Fastar síður

Sólarminnstu júlímánuðir

Minnst sólskin í júlí í Reykjavík var árið 1913 en þá voru sólskinsstundirnar 65,5 en meðaltalið 1961-1990 er 171 klukkustund. Mjög úrkomusamt var sunnanlands en ágæt tíð fyrir norðan. Þar var líka með hlýrra móti en um meðallag vestanlands en vel undir...

Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík

Í nótt mældist frost í Reykjavík í fyrsta sinn síðan 7. janúar. Þíðukaflinn var því 21 dagur og er sá lengsti sem komið hefur í janúar frá því Veðurstofan var stofnuð 1920. Vetur á Íslandi er talinn vera mánuðina desember til mars. Fyrir kemur að langir...

Jóla og áramótaveðrið frá 1880

Yfirleitt er veðrið skaplegt um jólin. Þau eru ýmist mild eða frostasöm en næstum því aldrei er sama veðurlag alla þrjá jóladagana. Lítið er um fræg jólaóveður. Samt var mikið vestanveður á aðfangadagskvöld 1957 og varð þá minnisstæður stórbruni í...

Sólrík sumur og sólarsnauð

Það er merkilegt að þrjú sólríkustu sumur í Reykjavík komu hvert á eftir öðru á árunum 1927-1929 og voru hvert öðru sólríkari. Þannig er sumarið 1929 sólríkasta sumar sem enn hefur mælst í Reykjavík. Sólarstundirnar voru 894 eða hvorki meira né minna en...

Sólskin á Íslandi

Sólskinsmælingar hófust á Íslandi á Vífilsstöðum síðast í janúar 1911. Veðurstofan tók til starfa 1920 og tók upp sólskinsmælingar árið 1923. Eyður eru í sólskinsmælingunum árin 1920-1922 en frá 1923 eru þær alveg samfelldar. Eyður eru líka á árunum...

Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík

Tölum áfram um veðrið! Í tilefni af nokkuð veðragóðri verslunarmannahelgi má hér á fylgiskjali sjá hámarkshita á landinu alla daga verslunarmannahelgarinnar frá 1949 og auk þess hita, úrkomu og sól í Reykjavík sem gefa vísbendingu um veðurlag um þessa...

Slær júlí hitamet í Reykjavík

Meðalhitinn í Reykjavík það sem af er júlí er 13,4 stig sem er 3,2 stig yfir meðallagi. Ef mánuðurinn héldi þessari tölu til mánaðarloka myndi hann verða hlýjasti júlí sem mælst hefur. Sá hlýjasti hingað til var júlí 1991 upp á 13,0 stig en 14,0 fyrstu...

Óvenju hlý júlíbyrjun

Fyrstu dagarnir í þessum júlí munu vera einhverjir þeir hlýjustu sem komið hafa á þeim dögum á landinu í heild síðustu 60 árin að minnsta kosti. Hitinn er mjög jafn yfir allt land og hitinn á næturnar veldur miklu um háan meðalhita. Það er eiginlega...

Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar

Janúar 1918 er langkaldasti janúar síðan hitamælingar hófust hér á landi. Um þennan mánuð er fjallað á öðrum stað hér á bloggsíðunni. En hér verður drepið á þá janúarmánuði sem næstir eru í röðinni hvað lágan meðalhita varðar. Næst kaldasti janúar...

Hret og snjóar í ágúst

Ágúst 1943 var í heild afar kaldur, sá 9. kaldasti á landinu eftir 1870. Eftir nær látlausa norðanátt gerði hægviðri síðustu daga mánaðarins með miklum kuldum. Frostið fór í -5,5 stig þ. 28. á Grímsstöðum á Fjöllum og þ. 31. á Núpsdalstungu í Miðfirði....

Kuldar og snjóar í september

Mesta frost sem mælst hefur á Íslandi í september eru hrollvekjandi -19,6 stig sem komu á Möðrudal á Fjöllum þ. 27. 1954. Gríðarlegt kuldakast gekk þá yfir landið með einhverju kaldasta lofti í háloftunum sem vitað er um í september. Kuldamet mánaðarins...

Mesti hiti í septembermánuði

Meðaltal mesta hita á Íslandi í september frá 1949 er nákvæmlega tuttugu stig. Mesti hiti sem mælst hefur í mánuðinum er 26,0 stig á Dalatanga, austast á landinu, þ. 12. árið 1949. Þá var víða 22-23 stigi hiti á norðausturlandi. Á hádegi var hitinn 19,0...

Hlýjustu og köldustu septembermánuðir á Íslandi

Sá septembermánuður sem mestur ljómi stendur af hvað hita og góðviðri varðar er september 1939. Hann er að vísu aðeins næst hlýjasti septembermánuðurinn, ef miðað er við þær 9 stöðvar sem lengst hafa athugað en þar á móti kemur að hann var einstaklega...

Kuldar og snjóahret í júlí

Meðaltal lægsta hita yfir allt landið í júlímánuði frá 1880 er -1,0 stig (líka frá 1965 eftir að búið var að nútímavæða öll hitamælaskýli). Af þessum 129 mánuðum hefur ekki verið getið um frost í 46 þeirra. Lengst af hefur verið mælt á kuldavænum stöðum,...

Köldustu ágústmánuðir á Íslandi

Sumarið 1882 voru allir mánuðirnir frá júní til ágúst þeir köldustu sem mælst hafa fyrir norðan og austan, en ágúst þetta sumar nýtur þess vafasama heiðurs að vera einnig kaldasti ágúst sem mælst hefur á landinu í heild eftir 1870. Meðalhiti sjö stöðva...

Hlýjustu ágústmánuðir

Ágúst árið 2003 (meðalhiti 9 lengst starfandi veðurstöðva: 12,20) var ekki aðeins hlýjasti ágústmánuður sem mælst hefur á landinu í heild heldur hlýjasti mánuður allra mánaða ársins síðan mælingar hófust. Hann er jafnframt hlýjasti ágúst sem komið hefur...

Veðurdagatal fyrir ágúst

Hér birtist eins konar veðurdagatal fyrir ágúst hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á öllu landinu. Þetta sést á fylgiskjalinu en þarf...

Köldustu júlímánuðir á Íslandi

Fáeinir júlímánuðir skera sig úr á landinu fyrir kulda. Þeir voru langflestir á 19. öld þegar afar fáar veðurstöðvar voru starfandi. Flestir hlýjustu júlímánuðir voru aftur á móti á 20. öld þegar veðurstöðvar voru orðnar margar. Af þessum sökum er ekki...

Hlýjustu júlímánuðir á Íslandi

Ekki er endilega auðvelt að átta sig á því hverjir eru hlýjastir sumarmánaða á öllu landinu. Framan af voru mælingar á mjög fáum stöðum og þó þeim hafi síðan fjölgað er dreifing þeirra misjöfn um landið. Flutningar veðurstöðva hafa verið algengar þó á...

Veðurdagatal fyrir júlí

Hér birtist eins konar veðurdagatal fyrir júlí hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á öllu landinu. Þetta sést á fylgiskjalinu en þarf...

Hret og snjóar í júní

Ekki er árvisst að komi júníhret en það er samt talsvert algengara en ekki. Yfirleitt er það á stöðum sem hátt liggja, svo sem á Hólsfjöllum, Mývatnssveit, Möðrudal eða í ofanverðum Bárðardal og svo á annesjum alveg frá Ströndum til austfjarða en einnig...

Hitabylgjur í júní

Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi, ekki aðeins í júní heldur allt árið, er 30,5 stig á Teigarhorni við Berufjörð á austfjörðum 22. júní 1939. Sama dag mældust 30,2 stig á Kirkjubæjarklaustri og hefur aldrei mælst þar hærri hiti. Í greinargerð Trausta...

Hlýjustu og köldustu júnímánuðir

Á veturna eru köldustu og hlýjustu mánuðirnir yfirleitt þeir sömu um allt land. Öðru máli gegnir um hásumarið. Þá eru hlýjustu og köldustu mánuðir á suðurlandi oft allt aðrir en fyrir norðan. Hér verður reynt að finna þessa mánuði og auk þess þá mánuði...

Veðurdagatal fyrir júní

Hér birtist á fylgiskjalinu eins konar veðurdagatal fyrir júní líkt og áður hefur komið fyrir ýmsa aðra mánuði, hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og...

Hret og kuldaköst í maí

Kuldaköst og hret eru algeng í maí og algengari en hitabylgjur. Þó eru til ýmsir maímánuðir sem voru hretalausir og er maí 1939 þar fremstur í flokki. Þá gerði varla frost á landinu. Það er þó varla hægt að kalla það hret þó geri frost víða á landinu í...

Hitabylgjur í maí

Frá 1965, eftir að búið var að nútímavæða öll hitamælaskýli, hefur tuttugu stiga hiti mælst 19 sinnum einhvers staðar á landinu í maí eða í 36% mánaða. Meðaltal landshámarks í maí á þessum tíma er 19,7 stig. Ekki hefur mælst tuttugu stiga hiti á...

Hitametið í Reykjavík 14. maí 1960

Þennan dag árið 1960 mældist mesti hiti sem mælst hefur í nútímahitaskýli í Reykjavík í maí, 20,6 stig. Hitabylgjan stóð í eina fjóra daga, 11.-14. en bæði á undan henni og á eftir var líka hlýtt þó ekki væri um hitabylgju að ræða. Það sem gefur þessari...

Hlýjustu og köldustu maímánuðir

Blómaskeið hinna ofurhlýju maímánaða var fremur snemma á tuttugustu öld. Frá árinu 1928 til 1947 komu átta maímánuðir þegar meðalhitinn í Reykjavík náði 8 stigum en frá 1948 eru þeir aðeins fimm og þar af einn eftir 1974, árið 2008. Meðalhitinn í maí í...

Hvítasunnuveðrið

Hvítasunnan getur verið einhvern tíma á tímabilinu frá 11. maí til 14. júní. Á þessum tíma fer veður mjög hlýnandi og er t.d. meðalhitinn í Reykjavík (1961-1990) 11. maí 5,7 stig en 9,0 þ. 11. júní. Um hvítasunnuna getur því verið ýmist sumarblíða eða...

Veðurdagatal fyrir maí

Hér birtist á fylgiskjalinu eins konar veðurdagatal fyrir maí líkt og áður hefur komið fyrir ýmsa aðra mánuði, hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og...

Næsta síða »

 

Sigurður Þór Guðjónsson
Sigurður Þór Guðjónsson

Sigurður Þór Guðjónsson


Hér er skrifað sjálfum mér til dálítillar skemmtunar. Þetta er líka síða áhugamanns um veðurfar. Veðurefnið er í flokkunum Íslensk veðurmet og Veðurfar, að ógleymdum annála-bálkinum. Vek sérstaka athygli á EFNISYFIRLITI UM VEÐUR í flokkunum hér fyrir neðan, MÁNAÐARVÖTKUN VEÐURSVEÐUR UM ALLAN HEIM

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband