Veðurfréttir í sjónvarpinu

Þessi frétt sem hér er vísað til er nú mest lesna fréttin á mbl.is. Það hafa 352 líkað hana og fimm hafa bloggað um hana.  Á fasbók hefur nokkuð verið með þetta gert hvað ég hef séð til.

Um er að ræða mistök tæknimanna - ekki veðurfræðingsins. Þau eru á engan hátt merkileg en það er óvanalegt að sjá svona og sumum finnst það skemmtilegt. Og auðvitað er þetta eins saklaust og hugsast getur. En veðurfréttir eru samt ekki og eiga ekki að vera skemmtiefni þó furðu oft séu menn með einhvers konar kröfur í þá  átt. 

Það segir sína sögu að nær aldrei er veðurfréttum, þegar ekkert ber út af, gefin minnsti gaumur í blogg eða fasbókarati fólks - ef undanskildir eru veðurfræðingarnir sjálfir sem blogga og einn eða tveir af skringilegustu sérvitringum landsins!

Um veðurfregnirnar sem slíkar er aldrei rætt.

Ég gríp þá gæsina á meðan hún gefst og segi þetta: Í sjónvarpsveðurfregnum ættu menn að einbeita sér að Íslandi einu og sleppa þessari yfirferð um Evrópu og Ameríku sem hægt er að sjá á erlendum veðurvefum og reyndar líka venjulegum fréttavefum. Við það gæfist meiri tími til að fjalla um veðrið á landinu.  

Hitt er annað mál að sjónvarpsveðurfréttir skipta æ minna máli. Þær koma einu sinni á sólarhring en á netinu er hægt að sjá veðurfréttir frá öllum heimshornum hve nær sem menn vilja í miklu meiri smáatriðum en hægt er að koma við í sjónvarpi.

 

 

 


mbl.is Veðurfréttamaður RÚV vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú allt í lagi að veðurfréttir í myndrænum miðli séu´skemmtilegar. Trausta Jónssyni tókst það afar vel á sínum tíma

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2012 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband