Veðurdagatal fyrir ágúst

Hér birtist eins konar veðurdagatal fyrir ágúst hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á öllu landinu. Þetta sést á fylgiskjalinu en þarf dálítilla skýringa við.

Lengst til vinstri er mesti og minnsti meðalhiti sólarhringsins sem mælst hefur í Reykjavík frá 1936 og einnig árin 1920-1923. Einnig er þarna meðalhiti mesta og lægsta hita sólahringsins árin 1888 til 1903 og tekinn af sírita en ekki kvikvasilfursmæli. Loks er meðalhiti hæsta og lægsta álesturs á mæli þriggja athugana frá morgni til kvölds árin 1907 til 1919 en ekki meðaltal raunverulegs hámarks-lágmarkshita sem oft víkur ekki langt frá meðalhita sólarhringsins. Þessi síðasttöldu gildi eru hærri en orðið hefði ef þau sýndu meðaltal hámarks-og lágmarks. Aðrar mælingar en þessar  voru bara ekki gerðar í Reykjavík þetta tímabil. Árin 1907-1919 standa því eiginlega sér og sýna aðallega hvaða dagar voru hlýjastir og kaldastir á þessu tímabili en eiginlega er ekki hægt að bera dagana þessi ár saman við dagana á hinum árunum, aðeins innbyrðis milli áranna 1907-1919.     

Hámarks og lágmarkshiti í Reykjavík á hvejrum degi er hér allur í einu lagi alveg frá 1935 og til okkar daga en síðan útaf fyrir sig frá 1881 til 1903 fyrir lágmarkið en 1885 til 1907 fyrir hámarkið  og svo er það líka sér á parti sem hæst og lægst var lesið á mæli 1907 til 1919.

Ekki eru tiltækar tölur fyrir daglegan meðalhita, hámarks- og lágmarkshita  árin 1924-1935. Þau ár koma því ekki til álita hér enn sem komið er að minnsta kosti hvað hitann snertir en hins vegar bæði fyrir sólskin og úrkomu. Hægt er þó að sjá í flipum þegar hámarks-eða lágmarkshiti einhvers mánaðar á þessum árum slær út alla viðkomandi daga á hinum árunum en það eru bara fá tilvik. Það er auðvitað hið versta mál að hitann skuli vanta þessi 12 ár en verður svo að vera.  

Sólarhringsúrkoman er í tvennu lagi, annars vegar frá stofnun Veðurstofunnar 1920 og áfram og hins vegar árin 1885 til 1907.

Fjöldi sólskinsstunda á dag er frá árinu 1923. Það virðist vera að staðsetning mæla eða gerð þeirra hafi valdið því að meira daglegt sólskin mældist á árunum fyrir og um 1930 en síðar.   

Mesti og minnsti hiti á öllu landinu hvern sólarhring er aðeins tiltækur frá 1949 fyrir skeytastöðvar en 1961 fyrir svokallaðar veðurfarsstöðvar og er þessi hiti sýndur hér. Hins vegar er bætt við nokkrum stökum gildum sem birst hafa sem hámark eða lágmark alls mánaðarins á viðkomandi stöð í Veðráttunni á árunum 1920-1960 og eru hærri eða lægri en viðkomandi dagsgildin frá 1949.  Loks er til gamans hæsti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkum veðurstöðum frá 1996 þá daga sem hann er hærri en nokkrar tiltækar tölur á kvikasulfursmæla.

Innan skamms verður æsispennandi veðurdagatal alls ársins birt á einu samhangandi skjali á þessari veður(fr)óðu bloggsíðu.

Heimildir: Íslenzk veðurfarsbók, 1920-1923, Veðráttan 1924-2004, Veðurfarsyfirlit 2004-2007, vefsíða Veðurstofunnar, nokkur gögn frá Veðurstofunni.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Athugasemdir

1 identicon

Malína (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumir kunna ekki gott að meta! Þetta er ekki verra en veirupöddurnar!

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.8.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það var mikið! Virðist langt síðan sá síðasti kom. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Lára mín, "ljúfan mín elskuleg". Vegna hitabylgna og annarra sumaræsinga sem dreifa einbeitingunni er ég kominn í tímaþröng, á eftir að skrifa um hitabylgjur og sumarkulda og ágústmánuði sem ég ætlaði að vera búinn að afgreiða fyrir löngu. Gaman að einhver fylgist með veðursins tíðindum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.8.2008 kl. 21:39

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fylgist alltaf með veðursins tíðindum. Ekki af sömu ástríðu og þið Emil og Einar - en fylgist með samt. Mér finnst veðurfræði áhugaverð og allur samanburður þar að lútandi.

Sem ég sit hér við vinnuna mína horfi ég á snjóskaflinn margumtalaða í Esjunni og fylgist grannt með honum. Á því miður hvorki sjónauka né almennilega aðdráttarlinsu svo augun verða að nægja.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 21:44

6 identicon

Veirupöddurnar rokka feitt og eru mega krútt!   En greyin voru samt orðnar einum of krefjandi á tíma og voru því látnar flakka.  Líkt og mér sýnist veðrið vera orðið fyrir veðurbloggarann hérna.  Er ekki hann Mali farinn að sitja illilega á hakanum út af öllu þessu veðurstandi?   Verð ég ekki að fara að ættleiða litla Malaskinnið og bjarga honum frá öllu þessu veðurfári?

Það held ég nú.

Malína (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 00:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband