Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018

Tvöfalt snjódýptarmet á Akureyri

Mesta snjódýpt sem mælst hefur í nóvember á Akureyri mældist þann 30. s.l., 75 cm og mesta snjódýpt sem þar hefur mælst í desember var í morgun, 105 cm jafnfallinn snjór. Í janúar til mars hefur mælst meiri snjódýpt en þetta á Akureyri, mest 160 cm 15. janúar 1975.

Við Skeiðsfossvirkjun var líka 105 cm snjódýpt í morgun sem þykir þar ekki tiltökumál en þar hefur mælst mesta snjódýpt á landinu, ótrúlegir 279 cm þ. 19 mars 1995.

Fyrir fáum dögum var snjólaust á landinu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband