Fćrsluflokkur: Bćkur

Tuttugu stiga hiti í október

Tuttugu stiga hiti eđa meira hefur mćlst á nokkrum veđurstöđvum á Íslandi. Ţćr eru allar viđ sjóinn á svćđinu frá Vopnafirđi til Reyđarfjarđar nema tvćr, Reyđará á Siglunesi og Hallormsstađur.

Á ţessu svćđi voru fáar veđurstöđvar međ hámarksmćlingar fyrr en eftir miđja tuttugustu öld. 

Ţađ var ţví ekki fyrr en  6. október 1959 ađ fyrst var skráđur tuttugu stiga októberhiti á Íslandi, 20,9 stig á Seyđisfirđi, en stöđin var ţá nýbyrjuđ međ hámarksmćlingar. Ekki er ađ efa ađ slíkur hiti hefđi mćlst áđur ef stöđvar hefđu veriđ eins ţéttar og nú er til dćmis.

Í október 1944 mćldust til dćmis 19,4 stig á Húsavík ţ. 4. og daginn eftir 19,0 á Sandi í Ađaldal en  mćlingar voru ţá ekki á hitavćnustu stöđunum fyrir austan. 

Nćst eftir 1959 mćldist tuttugu stiga hiti, 20,0 stig slétt, ţ. 20. 1962 á Seyđisfirđi og á sama stađ ţ. 21. 1964, 20,9 stig. 

Í byrjun október 1973 dró heldur betur til tíđinda. Fyrstu tvo dagana mćldist víđar tuttugu stiga hiti eđa meira en á nokkrum öđrum dögum í mćlingasögunni. Fyrsta daginn kom íslandsmetiđ í október, 23,5 stig á Dalatanga. Á miđnćtti var hitinn ađeins 9,8 stig og svipađ hafi veriđ um kvöldiđ 30. september en kl. 3 um  nóttina ţann fyrsta var hitinn á athugunartíma 22,6 stig og 22,7 kl. 6 en ţá var lesiđ 23,5 stig á hámarksmćli. Međalhiti sólarhringsins varđ 16,8 stig. Ţennan sama dag fór hitinn í 20,2 stig á Reyđará viđ Siglunes en nćsta dag í 22,0 stig á Seyđisfirđi 20,6 á Vopnafirđi og 20,0 á Hallormsstađ. Klukkan 9 um morguninn ţennan dag var hitinn á Seyđisfirđi 21,0 stig, en 22,0 kl. 15 og enn 18,0 stig kl. 21. Fyrsta október hafđi hitinn á stađnum ekki fariđ hćrra en í 19,0 stig.  

Í október 1975 mćldust 20,0 stig ţ. 11. á  Seyđisfirđi. 

Á Seyđisfirđi fór hitinn í 22,0 stig ţ. 14.  áriđ 1985 og 20,7 á Neskaupstađ og daginn eftir voru skráđ  20,9 stig á Kollaleiru sem komu ţó líklega í raun kvöldiđ áđur.  

Ţann 7. október 1992 mćldust 21,7 stig í Neskaupstađ og á Dalatanga, 21,2 á Vopnafirđi, 21,1 á Seyđisfirđi og 20,4 stig á Kollaleiru.  

Mjög hlýtt var 22. október 2003. Ţá fór hitinn í 22,1 stig á Dalatanga og sólarhringsmeđalhitinn var 16,7 stig. Ţá mćldist og 20,8 stig á Kollaleiru á kvikasilfri en 22,3 stig á sjálfvirku stöđinni á Neskaupstađ og 21,3 stig á ţeirri sjálfvirku á Eskifirđi. 

Áriđ 2007 mćldust 20,2 á Sjaldţingsstöđum í Vopnafirđi ţ. 19. en 21,0 á ţeirri sjálfvirku á Seyđisfirđi.   

Loks mćldust svo 20,3 stig á sjálfvirku stöđinni á Kollaleiru ţ. 10. í ţessum mánuđi, á fimmtudaginn. 

Á ţessu sést ađ tuttugu stiga hiti í október er engan vegin sjaldgćfur á austurlandi.

Litlu munađi á Sauđanesvita 14. október 1999 en ţar mćldust ţá 19,8 stig og ţann 15. áriđ 1985 á Akureyri ţegar mćldust 19,5 stig. 

Í Reykjavík hefur mesti hiti í október mćlst ekki nema 15,6 stig ţ. 21. áriđ 2001 í glađa sólskini (opinbera októbermetiđ, 15,7 stig, er í rauninni mćling frá kl. 18 ţ. 30.september 1958).

Mesti októberhiti sem mćlst hefur á suđur og suđvesturlandi (frá Mýrdal til Snćfellsness) er ađeins 16-17 stig. 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Jólaveđriđ

Jólaveđriđ sér um sig  sjálft. 

En fylgiskjaliđ fylgist međ.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Viđ búum nefnilega á Íslandi!

Á ţessu fréttamyndbandi sést hvar borgarstarfsmenn ryđja snjó af gangstéttum í Rómaborg. 

Ţar snjóar nú ekki oft og mikiđ. En eigi ađ síđur finnst mönnum ţar sjálfsagt ađ hreinsa sjóinn af gangstéttunum ţá sjaldan ađ hann sýnir sig.

En ekki hér, enda međ orđum borgarstjórans ţegar hann var ađ verja ađ ekki vćru vel ruddar gangstéttir í Reykjavík í snjóakastinu:

Viđ búum á Íslandi! 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Íslensku bókmenntaverđaunin. Frćđibćkurnar

Ţessar frćđibćkur hafa veriđ nefndar til íslensku frćđibókaverđlaunanna:

Helgi Björnsson: Jöklar á Íslandi, í útgáfu Opnu
Kristín G. Guđnadóttir: Svavar Guđnason, í útgáfu Veraldar
Árni Heimir Ingólfsson: Jón Leifs – líf í tónum, Mál og menning gefur út
Jón Karl Helgason: Mynd af Ragnari í Smára, Bjartur gefur út
Ţórdís Elva Ţorvaldsdóttir: Á mannamáli. Ofbeldi á Íslandi, JPV gefur hana út.

Ég hef lesiđ allar ţessar bćkur nema bókina um Svavar sem ég hef ţó gluggađ í talsvert  og  sýnist hún vera meiriháttar. Er reyndar ekki búinn međ jöklabókina.

Ađ mínum dómi er Á mannamáli ekki í sama gćđaflokki og hinar bćkurnar.  Ég held ađ menn séu fyrst og fremst ađ sýna málefninu virđingu međ ţví ađ tilefna ţá bók.  

Ég tel ađ ţađ sé ađ öđru leyti óvenju erfitt ađ gera upp á milli tilnefndra bóka.  

Gaman vćri ef harđsvíruđ raunvísindabók, Jöklar á Íslandi, hlytu verđlaunin. Tala nú ekki um ef jöklarnir eru á síđasta snúningi. En ćtli frćđirit um jökla eigi minnsta séns á viđ jafn virđuleg fyrirbćri  og ćvisögur mikilsmetinna listamanna?

Ćtli ţađ verđi ekki annađ hvort Svavar eđa Jón Leifs en ţó fyrst og fremst Ragnar í Smára.

Hún er svo andskoti skáldskaparleg! 

 


Lagstur í Kirkjugarđinn

Stíllinn hjá Sören minni mig alltaf á Gulla stjörnuspeking eđa Gunnar Hersvein. Ţađ er svona fullyrđingastíll besserwissersins. Broddborgarinn er svona, segir hann,  og fagurkerinn svona og svona en trúmađurinn salt jarđar. 

Svo get ég ómögulega skrifađ um ţetta meira ţví ađ 

nú er ég lagstur í Kirkjugarđinn.

 


Farsćlt líf

Nú er ég ađ lesa bókina Farsćlt líf, réttlátt samfélag eftir Vilhjálm Árnason heimspeking. Bókin fjallar um helstu siđfrćđikenningar í sögu vesturlanda og er rökrćđa um ţćr. Hún er vel og skýrlega rituđ og efniđ er sannarlega áhugavert.

Ţađ er hvíld fyrir hugann frá öllu kreppufárinu ađ lesa ţessa bók sem beinir athyglinni inn á viđ. Ţar á siđferđiđ upptök sín undir áhrifum frá samfélaginu og ţađan kemur gćfan og hamingjan. Hver einstaklingur verđur ađ hirđa um sinn innri mann hvernig sem allt veltist í umhverfinu.

Ég var svo ađ ljúka viđ ađ lesa Skáldsögu Íslands eftir Pétur Gunnarsson. Ţetta er ţriggja binda saga og mér finnst hún ţađ besta sem Pétur hefur  gert. Hún er nokkurs konar saga ţjóđarinnar og líka annarra landa í margar aldir. Sagan er listavel rituđ og ótrúlega frćđandi ađ auki. Hún bregđur  upp mjög sterkum myndum sem sýna mannlífiđ, kvikuna í ţví, á öllum tímum.

Međ aldrinum minnkar hrifnćmiđ. Ţegar ég var ungur gerđu sumar bćkur mig svo glađan  og manni fannst lífiđ meira virđi á eftir. En ţetta gerist sjaldan núorđiđ. Ţađ gerđist samt viđ lestur ţessarar sögu  hans Péturs.

Hún gerir mig glađan og mér finnst lífiđ ofurlítiđ dýpra og betra en áđur. 

 


Áhugaverđar jólabćkur

Ţá er mađur byrjađur á ţeim gamla (ó)vana ađ rölta í bókabúđir til ađ skođa nýju bćkurnar.

Nokkrar bćkur langar mig til ađ eignast.

Ég hef ţegar keypt eina, Bókina um biblíuna. Biblían er ađ vísu ótrúlega leiđinleg og oft ljót bók ţó glitti sums stađar í speki. En ţó Biblían sé ljót og leiđinleg hefur hún haft geysileg áhrif og eins gott ađ vita hvađ í henni stendur. Já, lesandi góđur. Ţú átt kollgátuna! Ég hef lesiđ alla Biblíuna. Hvert einasta andskotans orđ.

Kommúnistaávarpiđ, sem nú er ađ koma út á ný á íslensku, er ólíkt viđfelldnara ađ ég tali nú ekki um tímabćrara rit en Biblían.

Mest langar mig ţó í bók Halldórs Björnssonar um gróđurhúsaáhrifin. Ég efast ekki um ađ hann geri efninu hlutlaus og frćđileg skil á ţann hátt ađ jafnvel ég geti skiliđ.

Stóra siđfrćđibókin hans Vilhjálms Árnasonar, sem ég man ekki hvađ heitir, er líka aldeilis áhugaverđ og ekki veitir af ađ menn fari ađ gćta ađ siđferđi í mannlegum samskiptum en á útrásartímanum gleymdist allt siđferđi nema ţá siđferđi andskotans.

Ísland utan úr geimnum hefur ađ geyma myndir af hinu ólánssama landi voru sem teknar hafa veriđ úr veđurtunglum. Sérlega spennandi. Samt held ég ađ ég ţekki sumar myndirnar. Einar Sveinbjörnsson veđurviti er annar af höfundum bókarinnar.

Ýmsar fleiri frćđibćkur eru álitlegar en verđa hér ekki taldar upp vegna leti minnar og ómennsku.

Ég missti áhugann fyrir svokölluđum fagurbókmenntum fyrir tíu árum og veit ekki hvers vegna. Kannski hefur stíflast ćđ í heilanum. Ég hugsa ţví lítiđ um ţessar skáldsögur og ljóđ sem eru ađ koma út. Og reyfara hef ég aldrei lesiđ og finnst ţađ tímasóun. Mér finnst ćriđ nóg ađ sjá ţá í bíó eđa á myndbandi. Reyfaraćđi undafarna ára er eitt af tilbrigđunum viđ ţá yfirborđsmennsku sem peningahyggjan hefur haft á allt andlegt líf. 

Nú, svo  ég endi samt á jákvćđum nótum játa ég ađ ţađ er ein skáldsaga sem mig langar til ađ lesa. Ţađ er bók Hallgríms Helgasonar 10 ráđ til ađ hćtta ađ vaska upp og byrja ađ drepa fólk eđa hvađ hún nú eiginlega heitir.

Já, svo er ég ekki frá ţví ađ bókin um kynlífsdúkkuna (guđ forđi oss ţó frá klámi og öđrum óţverra) eftir Guđrúnu Evu Mínervudóttir togi svolítiđ í mig. En ţađ er nú bara út af ţví höfundurinn bauđ mér vináttu sína á feisbúkkinu í fyrradag. Svona er ég gríđarlega eftirsóttur

Og skáldlega hégómlegur ţrátt fyrir heilastífluna.     


Skáldskapur og veruleiki

Ég undra mig alltaf á ţví hvernig í ósköpunum stendur á ţví ađ skáldskapur, lýsingar í skáldsögum, er oft talinn vera vitnisburđur um stađreyndir. Lýsingar Solsenítsjíns á gúlaginu voru skáldskapur í skáldsögum. Samt eru ţćr taldar vera óyggjandi vitnisburđur um veruleikann.  

Nú er ég ekki ađ segja ađ gúlagiđ hafi ekki veriđ slćmt, ađeins ađ lýsa yfir furđu minni á ţeirri stöđugu áráttu manna ađ taka vitnisburđ skáldskapar sem raunveruleika og ţađ gildir ekki bara um verk Solsenítsjíns.   

Ég held ađ skáld séu einhver lélegustu vitni um raunveruleikann, atburđi og stađreyndir, sem hugsast getur. Ţau skálda svo skrambi mikiđ.


Ég og Ţórbergur

Ég kom fyrst til Ţórbergs 21. september 1964.  Ţórbergur spurđi ađ ýmsu um hagi mína og var mjög látlaus og vingjarnlegur. Hann talađi síđan mikiđ um drauga og skrímsli sem hann taldi  ađ vćru líkamlegir náttúruandar. Um framhaldslífiđ sagđi hann ađ vísindin vćru alltaf ađ gera uppgötvanir sem bentu til ţess ađ eitthvađ meira en efni vćri ađ baki tilverunnar.  Annars rćddi hann um allt milli himins og jarđar.

Ţórbergur olli mér reyndar gríđarlegum vonbrigđum. Í stađ ţess ađ hitta eldhuga sem réđi sér ekki fyrir andlegu fjöri eins og halda mćtti af bestu bókum hans var ég inni í stofu međ gömlum manni sem gekk og hreyfđi sig eins og gamalmenni og talađi hćgt og lítilfjörlega. Ţetta gerđi mig enn ţá feimnari en ég var fyrir og var eiginlega eins og aumingi inni í mér. Ţórbergur var 76 ára.  Ég alveg ađ verđa sautján.

Síđan kom ég nokkrum sinnum til Ţórbergs nćstu árin. 

thorbergur_040303Ég var í blysförinni sem farin var ađ heimili hans ţegar hann varđ  85 ára 12. mars 1974. En ég var of feiminn til ađ fara inn ţegar hjá honum var fullt af fólki. 

Ég kynntist bókum Ţórbergs í fyrsta sinn haustiđ 1960 ţegar ég var nýorđinn 13 ára. Ţegar ég tók bókina á bókasafni stóđ ég í ţeirri meiningu ađ ţetta vćri andatrúarrit, sögur ađ handan í líkingu viđ Bréf frá Júlíu. 

Bréf til Láru gerđi mig ađ kommúnista og tafđi ţar međ raunhćfan skilning minn á ţjóđfélagsmálum í ein ţrjátíu ár. Hvađ skyldu Ţórberg og Halldór Laxness hafa gert marga ađ fylgjendum ţessarar óheillastefnu í rósrauđri hugsjónavímu? Ég dáđi Ţórberg síđan meira en alla ađra höfunda árum saman. En ekki lengur.

Ţađ er óhreinskilni Ţórbergs um sjálfan sig og ţyrrkingslegt sálarlíf hans sem hefur fćlt mig frá honum hin síđari ár. Enginn íslenskur rithöfundur hefur veriđ međ sjálfan sig í öđrum eins felum. En ţađ hafa menn ekki vitađ fyllilega, ţó sterkur grunur hafi leitađ á suma fyrir löngu, fyrr en á síđari árum. Ţórbergi tókst ađ telja mönnum trú um ađ hann vćri allra manna hreinskilnastur og heiđarlegastur. Ábyrgđarleysi Ţórbergs í kvennamálum finnst mér lika fráhrindandni. Jú, ég veit ađ menn eiga víst ekki ađ blanda saman lífi og list, en hvađ Ţórberg varđar var ţađ alltaf óađskiljanlegt í mínum huga.  Hann var kvennaflagari en brá upp ţeirri mynd af sér ađ hann vćri óframfćrinn í ţeim efnum. Óheilindi!    

Ţórbergur er mesti stílsnillingur íslenskra bókmennta ađ mínu mati en er á margan hátt takmarkađur rithöfundur. Og ţađ er enn langt í land međ ađ menn reyni ađ vega kosti hans og galla međ raunsćjum fagurfrćđilegum skilningi. Menn eru bara enn ađ upphefja hann. Ţađ er dćmigert ađ menn segi ađ ţađ verđi ađ taka hann eins og hann er međ öllum sínum annmörkum. Ţá ljúki hann upp öllum leyndardómum sínum.

Skilningurinn á takmörkunum Ţórbergs sem rithöfundar leiđir til skilnings á manninum sjálfum. Ţađ eru ţessi aspergiseinkenni sem lýta bćkur hans, ţessi listrćna ráđleysi eđa getuleysi viđ ađ ritstýra efni sínu af smekkvísi og skarpleika fremur en ađ taka allt međ. Ţar međ breytist ritsnilldin stundum í hreinasta stagl. Ţyrrkingurinn í sálarlífinu, sem er hluti aspergiseinkennisins, veldur hins vegar ţví ađ honum var alveg fyrirmunađ ađ skrifa um harmsefnin í lífi sínu sem voru ţó mörg og sár. Ţetta gerir list hans á endanum yfirborđslega. Glćsilegur stíllinn dylur vissa grunnhyggni og innihaldsleysi en birtir fyrst og fremst stöđug látalćti. En fyndni Ţórbergs og ţessi ótrúlega marghliđa og mergjađa stílsnilld fćr mann til ađ fyrirgefa honum margt en samt endist hrifningin ekki ćvilangt. Mađur fćr ađ lokum leiđ á ţessum manni sem aldrei getur sagt alvarlegt orđ um sjálfan sig og mannlífiđ. Ég efast mjög um ađ unga fólkiđ nenni ađ lesa Ţórbergs ađ nokkru ráđi. Á ţví veltur ţađ hvort hann mun lifa sem rithöfundur eđa verđa bara föst en lífvana stćrđ í bókmenntasögunni en ţađ verđa reyndar örlög nćstum ţví allra höfunda.

Á Ţórbergsráđstefnu áriđ 1889, ţegar haldiđ var upp á hundrađ ára afmćli Ţórbergs, hélt ég í erindi á ráđstefnunni og reyndi ađ benda mönnum á ţetta. En ţađ féll í grýttan jarđveg. Sumir gamlir Ţórbergsađdáendur og vinir Ţórbergs, sem ţá voru orđnir gamlir og myglađir, eins og t.d. Jakob Benediktsson, horfđu alveg í gegnum mig eins og menn gera ţegar ţeir vilja sýna mönnum sérstaka lítilsvirđingu. Einn mađur var ţó yfir sig hrifinn, Sigurđur A. Magnússon og Ţorsteinn Gylfason lét sér einnig vel líka. Og Erlendur Jónsson bókmenntgagnrýnandi Morgunblađsins og gamall kennari minn lofađi mjög erindi mitt (sem seinna var prentađ í Tímariti Máls og menningar), utan dagskrár í einhverjum ritdómi í Mogganum. En ég hyrđi ég frá ýmsum vinum mínum ađ mönnum hafi fundist ég vera ađ gera lítiđ úr Ţórbergi.  

Og enn eru menn ađ lofa og prísa Ţórberg alveg einhliđa og virđast vera gersamlega blindir á hina galla hans. Ţađ má ekki einu sinni nefna ţá.  

 

 


Misráđiđ í Ţórbergssmiđju

Ég var ađ skođa dagskrána á Ţórbergssmiđjunni sem verđur haldin í Háskólanum á morgun og sunnudag. Ţar verđa haldin mörg erindi hvert öđru álitlegri. En ţađ er galli á gjöf Njarđar ađ í gangi verđa tvćr málstofur í einu á sitt hvorum stađnum.

Menn eru ţví  dćmdir til ţess ađ fara á mis viđ svo sem helming erindanna nema náttúrlega ţeir sem međ stanslausri jógaţjálfun hafa komist upp á lag međ ađ vera samtímis á tveimur stöđum í einu.

Ţetta finnst mér einkennilegt ráđslag og bera vitni um ţađ ađ ekki sá gert ráđ fyrir ţví ađ einhvejrir kunni ađ hafa brennandi áhuga fyrir Ţórbergi og vilji kynnast öllu sem um hann er skrifađ.

En kannski verđa öll erindin gefin út á prenti eđa á netinu ađ ţinginu loknu. 


Nćsta síđa »

 

Sigurður Þór Guðjónsson
Sigurður Þór Guðjónsson

Sigurður Þór Guðjónsson


Hér er skrifað sjálfum mér til dálítillar skemmtunar. Þetta er líka síða áhugamanns um veðurfar. Veðurefnið er í flokkunum Íslensk veðurmet og Veðurfar, að ógleymdum annála-bálkinum. Vek sérstaka athygli á EFNISYFIRLITI UM VEÐUR í flokkunum hér fyrir neðan, MÁNAÐARVÖTKUN VEÐURSVEÐUR UM ALLAN HEIM

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband