrir sögustöđum em tengjast öđrum stórséníum sem bjuggu í borginni međan hún var mesta tónlistarsetur heimsins.

Viđ förum líka til St. Pölten, ţar sem Schubert samdi óperu sína Alfonso og Estrellu sem er ađ verđa kunn á síđari árum, og ađ höllinni í Atzenbrugg ţar sem hópurinn sem var í kringum Schubert fór í nokkra daga frí í nokkur sumur. Ţar var fariđ í samkvćmisleiki og iđkuđ tónlist og á vellinum framan viđ höllina voru leiknir boltaleikir.

dumont_194Schubert fór tvisvar til Steyr sem talin er einhver fegursta borg Austurríkis og var ţar reyndar gerđur ađ heiđursfélaga Tónlistarfélagsins međan hann var enn á lífi. Viđ förum ţangađ og komum viđ í Kremsmünster og klaustrinu í St. Florian ţar sem Anton Bruckner gerđi garđinn frćgan. Besti vinur Schuberts var frá Linz og ţangađ kom Schubert einnig um sína daga og viđ fylgjum dyggilega í hans fótspor. Sömuleiđis förum viđ til Gmunden sem myndin hér er af. 

Sumariđ 1825, ţegar Schubert var 28 ára, fór hann í lengstu ferđina á ćvi sinni. Ţá kom hann ekki ađeins til Steyr og Linz  heldur einnig til Salzburg, fćđingarstađar Mozarts. Ţađ er samt einkennilegt ađ í bréfum ţar sem Schubert lýsir ferđinni til Salzburg nákvćmlega er hvergi minnst á Mozart en hins vegar mikiđ sagt frá ţví ţegar hann kom ađ gröf Michaels Haydns, bróđur Jósefs, sem grafinn er í borginni.

Lengst frá Vínarborg komst Schubert um sína daga til Gastein og var ţar nokkrar vikur. Náttúrufegurđin ţar hafđi djúp áhrif á hann og hann hóf ţá ađ semja sína síđustu og mestu sinfóníu, hina svonefndu „stóru" C-dúr sinfóníu til ađgreiningar frá annarri sinfóníu sem hann hafđi áđur samiđ í sömu tóntegund. Sú „stóra" er gegnnumsýrđ af náttúrudulúđ og náttúrutignun sem var reyndar algeng á rómantíska tímabilinu og er runnin frá heimspekingnum Schelling.

Viđ fljúgum svo frá Salzburg til Kaupmannahafnar og ţađan heim.

schubÉg veit ekki til ađ nokkurn tíma hafi veriđ farin ferđ ţar sem menn feta nákvćmlega í fótspor Schuberts um Austurríki og nágrannalöndin. Viđ ferđafélagarnir munum ađ sjálfsögđu taka myndir, bćđi ljósmyndir og videómyndir á góđar vélar.

Ţeir sem verđa í ferđinni auk mín eru Haukur Guđlaugsson organisti og fyrrverandi Söngmálastjóri Ţjóđkirkjunnar, Jón B. Guđlaugsson, sem kunnur er sem ţáttagerđarmađur í útvarpi  og ţýđandi og ţulur í sjónvarpsţáttum, nú síđast í ţáttunum um sólkerfiđ, Ólafur Thoroddsen tćknimađur og flugstjórarnir Leifur Árnason og Ólafur W. Finnsson.

Ég á ekki von á ţví blogga neitt frá og međ ţriđjudeginum og ţar til komiđ verđur heim eftir eina tíu daga.

Vegna fjölda fyrirspurna er rétt ađ upplýsa ađ Mali litli verđur í fóstri hjá systur minni međan ég er í ferđinnni. Hún á tvo harđsvírađa útiketti svo Mali hlýtur ađ mannast all mjög - kattast vildi ég sagt hafa - međan hann verđur hjá Helgu frćnku sinni.


Pavarotti

Ég heyrđi Pavarotti syngja í Laugardalshöllinni 20. júní 1980. Ég var ţá tónlistargagnrýnandi á blađi og skrifađi međal annars ţetta um tónleikana:

"Ţađ er margt sem hrífur í fari Pavarottis. Persóna hans geislar af lífi og fjöri. Framkoma hans er glađvćr, eđlileg međ afbrigđum og umfađmandi. Og söngur hans kemur eins og úr öđrum heimi. Röddin er mjög falleg og hann beitir henni meistaralega.

Og ţetta leiđir hugann ađ ţeim jarđvegi er elur af sér jafn háţróađa list. Pavarotti er persónugervingur mjög rćktađrar hefđar, bćđi í söng og sköpun tónlistar. Í honum kristallast  mörg hundruđ ára tóniđkun ţar sem fjöldi kynslóđa hefur lagt sitt af mörkum."

2007_09_06t112615_450x351_us_italy_pavarottiViđ ţetta má bćta ţví ađ mér finnst enginn taka Pavarotti fram í ţeim óperuhlutverkum sem hann helgađi sér međan hann var upp á sitt besta. Ţađ var svo mikil gleđi og hamingja í söng  hans. Hins vegar er Domingo fjölhćfari söngvari en Pavarotti en ţessir tveir eru mestu óperusöngvarar síđustu áratuga.

Ţessi hefđ sem ég vék ađ í ţessari gömlu tónlistargagnýni, sem skrifuđ var fyrsta sumariđ sem ég sinnti ţví starfi en ţađ urđu samtals eitthvađ um tuttugu ár, er kannski nú á enda runnin. Óperuheimurinn er ađ breytast. Markađsöflin eru ađ eyđileggja hann eins og allt annađ. Nú er meira lagt upp úr útliti og glamúr söngvara en list hans.

Eitt er víst.

Ţađ kemur enginn annar Pavarotti fremur ađ ţađ kom aldrei annar Caruso. Mestu listasmennirnir eru alltaf einstakir í orđsins fyllstu merkingu. Ţađ er ekki hćgt ađ búa ţá til međ markađsbrögđum. 

 


Var Schubert hommi?

Fyrir nokkrum árum fćrđi Raymond Solomon rök ađ ţví í frćgri grein ađ tónskáldiđ ástsćla Franz Schubert hafi veriđ hommi.  Solomon er virtur tónlistarfrćđingur en ţó mjög umdeildur. Hann hefur skrifađ merkilegar bćkur um Händel og Mozart og bók hans um Beethoven er af sumum talin besta bókin um hann.

schubert111Solomon telur ýmis atriđi í heimildum benda til ađ Schubert hafi ef til vill veriđ samkynhneigđur. Nefnir hann endurteknar lýsingar náinna vina hans og einnig manna er minna ţekktu hann á einhvers konar kynferđislegum ólifnađi, skort á heimildum um ástarsambönd af nokkru tagi, Schubert hafi alla tíđ veriđ  einhleypur, hann hafi eindregiđ hafnađ föđurhlutverkinu, átt tilfinningaţrungin vinasambönd viđ karlmenn, heimilishald hans hafi veriđ óvenjulegt, samskipti hinna ungu manna í vinahópi hans hafi veriđ undarlega tilfinningahlađin og loks séu víđa tvírćđar og torskildar athugasemdir í bréfum, minningum og dagbókum vinahóps Schuberts. Solomon viđurkennir ađ sum ţessara atriđa, einkanlega hinar tvírćđu athugasemdir, megi túlka á fleiri en einn veg og sumt í röksemdafćrslu sinni standast kannski ekki út af fyrir sig, en ţegar öll rök sín séu skođuđ í samhengi kalli ţau á heildarskýringu á ţeim atriđum er ţau vísi til.

Hér fyrir neđan verđur gerđ nánari grein fyrir kenningu Solomons.

Megin röksemafćrsla Solomons beinist reyndar ađ ţví ađ vekja athygli á nautnafýsn Schuberts og kynţorsta međ ţví ađ tíunda um hann ýmis dćmi. Anton Ottenwalt, vinur Schuberts, skrifađi til annars vinar ţeirra Jósefs Spauns 27. nóvember 1825 ađ Schubert vćri haldinn "brennheitri lostasemi". Jóhann Mayrhofer, fyrrum sambýlismađur Schuberts, tók í sama streng í minningargrein um hann og sagđi ađ Schubert hafi veriđ "sambland af viđkvćmni og hrjúfleika, nautnafíkn og hreinskilni, félagslyndi og ţunglyndi". Í bók sinni um Beethoven áriđ 1857 gat Alexander Oulibicheff ţess á einum stađ ađ Schubert hafi veriđ "á valdi passions mauvaises" (illra ástríđna). Sama ár skrifađi skáldiđ Eduard Bauernfeld, enn einn náinn vinur Schuberts,  í bréfi til Ferdninands Luibs, sem var ađ safana drögum ađ ćvisögu Schuberts: "Hann var skáld hiđ innra en ađ nokkru leyti nautnaseggur hiđ ytra". Á öđrum stađ gat Bauernfeld um hina "grófu og lostafullu" hliđ á skapgerđ Schuberts. En ţađ var Jósef Kenner sem kvađ fastast ađ orđi í bréfi til Luibs: "En ţó hann hafi veriđ líkamlega vel á sig kominn, varđ klofningurinn í sálarlífinu honum ađ fótakefli, eins og ég vil komast ađ orđi, ţar sem annar hlutinn stefndi til himins en hinn svamlađi í sora." Og í bréfi ţar sem hann skýrđi mál sitt frekar skrifađi Kenner: "Allir sem ţekktu Schubert vissu ađ hann hafđi tvćr ólíkar skapgerđarhliđar, hve nautnafýsnin dró sál hans af miklu afli niđur í sorann."   

Ţessi vitnisburđur manna sem ţekktu Schubert náiđ bendi til ţess ađ menn hafi ekki áttađ sig fyllilega á kynlífi hans. Sumir ćvisöguritarar hafa ađ vísu gert ráđ fyrir ţví ađ hann hafi lagt lag sitt viđ vćndiskonur međ hryggilegum afleiđingum. En fáum mönnum af kynslóđ Schuberts í Vín hafi fundist slíkt verulega ámćlisvert enda ţreifst vćndi vel í borginni, kynsjúkdómar voru algengir og sjálfur sýktist Schubert af sárasótt. Franz Schober sagđi beinlínis ađ ţađ hefđi stafađ af "hóflausu kynferđislífi og afleiđingum ţess", sem er býsna afdráttarlaus lýsing. Wilhelm von Chezy tók í svipađan streng en ţó af meiri varkárni: "Nautnafíkn Schuberts leiddi hann á ţá villustigu ţađan sem yfirleitt er ekki aftur snúiđ, ađ minnsta kosti ekki heill heilsu." Í ljósi ríkjandi umbyrđarlyndis í Vín um kynlíf utan hjónabands sé ástćđa til ađ íhuga ţann möguleika ađ vinir Schuberts hafi ekki ađeins veriđ ađ gefa kynferđislegt lauslćti hans í skyn heldur ekki síđur ađ ţađ hafi veriđ af óvenjulegu tagi.  

Hvađ varđar frásagnir tveggja vina Schuberts, Antons Holzapfels og Anselms Hüttenbrenners, ţrjátíu árum eftir dauđa Schuberts, um ástarhug hans til Theresu Grob á árunum 1814 til 1816, veltur Solomon vöngum yfir ţví hvort hann hafi veriđ raunverulegur eđa einungis látalćti til ađ blekkja fjölskylduna. Neikvćđ endalok ţessara kynna á milli ţeirra hafi hins vegar afdráttarlaust veriđ sögđ fyrir í dagbók Schuberts 8. september 1816. Fyrst leiki hann sér ţar ađ áhyggjulausum orđskviđum en bćti svo viđ: "Hjónabandiđ er hrćđileg tilhugsun nú á dögum fyrir frían og frjálsan mann [ţađ er einhleypan mann, eins og Solomon vill skilja ţessi orđ]. Hann skiptir  á ţví [frelsi] fyrir annađ hvort depurđ eđa  grófa lostasemi." Í söngvabókininni sem Schubert gaf Theresu  séu engin lög yngri en frá haustinu 1814 sem komi vel heim og saman viđ neikvćtt vđhorf Schuberts til hjónabands sem lýst er í dagbókinni og viđ tímann ţegar hann dró sig í hlé gagnvart Theresu en ţađ var einmitt haustiđ 1816. Hann hafi ekki kćrt sig um hana sem eiginkonu enda hafi ađeins veriđ um vináttu ađ rćđa á milli ţeirra.  Ţegar Theresa rćddi viđ Kreißle, fyrsta ćvisöguritara Schuberts, gaf hún á engan hátt í skyn ađ nokkurt sérstakt samband hafi veriđ á milli hennar og Schuberts. 

Engar heimildir eru fyrir ţví, segir Solomon, ađ Schubert hafi nokkru sinni hugsađ um hjónaband eftir ţetta. Ađeins ein kona önnur er nefnd sem hann á ađ sumra sögn ađ hafa veriđ ástfanginn af, Karólína greifadóttir frá Zeléz. Erfitt sé ţó ađ leggja trúnađ á söguna sem sé óstađfest af samtíma heimildum en kom fyrst fram löngu eftir lát Schuberts . Og hún komi ekki heim og saman viđ orđ Schuberts í bréfi frá Zeléz 1824  einmitt ţegar hann á ađ hafa veriđ ástfanginn af Karolínu, ţegar  hann kvartar yfir ţví ađ vera inni í miđju Ungverjalandi - "án ţess ađ geta talađ viti boriđ orđ viđ nokkra sál." Ađrir vitnisburđir um einhvers konar erótísk samskipti Schuberts viđ konur séu afskaplega fátíđir og sagđir líkt og í vörn, sennilega vegna ţess ađ sumum samtíđarmönnum hans hafi veriđ umhugađ ađ hreinsa hann af ásökunum um ósiđlegt líferni. Ţannig andmćlti Jósef Spaun, elsti og besti vinur Schuberts, harđlega ţví sem honum fannst vera óeđlilegur áhugi Kreißle á ástalífi Schuberts, einkanlega ţví ađ hann hafi veriđ Karólínu ótrúr eins og Kreißle lét ađ liggja og jafnvel "á laun haft áhuga á einhverri annarri" eins og Bauernfeld gerir skóna í vísunni: "Schubert var ástanginn af nemanda sínum, einni af ţessum ungu greifynjum, en til ţess ađ gleyma henni gaf hann sig á vald annarri, sem var henni gerólík". En Bauernfeld lét lesandanum eftir ađ geta sér til um hver ţessi hin hafi veriđ. Ađrir fóru vćgar í sakirnar um afskiptaleysi Schuberts af konum, ef til vill til ţess ađ flćkja máliđ. Anton Stadler, einn af skólafélögum Schuberts, sagđi ađ hann "hafi alltaf veriđ mjög dulur í ţessum efnum,"en Bauernfeld skrifađi ađ ţó hann "hafi veriđ mjög jarđbundinn í sumum greinum var Schubert ekki laus viđ ástarhrifningu." Leopold Sonnleithner, einn af kunningjum Schuberts og máttarstólpi tónlistarlífsins í Vínarborg,  viđurkenndi ađ hann vissi lítiđ um samskipti Schuberts viđ konur en segir ţó ađ "hann hafi ekki veriđ alveg ósnortinn af ţeim", en bćtir ţví viđ ađ "ţessi eiginleiki hafi ekki veriđ nćrri ţví eins áberandi í honum og venjulega sé raunin í mönnum međ frjótt hugmyndaflug". Ástarjátningu Schuberts á Theresu Grob fyrir Anselm Hüttenbrenner, sem Anselm er einn til frásagnar um ţrjátíu árum eftir dauđa Schuberts, og skýringar Schuberts á ţví ađ hann hafi ekki getađ kvćnst henni vegna fátćktar segir Solomon ađ verđi ađ líta á sem undanbrögđ og hálfgert grín. Af öllu ţessu telur Solomon ađ lítiđ sem ekkert sé ađ byggja á frásögnum vina Schuberts um meinta ást hans á nafngreindum konum.

schwindGreinilegar vísbendingar um samkynhneigđar eđa tvíkynhneigđar kenndir komi aftur á móti fram í vinahópi Schuberts, Schobers og myndlistarmannsins Moritz Schwind.  Vitnar Solomon í nokkur bréf  ţeirra á milli og segir ađ í ţeim mori af hreinskilnum ástarjátningum sem ekki sé eingöngu hćgt ađ skýra međ hinum tilfiningasama og ofhlađna stíl sem á ţessum tíma einkenndi skrif karlmanna sín á milli um vináttu. Schwind skrifađi Schober 12. desember 1823: "Ég elska međ hinni dýpstu ást í heiminum, ég lifi í ţér. Ég veit ađ ţú gleđst í mér og ef ég fengi ekki lengur ađ ţekkja ţig, ţá yrđi miklu betra ađ deyja." Og enn fremur: "Elsku Schober! Elskađi ađ eilífu! Líkt og hljóđ berst um loftiđ svo mun nćrvera ţín umvefja mig og hlýja mér." Og 6. apríl 1824 skrifar Schwind dćmigert bréf til Schobers: "Ég sé ţig fyrir mér í ást hjarta ţíns sem engil er tengir okkur saman og ég gleđst yfir ţví ađ ţú talir til mín, til mín sem hvíli kyrr í örmum ţér í fulkominni ást ... . Ég vil dansa nakinn fyrir allra augum en í hinum ćđsta skilningi. ... Ó, ef ég gćti enn einu sinni veriđ međ ţér, ţá myndi ég vita allt og geta allt." Ýmis bréf milli Schuberts og Schobers sýni einnig afar náin kynni, ađ dómi Solomons. Í öllum ţessum lýsingum telur Solomon ađ komi greinilega fram erótískar kenndir. Myndin er af Schwind.  

Schubert deildi herbergi međ Mayrhofer, sem margir telja ađ hafi veriđ samkynhenigđur, frá ţví október 1818 og fram í janúar 1821. Ţegar Schubert yfirgaf Mayrhofer bjó hann einn í fyrsta sinn. Mayrhofer orti um ađskilnađ ţeirra ljóđiđ "Til Franz" sem mjög líklega er ástarjátning til Schuberts, ađ hyggju Solomons, ţó sumir telji ađ átt sé viđ Franz von Schober.     

Sagnfrćđirannsóknir hafa sýnt, segir Solomon, ađ menningarkimar samkynhneigđra karla hafi ţrifist nćr samfellt í helstu borgum Evrópu allt frá endurreisnartímanum. Hommarnir leituđu sálufélaga og sćmilegs öryggis í fjölmenni stórborganna. Og var ekki vanţörf á. Ţótt refsingar viđ kynferđislegum frávikum á dögum Schuberts hafi mildast vegna áhrifa frá upplýsingunni og Napóleonstímunum hafi lagaleg og félagsleg fordćming vofađ yfir samkynhneigđum ef upp um ţá komst ţó ritađar skýrslur séu yfirleitt fáorđar um ţetta. Sagnfrćđingum hafi samt tekist ađ gera grein fyrir sumum ţessara menningarkima og hafi ţeir oft veriđ sláandi líkir sín á milli. Ţeir tóku á sig blć eins konar leynireglu međ sérstöku málfari og dulnefnum félaganna. Vegna ţess hve leynt ţessi samfélög fóru hafi dulmál ţeirra ekki komist inn í slangorđabćkur og sé ţví erfitt ađ ráđa í ţađ. Ţađ sé ţó ómaksins vert ađ leita ađ dulmálsbendingum í bréfaskiftum Schuberts og vina hans og endurminningum ţeirra.

Solomon telur ađ "sambiđillinn", sem Schubert nefnir í bréfi til Schobers 8. september 1818, međan hann dvaldist í Zeléz og talar um einhvers konar kynni viđ stofustúlku, hafi ekki veriđ um hylli stofustúlkunnar, eins og almennt hefur veriđ skiliđ, heldur félaga greifans. (Schubert var ţá kennari á greifasetri í Zeléz sem ţá var í Ungverjaland). "Bústjórinn er blátt áfram og ágćtur mađur. Hann er lagsbróđir greifans, roskinn mađur og gamansamur og góđur múskikant og heldur mér oft félagsskap. ... stofustúlkan mjög lagleg og er oft í slagtogi međ mér ... brytinn er sambiđill minn", skrifar Schubert  

volgscubÍ sama bréfi kemst hann svo ađ orđi um vin sinn Vogl, söngvara sem einna helst stóđ fyrir ţví ađ kynna lög hans fyrir almenningi, "ađ gríski fuglinn flögri um í Efra-Austurríki." Ţó Schubertfrćđimađurinn Otto Erich Deutsch túlki orđalagiđ svo ađ átt sé viđ klassíska menntun Vogls og hann hafi veriđ kunnur fyrir túlkun sína á grískum gođsagnahetjum í óperum, komi hin samkynhneigđa merking orđalagsins "gríski fuglinn" alveg upp á yfirborđiđ, segir Solomon. Slík orđanotkun hafi ţekkst síđan á átjándu öld. (Samkynhneigđar ástir voru viđurkenndar og afar algengar í Grikklandi á 6. öld fyrir Krist. Oft var um ađ rćđa kvćnta menn er nutu einnig kynlífs međ konum en heitustu tilfinningarnar geymdu ţeir ungum sveinum). Ósjaldan sé í heimildum minnst á dándismennsku Vogls og óvenjulegt kynferđislíf gefiđ í skyn.

Skopmyndin er af Schubert og Vogl.  

Sundum geta Schubertheimildir um ókunna menn međal vina Schuberts sem oft eru ónafngreindir en sumir nefndir. Solomon getur um stúdentinn Kahl sem Schubert bađ Mayrhofer um ađ ljá rúmiđ sitt í bréfi 19. ágúst 1819. Nefnir Solomon fleiri dćmi og telur ađ ţarna sé ýjađ ađ rekkjunautum. Bréf frá Schwind til Schuberts 14. ágúst 1825 gefi hins vegar vísbendingar af öđru tagi. Schwind segir ađ vinur ţeirra, Rieder málari, hafi fengiđ kennslustöđu, "en fyrir vikiđ sé hann grunađur um ađ ćtla ađ ganga í hjónaband." Og Schwind stingur upp á ţví viđ Schubert ađ gera slíkt hiđ sama og tryggja sér stöđu hirđorganista. "Ef ţú sćkir af alvöru um stöđu hriđorganista gćti heppnin alveg eins orđiđ  međ ţér. Ţú ţarft ekkert ađ gera nema lifa venjubundu lífi, en ađ öđrum kosti, í ljósi algjörrar örbirgđar vina ţinna, verđur ţú ađ svala líkamlegum og andlegum ţörfum ţínum- eđa réttara sagt fíkn ţinni í fasana og púns, í einsemd sem mun ekkert gefa eftir lífi á eyđieyju í stíl Robinson Krúsó." Hagkvćmnishjónabönd homma á ţessum tíma til ađ dylja raunverulega kynhneigđ sína hafi veriđ algeng og skilur Solomon ţessa ábendingu Schwindz í ţví ljósi.

Í beinu framhaldi kvartar Schwind um ţađ ađ fátt sé til skemmtunar um ţessar mundir í Vín: "Um leikhúsiđ sýnist nú ekki meira um ađ tala, í ţađ minnsta um óperur, og ţar eđ enginn hornablástur [Harmonie] er á Wasserburger yfir vetrarmánuđina, verđum viđ ađ blístra viđ okkur sjálfa." Deutsch vissi ađ engin hornamúsik var á Wasserburgerkaffihúsinu  og getur ţess ađ orđiđ "Harmonie" og athugasemd Schwind sem á eftir ţví kemur kunni ađ hafa tvírćđa merkingu, en nefni ekki ţađ sem virđist ţó liggja í augum uppi. Orđalagiđ um hornablástur hafi lengi veriđ notađ um kynlíf. Ţađ sé sem sagt ekkert um slíkan samdrátt lengur ađ rćđa á kaffihúsinu, meinar Solomon.  

Solomon eyđir löngu máli í ţađ ađ rökstyđja ađ einkennilegt orđalag í dagbók Schobers lúti ađ samkynhneigđ Schuberts. Í ágúst 1826 skrifađi Bauernfeld í dagbókina:"Schubert er slappur (hann ţarfnast "ungra páfugla" eins og Benevenuto Cellini)." [Schubert halbkrank (er bedarf "junger Pfauen" wie Benv. Cellini)]. Segir Solomon ađ orđalag sem ţađ ađ vera á "fasanaveiđum" hafi veriđ alţekkt rósamál um kynlíf. Hér sé vikiđ ađ einhverjum frćgasta listamanni međal samkynhneigđra en Cellini hafi formlega veriđ ákćrđur og tvisvar dćmdur fyrir "kynvillu" og oftar sakađur um hana. Í minningum sínum víki hann ađ hrifningu sinni á ungum piltum, fyrst jafnöldrum, en síđar lćrisveinum sínum á unglingsaldri, svo sem Paulino en til hans bar Cellini "sterkustu hrifningu ... sem bćrst getur í mannlegu brjósti." Cellini bjó yfir orđsnilld og var meistari tvírćđra lýsinga. Ţađ verđi menn ađ hafa í huga ţegar lesnar séu lýsingar hans á veiđiferđum. Nefnir Solomon um ţetta nokkur dćmi úr ćvisögu Cellinis. Ţeirra á međal er frásögn í 24. kafla ţar sem Cellini segir "sanna sögu" af "dúfu" sem veitt var eftirför en aldrei veidd af keppinaut Cellinis, gullsmiđnum Giovanni Fransisco della Tacca frá Mílanó. "Veslings fuglinn er svo hrćddur og var um sig, ađ hann ţorir varla ađ sýna á sér höfuđiđ." Cellini hlóđ veiđibyssu sína og veđjađi viđ menn í verslun hans ađ hann "gćti hćft ţetta litla höfuđkríli er gćgđist út úr ţessari holu". Og ţađ tókst honum. Líkt og til ađ eyđa öllum vafa um hverrar náttúru ţessar dúfur og páfuglar voru segir Cellini frá ţví er hann fćrđi sextán ára svein, Diego ađ nafni, í kvenmannsföt og skreytti hann međ gimsteinum og kynnti hann síđan sem ástmey sína í samkvćmi međ Giulio Romano, Giovanni Francesco og myndhöggvaranum Michelagnoli frá Siena. Ţeir urđu allir gagnteknir af fegurđ sveinsins. Giulio Romano varđ ađ orđi ađ ađrar konur í veislunni vćru ađeins eins og krákur "samanbornar viđ einhvern fegursta páfugl sem nokkru sinni hafi sést."

250px-CelliniBustŢannig telur Solomon ađ minningar Cellinis séu lykillinn ađ merkingu orđsins "páfugl" í dulmáli samkynhneigđra. Orđiđ standi fyrir fagra sveina í skrautlegum klćđum eđa í kvennaklćđum. Og veiđar á páfuglum eđa öđrum villifuglum í "órćkt" eđa "mýrlendi", sé dulyrđing Cellinis fyrir leit hans ađ ungum mönnum til ađ sofa hjá. Solomon minnir á ţađ ađ á einum stađ í skrifum Macchiavellis sé tekinn af allur vafi um ţađ ađ jafnađarmerki sé á milli "veiđa" og leitar samkynhneigđra karla ađ rekkjunautum og einnig sé jafnađarmerki á milli "fuglaveiđa" og ungra bólfélaga. Ţađ blasir ţví viđ, segir Solomon, ađ hinir ungu menn í hópi Schuberts hafi elskađ hverja ađra. Solomon ýjar ađ ţví ađ ef til vill hafi samband Schuberts og Mayrhofers og Schuberts og Vogl veriđ samband eldri manns og yngri elskhuga upp á "grískan máta". Fíkn Schuberts í unga pilta, er hafi ţá síđar komiđ til, hafi kannski einmitt valdiđ hinni miklu fordćmingu á honum međal ţeirra sem fannst hann svamla í soranum, jafn sterk hneykslun hefđi ekki einu sinni komiđ upp ef um venjulega samkynhneigđ hefđi veriđ ađ rćđa á öld ţegar dándismennska og svonefnt stađfast piparsveinslíf var mjög algengt. Ţađ sem valdiđ hafi ţessari miklu hneykslan hafi einmitt veriđ fíkn Schuberts í unga pilta.

Ekki munu allir fallast á ţessi rök, segir Solomon. Margir munu halda áfram ađ trúa sögunum um Theresu og Karólínu. Ađrir munu telja ađ hneykslunin hafi beinst ađ samskiptum Schuberts viđ vćndiskonur.

Solomon telur ađ Schubert og vinir hans hafi lifađ leynilífi sem var ţrungiđ ótta viđ eftirlit, handtökur og ofsóknir, stimplun og útlegđ. Sá ótti hafi ekki veriđ nein ímyndun ţví einrćđisstjórn Metternichs greindi ekki milli pólitískra glćpa og siđferđisglćpa: trúvillu, pólitísks andófs og "kynferđisvillu". Viđ getum nú betur skiliđ, ef gert er ráđ fyrir samkynhneigđs Schuberts, segir Solomon, hvers vegna Schubert hélt sig ađeins í sínum hópi, hvers vegna hann kynntist ekki Beethoven og hvers vegna Karl frćndi Beethovens skrifađi eitt sinn í samtalsbók frćnda síns ađ Schubert sé í felum. En ţetta áhćttusama leynilíf međal samkynheigđra átti einnig sínar bjartari hliđar. Međ ţví öđlađist Schubert í ţađ minnsta tímabundiđ frelsi frá fjötrum fjölskyldu og borgaralegra siđvenja, spennutreyju gagnkynhneigđar, kröfunni um ađ stofna fjölskyldu, gegna föstu starfi og lifa venjubundnu lífi;- í stuttu máli frelsi til ađ hafna hefđbundnum lífsvenjum međ ţví ađ sćkjast eftir fegurđ og nautnum. Međ ţví ađ lifa á jađri ţjóđfélagsins tókst Schubert ađ lifa bćrilegu lífi sem ţó var ekki fullnćgjandi er til lengdar lét. Nú sé hćgt ađ skilja ýmis ummćli Schuberts, til dćmis í dagbókinni 1816: "Tökum fólk eins og ţađ er en ekki eins og ţađ ćtti ađ vera", og tilvitnunina í nóvember 1822 í ljóđiđ Beherzigung eftir Goethe, er vitnar um ţađ ađ mađur megi vera mađur sjálfur og ýmislegt fleira týnir Solomon til. Og hann segir viđ séum nú betur í stakk búin til ađ skilja sveiflur Schuberts milli gleđi og sorgar og dálćti hans á ţjáningunni.

Mađurinn Schubert hefur of lengi veriđ sveipađur ţoku og mistri, segir Solomon. Vera má ađ aldrei verđi hćgt ađ skilja skapgerđ Schuberts af tónlist hans. En ţađ liggur í augum uppi ađ nautnalíf var hluti af eđli hans og ef til vill var ţađ hliđstađa viđ hina sívirku og óviđráđanlegu sköpunargáfu. Hafi óhóf veriđ sterkasti ţátturinn í skapgerđ Schuberts var ţađ ekki ađeins óhóf í mat og drykk, sókn eftir nautnum og sćllífi, heldur einnig í fegurđ og tónlist. Sé ţetta rétt, gćti ţađ vel veriđ skýrasta dćmiđ um frjálsan vilja Schuberts - ákvörđun hans um ađ lifa og deyja eftir sínu eigin höfđi; óheftur, stoltur og skapandi. Ţá sé jafnvel mögulegt ađ í óhefđbundnu kynlífi hans og andófi gegn hvers kyns ţvingun getum viđ greint hetjulega drćtti í skapgerđ Schuberts.

Ţetta var ófullkomin og stytt endursögn á grein Solomons. - Franz Schubert and the Peacocks of Benevenuto Cellini", 19. century music, 12, 3,1989, bls.193-206.

Kenningar Solomons hafa fengiđ talsverđan stuđning, einkum í Bandaríkjunum, en líka mćtt öflugri mótstöđu eins og vćnta má um jafn "viđkvćmt" efni. Rita Steblin hefur veriđ fremst í flokki andmćlenda. Hún sakar Solomon um  ađ hafa ekki skýrgreint hvernig samkynhneigđ ćtti ađ hafa birst á dögum Schuberts, en gera ţví skóna ađ ýmislegt sem á okkar dögum er taliđ geta bent til hennar, svo sem ţađ ađ kvćnast ekki eđa deila húsnćđi međ öđrum, séu merki um hiđ sama í ţví umhverfi sem Schubert bjó viđ. Ţá ásakar hún Solomon um ţađ ađ hagrćđa heimildum á ýmsa lund til ađ renna stođum undir kenningar sínar, en fyrst og fremst um ţađ ađ mistúlka atburđi, orđ og ađstćđur snemma á nítjándu öld međ skilningi og dómum nútímamanna. Hún hefur andmćlt rökum Solomons nánast liđ fyrir liđ en hann skotiđ fast til baka.

 


Guđ er minn hirđir!

Í nótt gerđust óvćnt tíđindi í mínu annars tíđindasnauđa lífi. Ég var ađ skođa margt og margt á netinu í hálfgerđu iđjuleysiskasti. Ég flakka sjaldan um netiđ en geng yfirleitt beint ađ ţví efni sem ég vil nálgast. En nú kom ég allt í einu á síđu sem ég vissi ekki ađ til vćri. Hún birtir tónlist hundruđa tónskálda á nótum. Af einhverri rćlni fletti ég fyrst upp á tékkneska snillingnum Anton Dvorák. Hann var betri en ţessi Muggison (ađ ég tali nú ekki um ţessi Enimen andskoti, jćja, best er víst, ađ stilla fordómum sínum og dómhörku í hóf!) og gerđi einhverja frćgustu sinfóníu sem nokkru sinni hefur veriđ samin, ţessa sem kölluđ er "frá nýja heiminum" af ţví ađ hún var samin í New York og vitnar í negrasálma.

Ţarna rakst ég á Biblíusöngva op. 99 eftir Dvorák og fór ađ fletta ţeim. Eitt lagiđ var viđ 23. sálm Davíđs: Guđ er minn hirđir, mig mun ekkert bresta, og allt ţađ. Og skemmst er frá ţví ađ segja ađ ţetta finnst mér eitthvert fallegasta lag sem ég hef vitađ og ţekki ég ţó mörg lög en vissi ekki af ţessu  lagi. Ég var ađ kynnast ţví í fyrsta sinn.   

Ţađ sem gerir lagiđ svo fallegt er einfaldeiki ţess, mýkt og mildi, traust og góđvild sem stafar frá ţví í hverri nótu.  

Ég er veikur fyrir svona. Ég er veikur fyrir ţví ţegar trú manna gerir ţá vitra, góđa og ljúfmannlega. Ţannig gerđi trúin Dalai Lama en mynd um hann var sýnd um daginn í sjónvarpinu. Og ţannig hefur trúin, hvort sem hún er kristin, gyđingleg, múslimsk eđa búddísk,  gert marga menn ef ţeir láta ekki bölvađan bókstafinn blinda sig.  


Lítiđ er of stutt

SchuhmannJćja, ţá er kominn tími til ađ hćtta ţessu andskotans gagnrýnis tuđi. Nú er einmitt lag ađ vera bara í rokna stuđi. Lífiđ er oft stutt til ađ eyđa ţví í nöldur og nagg. 

Ég er ađ hlusta á tónlist eftir Schumann. Hann var svo rómantiskt snaróđur ađ margar spennitreyjur gátu ekki hamiđ hann. Hann var súperman. Hann var líka flottasti rómatíkerinn í tónlistinni. Hárómantíkin í músik á alveg sérstaklega vel viđ okkur. Viđ erum öll svo skemmtilega vćmin og rómantísk inn viđ beiniđ. Og ástin hjá Schumann er eins og hún á ađ vera. Gersneydd öllum raunveruleika.  Hún er bara Ástin međ stórum staf eins og hún virđist eiga sameignlegt skjól í draumórum allra manna. Alltaf skal fylgja henni silfurbjart mánaskin og allt hvađ ţetta hefur.

Og af ţessu tilefni ćtla ég ađ birta hér aftur uppáhalds myndina mína af ástinni. Einmitt svona er ástin hjá honum Schumann.  

Ţađ held ég nú. Ţađ er nú líkast til. En nú nenni ég ekki ađ blogga meira en ćtla bara ađ halda áfram ađ njóta lífsins.

Ef ég dett ţá ekki heiladauđur niđur í miđjum klíđum.   

2


Kaninn kvaddur

Jćja. Nú er Kaninn farinn af vellinum. Og mikiđ sakna ég hans. Ţađ er ekki ţar međ sagt ađ ég sé ekki feginn ađ losna viđ hann en mađur getur nú saknađ ţeirra sem óhjákvćmileg örlög skilja frá manni. 

Ţegar ég var lítill, og ég var alveg hlćgilega lítill ţegar ég var lítill og alls ólikur ţví stórmenni sem ég er nú, voru ţađ mínar mestu sćlustundir ađ lćđast niđur í kjallarakompu sem tilheyrđi íbúđ foreldra minna. Ţar var útvarpstćki og utan á ţví var ein skrýtin klukka sem gat vakiđ mann upp af vćrum blundi ef mađur stillti hana til ţess. Ţetta fannst öllum alveg klukkađ. Svona skondin tćki voru í tísku á 6. áratugnum, the fifties, svo allir skilji nú örugglega hvađ ég er ađ skrifa um svona létt og leikandi. Ég setti á kanann og fékk öll nýjustu rokklögin beint í benjar og ţau hrísluđust út um allan líkamann og alla sálina sem ţá var víst hrifnćm barnssál eđa eitthvađ ţađan af miklu verra. Ţegar ég heyrđi Elvis fyrst syngja Heartbreak Hotel í mars 1956 urđu tímamót í barnsálinni.

Síđan hefur hjarta mitt veriđ mölbrotiđ ţví ţennan dag skildi ég fyrst sorg heimsins. En líka gleđi lífsins.

Elvis var auđvitađ lang stćrsta gleđin. Og hann er enn mesta gleđin í lífi mínu fyrir utan ţórđargleđi einstaka sinnum. Chuck Berry var líka ćđislegur međ Rock and Roll Music, en út á ţađ gekk einmitt lífiđ fyrir utan fótbolta og ţrístökk, tilgangslausasta hopp í heimi, sem Silfurmađurinn kom stökkvandi međ inn í hugarheim ungra drengja á ţessum köldustu kaldastríđsárum. En ţađ var aldrei kalt í kompunni minni í kjallarnum heldur Great Balls of Fire. Ţetta lag, međ Jerry Lee Lewis súperrokkara, hélt ég alltaf í barnslegu sakleysi mínu ađ Jerry Lewis skrípaleikari vćri ađ syngja en hann var ţá eftirlćti allra í ţrjúbíói. Jim Carrey er dyggur lćrisveinn hans.

Nú hefur rokkiđ sigrađ hana veröld og er hluti heimsmenningarnnar. Í Ríkisútvarpinu heyrđist á fifties bara harmoníkkuvćl og sinfóníugaul. Ţar ţekktu menn ekki sinn menningarlega vitjunartíma. En Kanaútvarpiđ gerđi ţađ.

Eftir ađ ég uppgövtađi hvađ sinfóníugauliđ er mikil gargandi snilld, nokkrum árum eftir heartbreakiđ, fattađi ég ađ ţađ voru frábćrir ţćttir í kananum međ ţessari hreint geggjuđu músik. Á sunnudögum voru tónleikar New York Fílharmóníunnar fluttir í heild af fílefldum hljóđfćraleikurum sem gátu auđveldlega valdiđ margra tonna ţungum Mahlersinfóníum, en ţađ gátu amlóđarnir í íslensku Sinfóníunni alls ekki.

Ţegar kanaútvarpiđ var upp á sitt besta, á fifties og snemma á sixties, var ţađ menningarlegasta og besta útvarpsstöđ í landinu.

Engin spurning.  Og takk fyrir ţađ.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband