Hverjar eru launkakröfur lækna

Fjármálaráðherra, opinber embættismaður sem ber mikla ábyrgð, hefur gefið sterklega í skyn, nefnt prósentuna beinum orðum,   að  læknar krefjist launahækkana upp á 50%. Formaður samninganefndar lækna neitar því. 

Ekki er auðvelt að trúa því að fjármálaráherra ríkisstjórnar, hvaða skoðun sem stjórnmálaandstæðingar hans kunna að hafa á honum, sé að fara með ábyrgðarlaust fleipur eða ósannindi fyrir alþjóð um jafn viðkvæma og afdrifaríka kjaradeilu fyrir almenning varðandi þær aðstæður þar sem hann er veikastur fyrir í bókstaflegri merkingu.

Það stendur því upp á lækna að leggja spilin á borðið.

Það er einfaldlega sjálfsögð kurteisi og tillitssemi við þjóðina og sjúklinga  að læknar kunngeri um launakröfur sínar svo almenningur sem verður verst úti í deilunni viti hverjar þær eru.

Getur hugsast að læknar óttist að missa samúð 80% almennings ef þeir upplýsa um þær?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2014 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband