Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Kulda og illviðratíð

Umskiptin sem gengu í garð í desember frá því sem var í nóvember hafa víst ekki farið framhjá neinum.

Meðalhitinn í Reykjavík það sem af er mánaðar er 2,1  stig undir hinu kalda meðaltali 1961-1990 en 1,0 undir því á Akureyri.

Alls staðar á athugunarstöðvum er alhvít jörð nema í Stykkishólmi, á Miðfjarðarnesi og Eyrarakka þar sem jörð er flekkót. Mest snjódýpt er 60 cm við Mývatn.

Nánari daglegar upplýsingar eru í fylgikskjalinu.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Íbúar við Höfðatorg lagðir í hættu

"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við miklum vindstrengjum við Höfðatorg og í Borgartúni við háhýsin sem þar eru. Vindstrengirnir eru það miklir að þeir geta verið hættulegir gangandi vegfarendum og þeim sem eru á reiðhjólum. Fólk er varað við að vera þarna á ferðinni."

Svo segir í frétt Rkisútvarpsins.

En hvað með íbúa við Höfðatorg?

Eftir að hótelið var reist við torgið eru oft miklir vindstrengir, jafnvel í blíðuveðri, sem aldrei voru áður, vestur eftir öllu Bríetartúni og reyndar allt í kringum Höfðatorg. Að ekki sé nú minnst á hinn skrímslaturninn.

Íbúarnir verða auðvitað að sinna sínum erindum og kaupa í matinn og því um líkt. Þeir eru því neyddir til að leggja sig í hættu á stundum. 

Fleiri turnar eru fyrirhugaðir á Höfðatorgi.

Hvernig verður ástandið þegar þeir hafa allir risið?

Og síðast en ekki síst: Finnst yfirvöldum bara sjálfsagt að leyfa verktötum að byggja mörg háhýsi sem hvert og eitt, hvað þá mörg saman, skapar vindstrengi sem geta verið gangandi íbúum í nágrenninu verulega hættulegir nokkrum sinnum á vetri miðað við það hvernig íslenskt veðurfar hagar sér?

Hafa skipulagsyfirvöld ekkert hugsað út í þetta? Eru þar eintóm flón sem gera sér enga grein fyrir því hvernig háhýsi breyta vindadfari umhverfis sig á nokkuð stóru svæði?

Og hvað nú ef einhver íbúi á leið heim til sín úr matvörubúðinni fýkur út í hafsauga?

Ætlar forstjóri Eyktar eða skipulagsfulltrúi borgarinnar að bæta skaðann ef hann brotnar ofan frá og niður úr?

Er ekkert mannvit í skipulagi þessa ólánsreitar sem Höfðatorg er?


Hverjar eru launkakröfur lækna

Fjármálaráðherra, opinber embættismaður sem ber mikla ábyrgð, hefur gefið sterklega í skyn, nefnt prósentuna beinum orðum,   að  læknar krefjist launahækkana upp á 50%. Formaður samninganefndar lækna neitar því. 

Ekki er auðvelt að trúa því að fjármálaráherra ríkisstjórnar, hvaða skoðun sem stjórnmálaandstæðingar hans kunna að hafa á honum, sé að fara með ábyrgðarlaust fleipur eða ósannindi fyrir alþjóð um jafn viðkvæma og afdrifaríka kjaradeilu fyrir almenning varðandi þær aðstæður þar sem hann er veikastur fyrir í bókstaflegri merkingu.

Það stendur því upp á lækna að leggja spilin á borðið.

Það er einfaldlega sjálfsögð kurteisi og tillitssemi við þjóðina og sjúklinga  að læknar kunngeri um launakröfur sínar svo almenningur sem verður verst úti í deilunni viti hverjar þær eru.

Getur hugsast að læknar óttist að missa samúð 80% almennings ef þeir upplýsa um þær?


Snjór um land allt

Nú hafa þau umskipti orðið eftir snjóleysið í nóvember að alhvítt er á öllum veðurathugunarstöðvum nema hvað flekkótt er talið í Borgarfirði, Vopnafirði, Hornafirði - og Grímsstöðum á Fjöllum, merkilegt nokk! Mest er snjódýptin talin 104 cm á Lamvabatni á Rauðasandi, tala sem maður í fljótu bragði efast þó um.

Fylgiskjalið er á sínum stað.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband