Apríl er grimmastur mánaða

Mér finnst nú alltaf komið vor þegar fyrsti apríl kemur. En það geta alltaf komið vorhret. Einstaka sinnum heldur veturinn jafnvel bara áfram frá mars eins og ekkert hafi ískorist langt fram í mánuðinn. 

Ég gef nú lítið fyrr þessa fullyrðingu skáldsins T. S. Eliot sem felst í fyrirsögninni. Mjög  oft er þó til hennar vitnað og á víst að vera voða fínt.

Fylgiskjalið heldur áfram að njósna um veðrið en fellir enga dóma. En Allra veðra von  bendir á nýjustu gerð skáldsins T. S. Eliots á veðurvísum sínum, er hann gekk frá skömmu fyrir andlátið og fundust nýlega á háalofti og komið hefur verið til útgáfu.  

547126_10150722817109850_734254849_9318740_1202177343_n_1144931.jpg

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst.

Vetrarmánuðir vera: Janúar, Febrúar og Mars.

Sumarmánuðir: Júli og Ágúst.

Vormánuðir: Maí og Júní.

Haustmánuður: September og Október.

Beggja blands: Apríl og Nóvember.

Jólamánuður: Desember.

Sæmundur Bjarnason, 2.4.2012 kl. 15:18

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hraeddur um ad thu misskiljir i skilmisingnum Sigurdur minn. Thad eru nefnilega tvaer hlidar a veroldinni. Tho april thydi vor fyrir nordan, er april sennilega versti manudurinn her a sunnanverdri kringlunni. Sem staddur her nu a 54 gradum sudur og 64 vestur, tek eg heilshugar undir med T.S. Elliot og segi ad "April is a Mother Fucker".

Grinlaust eru her nuna 48 hnuta "medalvindar" med hvidum allt ad 90 hnutum. Hressilegur andvari, ekki satt og ekki beint vor i lofti. Ekki einu sinni morgaesirnar sjast fljugandi.

Thakka goda pistla, her eftir sem hingad til og legg til ad vorid komi haegt og sigandi til ykkar tharna nordur fra. (Ekki thad ad madur geti lagt mikid til thegar kemur ad vedri, eda fiski)

Her sest ad minnsta kosti engin Kria lengur.

(Verst hvad politikin fer illa med folk a Islandi thessa dagana og hvad margir telja forseta(u) kjor skipta miklu mali.

Vei thessari vesolu tjod.

Hilsen fra Argentinu thar sem spillingin er herumbil eins slaem og a Islandi.

Farinn ut ad hnoda snjobolta.

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2012 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband