Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Sumarkoma

Sumarið byrjar með bjartviðri á öllu suður og vesturlandi, alveg frá Hornafirði vestur um að Ísafjarðardjúpi. Hins vegar hefur verið að kólna síðustu daga. Síðustu tveir dagarnir hafa verið þeir einu sem hafa verið undir dagsmeðalhita í Reykjavík það sem af er mánaðar. En þeir voru reyndar sólríkustu dagar ársins það sem af er í höfuðstaðnum.

Eftir helgi mun víst lítillega hlýna. Engin stórhlýindi eru þó framundan. 

Meðalhitinn í Reykajvík er nú 4,1 stig eða 2,2 stig yfir meðallagi. Á Akureyri er hann 1,6 stig og er það 1,1 stig yfir meðallagi.

Í nótt snjóaði sums staðar á austurlandi og var snjódýpt í morgun 15 cm á Gilsá í Breiðdal, 14 á Hánefsstöðum í Seyðisfirði og 10 cm á Skjaldingsstöðum í Vopnafirði. Snjólítið eða snjólaust er annars staðar á landinu nema helst sums staðar við Eyjafjörð, þar sem hefur verið dálítill snjór, en þó er alautt á Akureyri. Snjór er samt meiri en hann var eftir mestu hlýindin í lok mars. 

Á nokkrum stöðum á norður og norðausturlandi er úrkoma þegar komin yfir meðallag. Á suðausturlandi hefur aftur á móti verið sérlega þurrviðrasamt miðað við það sem venjan er. En það er enn heilmikið eftir af mánuðinum.

Dægursveifla hitans hefur verið óvenjulega mikil undanfarið eins og  hér má sjá. Þurrkar þessir og hitabrigði eru ekkert sérlega hagstæð fyrir gróðurinn sem þó er í Reykajvík á góðu róli. Tré farin að blómgast heilmikið og vorlegt um að litast í görðum.

Ekki fer víst að rigna fyrr en eftir helgi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Orð dagsins

Því betur sem ég kynnist mönnunum því vænna þykir mér um veðrið og því meira sem það er snarvitlausara.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Veðurfréttir í sjónvarpinu

Þessi frétt sem hér er vísað til er nú mest lesna fréttin á mbl.is. Það hafa 352 líkað hana og fimm hafa bloggað um hana.  Á fasbók hefur nokkuð verið með þetta gert hvað ég hef séð til.

Um er að ræða mistök tæknimanna - ekki veðurfræðingsins. Þau eru á engan hátt merkileg en það er óvanalegt að sjá svona og sumum finnst það skemmtilegt. Og auðvitað er þetta eins saklaust og hugsast getur. En veðurfréttir eru samt ekki og eiga ekki að vera skemmtiefni þó furðu oft séu menn með einhvers konar kröfur í þá  átt. 

Það segir sína sögu að nær aldrei er veðurfréttum, þegar ekkert ber út af, gefin minnsti gaumur í blogg eða fasbókarati fólks - ef undanskildir eru veðurfræðingarnir sjálfir sem blogga og einn eða tveir af skringilegustu sérvitringum landsins!

Um veðurfregnirnar sem slíkar er aldrei rætt.

Ég gríp þá gæsina á meðan hún gefst og segi þetta: Í sjónvarpsveðurfregnum ættu menn að einbeita sér að Íslandi einu og sleppa þessari yfirferð um Evrópu og Ameríku sem hægt er að sjá á erlendum veðurvefum og reyndar líka venjulegum fréttavefum. Við það gæfist meiri tími til að fjalla um veðrið á landinu.  

Hitt er annað mál að sjónvarpsveðurfréttir skipta æ minna máli. Þær koma einu sinni á sólarhring en á netinu er hægt að sjá veðurfréttir frá öllum heimshornum hve nær sem menn vilja í miklu meiri smáatriðum en hægt er að koma við í sjónvarpi.

 

 

 


mbl.is Veðurfréttamaður RÚV vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Apríl er grimmastur mánaða

Mér finnst nú alltaf komið vor þegar fyrsti apríl kemur. En það geta alltaf komið vorhret. Einstaka sinnum heldur veturinn jafnvel bara áfram frá mars eins og ekkert hafi ískorist langt fram í mánuðinn. 

Ég gef nú lítið fyrr þessa fullyrðingu skáldsins T. S. Eliot sem felst í fyrirsögninni. Mjög  oft er þó til hennar vitnað og á víst að vera voða fínt.

Fylgiskjalið heldur áfram að njósna um veðrið en fellir enga dóma. En Allra veðra von  bendir á nýjustu gerð skáldsins T. S. Eliots á veðurvísum sínum, er hann gekk frá skömmu fyrir andlátið og fundust nýlega á háalofti og komið hefur verið til útgáfu.  

547126_10150722817109850_734254849_9318740_1202177343_n_1144931.jpg

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband