Lítið er of stutt

SchuhmannJæja, þá er kominn tími til að hætta þessu andskotans gagnrýnis tuði. Nú er einmitt lag að vera bara í rokna stuði. Lífið er oft stutt til að eyða því í nöldur og nagg. 

Ég er að hlusta á tónlist eftir Schumann. Hann var svo rómantiskt snaróður að margar spennitreyjur gátu ekki hamið hann. Hann var súperman. Hann var líka flottasti rómatíkerinn í tónlistinni. Hárómantíkin í músik á alveg sérstaklega vel við okkur. Við erum öll svo skemmtilega væmin og rómantísk inn við beinið. Og ástin hjá Schumann er eins og hún á að vera. Gersneydd öllum raunveruleika.  Hún er bara Ástin með stórum staf eins og hún virðist eiga sameignlegt skjól í draumórum allra manna. Alltaf skal fylgja henni silfurbjart mánaskin og allt hvað þetta hefur.

Og af þessu tilefni ætla ég að birta hér aftur uppáhalds myndina mína af ástinni. Einmitt svona er ástin hjá honum Schumann.  

Það held ég nú. Það er nú líkast til. En nú nenni ég ekki að blogga meira en ætla bara að halda áfram að njóta lífsins.

Ef ég dett þá ekki heiladauður niður í miðjum klíðum.   

2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Krúttleg mynd. Hver segir svo að kisur geti ekki elskað.

Svava frá Strandbergi , 28.5.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: halkatla

þetta er góður pistill og guðdómlega fögur mynd  

halkatla, 29.5.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband