Fćrsluflokkur: Bćkur

Tvćr sögur frá Fischer-Dieskau

Í ćvisögu sinni segir Dietrich Fischer-Dieskau nokkrar gamansögur. Hér eru tvćr ţeirra.

Óperunni Tosca eftir Puccini lýkur á ţví ađ ađalsöghetjan, Tosca sjálf, varpar sér fram af  fangelsisvegg og deyr. Í einni  sýningu hafđi einhver keppinautur söngkonunnar sem söng Toscu í óperuhúsi einu sett af hrekk sínum trambolín í stađ dýnu á ţann stađ ţar sem Tosca átti ađ lenda eftir ađ hún henti sér fram af veggnum. Furđu lostnir áhorfendur sáu ţví Toscu hendast nokkrum sinnum upp og niđur fyrir augum sínum í loftinu eftir ađ hún varpađi sér fram af veggnum til ađ deyja. 

Hinn frćgi breski hljómsveitarstjóri Sir Thomas Beecham hafđi lítiđ dálítiđ á samtíđartónlist. Einu sinni var hann ađ ćfa nýtt verk međ Konunglegu fílharmoníuhljómsveitinni í Lundúnum af takmörkuđum áhuga og gerđi sér allt í einu ljóst ađ hljómsveitin hafđi  hćtt ađ spila. Ţá spurđi hann: Herrar mínir, hvađ er eiginlega um ađ vera? Konsertmeistarinn svarađi: Sir Thomas, verkinu er lokiđ! Guđi sé lof, svarađi ţá meistarinn ađ bragđi. 

 

 


Dietrich Fischer-Dieskau

Ég hef veriđ ađ lesa sjálfsćvisögu ţýska söngvarans Dietrich Fischer-Dieskaus. Hann bar höfuđ og herđar yfir flesta ef ekki alla ađra klassíska ljóđasöngvara međan hann var upp á sitt besta. Hann söng allan ljóđalitteratúrinn inn á plötur, alveg frá Mozart til Richard Strauss. Hann söng líka í  óperum og óratóríum og einnig söng hann samtímatónlist. Mađur heyrđi á sínum tíma ađ enginn klassískur tónlistarmađur hafi gefiđ út út eins margar hljómlötur sem nú er búiđ ađ gefa út á diskum.

Fischer-Dieskau-Friedrich-4Sumum fannst Fisher-Dieskau syngja of mikiđ. En gćđin voru yfirleitt alltaf fyrsta flokks. Og hann kynnti fyrir nútímamönnum mikiđ af frábćrri söngtónlist sem ţeir hefđu ella aldrei heyrt. Hann söng ţví bara  mátulega mikiđ. Stíll hans fór í taugarnar á sumum eins og gengur. En um tónlistarhćfileika hans, mikla og víđfema greind sem lýsti upp öll viđfangsefni hans og ótrúlega fjölhćfni, er ekki hćgt ađ efast. Hann hefur líka lagt hljómsveitarstjórn fyrir sig, kennslu, ritađ nokkrar bćkur og málađ myndir.

Fischer-Dieskau er enginn venjulegur mađur. Mér finnst hann sameina ţađ besta í ţýskri menningu.

Um ţađ leyti sem var ađ gjósa í Vestmannaeyjum komst ég yfir heildarsafn hans á sönglögum Schuberts og ţađ var ein af stóru stundunum í lífi mínu. Seinna eignađist ég tilsvarandi söfn hans af lögum Mozarts, Beethovens, Carls Loewe, Mendelsohns, Schumanns, Liszts, Brahms, Hugo Wolfs, Mahlers og Richard Strauss og reyndar margt fleira. Og var óskaplega heillađur af ţessum listamanni.

Nú á dögum er eins og fjölmiđlar noti orđin tónlist og tónlistarmenn í ţeirri merkingu ađ ţađ eigi bara viđ um popptónlist. Réttara sagt: ađ tónlist sé bara popptónlist. En ţađ er vissulega til önnur tónlist.

Ćvisaga Fischers Dieskaus er ţokkalega rituđ og hún er einstaklega vingjarnleg og hófsöm. Ekki er hann ađ gera sig breiđan og leggur gott orđ til flestra listamanna sem hann starfađi međ og ţađ voru engir smákallar eđa kellíngar. Hann fer heldur ekki í felur međ ţađ hvernig var ađ alast upp í ţriđja ríkinu og hvađ ţađ er mikil byrđi fyrir Ţjóđverja enn í dag. Hann segir ţó frá ţessu á látlausan hátt og aldrei međ mörgum orđum.

Ţegar ég las ţessa bók kom yfir mig angurvćrđ yfir liđnum tima og yfir ţví ađ allt tekur enda.

Nema listin. Hún á sér engan endi.

Á You Tube er hćgt ađ heyra og sjá Fischer-Dieskau syngja heilmikiđ. Ekki er verra ţegar međ honum leikur einhver mesti píanisti allra tíma, Svjatoslav Richter í frábćrum Schubertlögum.


Gleymdi einu

Um daginn ţegar ég var ađ horfa á Kiljuna. Ég er sem sagt algjörlega ósammála Páli Baldvin um ţađ ađ bćkurnar um raunvísindin mćttu missa sig, eđa eitthvađ í ţá áttina,  í lćrdómsritaflokki Bókmenntafélagsins. Mér finnst raunvísindabćkurnar, Afstćđiskeningin eftir Einstein, Ljósiđ eftir Feynman, Ár vas alda eftir Weinberg og Saga tímans eftir Hawking, langbestu bćkurnar, ađallega vegna ţess ađ ţćr fjalla um eitthvađ raunverulegt eftir bestu ţekkingu eđlisfrćđinnar.

Ţađ sem segir í hugvísindabókunum, öll ţessi hátimbrađa heimspeki sem allir toga svo og teyga, finnst mér eiginlega annars flokks í eđli sínu.

Ţađ má hins vegar ef til vill finna ađ ţví ađ gefa út međ fárra ára millibili Uppruna tegundanna eftir Darwin og svo ágćta endursögn Ţorvaldar Thoroddsen á ţeirri bók. 

Dćgilegt var svo ađ keppast viđ ađ skrifa um tónlist í gamla daga á DV undir menningaritstjórn Páls Baldvins. Enn ţá dćgilegra var ţó ađ strita undir Tótu pönk eftir ađ hún varđ menningarbossinn á blađinu.

En ţeir dagar eru liđnir og koma aldrei aldrei aptur.     


Kleppur í 100 ár

Ég var ađ lesa bókina Kleppur í 100 ár eftir Óttar Guđmundsson geđlćkni. Ég hafđi efasemdir um ritun ţessarar bókar á sínum tíma hér á bloggsíđunni. En nú er mér ánćgja af ađ viđurkenna ađ mér skjátlađist. Nú tel ég ađ engum manni hefđi farist ţetta eins vel úr hendi og Óttari. 

Bókin er mjög lćsileg enda er hún ekki hugsuđ sem harđsvírađ frćđirit heldur bók fyrir almenning sem samt á ađ vera áreiđanleg.  Frásögnin er blátt áfram og eđlileg, stíllinn skýr og nákvćmur, hvergi neitt mas eđa óţarfa útúrdúrar og höfundurinn stillir sig ađ mestu um ađ túlka atburđarásina heldur lćtur hana tala sínu máli. Túlkunin gćti orđiđ efni í ađra bók.

Bókin er ekki nein stofnanasaga ćđstu yfirmanna heldur ekki síđur starfsfólksins og sjúklinganna. Glefsur úr frásögnum sjúklinga auka mjög á raunveruleikann, ef svo má segja,  í ţeim ađstćđum sem bókin lýsir.

Ţegar viđhorf Óttars sjálfs gćgjast fram eru ţau hófstillt og skynsamleg, svo sem um starf Tengla og um andstöđuna viđ geđlćkningar ţar sem hann dregur vel fram bćđi ţá kosti og galla sem sú hugmyndafrćđi hafđi í för međ sér kringum 1970.

Frásögnin af stóru bombunni ţegar Helgi Tómasson yfirlćknir á Kleppi lýsti ţví yfir ađ Jónas Jónasson dómsmálaráđherra vćri geđveikur er međ bestu köflum bókarinnar og ţar gengur Óttar nćr óţćgilegum kjarna málsins en ég hef séđ í öđrum skrifum um máliđ. Hann spyr einfaldlega: "Var Jónas geđveikur? Í augum skrásetjara er ţađ engum vafa undirorpiđ ađ Jónas hafđi alvarlega persónuleikabresti. En hvađ svo sem segja má um háttsemi Jónasar ţá var vafasamt ađ lýsa hann geđveikan á grundvelli sögusagna án nákvćmrar skođunar og endurtekinna viđtala." Óttar telur ţó ađ Helgi hafi haft nokkuđ til síns máls en ađferđirnar hafi veriđ vafasamar og boriđ keim af misnotkun geđlćknisfrćđinnar. Í bókinni kemur vel fram hvađ allir lćknar í landinu voru algjörlega slegnir blindu á kjarna málsins ađ undanskildum Vilmundi Jónssyni landlćkni.

Ţađ eina sem stakk mig viđ lestur bókarinnar var ţađ hvađ hún segir mikiđ frá "kynlegum kvistum" sem komu á Klepp, Símoni Dalaskáldi, Láru miđli, Jóhannesi Birkiland, Vilhjálmi frá Skáholti og ţar fram eftir götunum. Af ţessu mćtti draga ţá ályklun ađ ţađ sé einna helst slíkt fólk sem hefur fariđ á Klepp gegnum árin. En stađreyndirnar eru allt ađrar. Ţar hefur veriđ alls konar fólk, allt upp í landsţekka stjórnmálamenn og virđulega bankastjóra og prófessora. Og ţeir voru ekkert ađ vappa uppi í Víđihlíđ ţar sem lífiđ var leikur einn og gaman. Ţeir voru á órólegu deildunum og voru alveg einstaklega órólegir!

Margt sér mađur einkennilegt viđ lestur bókarinnar. Lćkningar Ţórđar Sveinssonar, sem stóđu árum saman og voru reyndar umdeildar, eru í okkar augum ekki ađeins skottulćkningar heldur hreinar pyntingar. Sjúklingarnir voru sođnir og sveltir til hlýđni. Og ţađ segir sína sögu ađ ekkert afl í ţjóđfélaginu hafi veriđ ţess megnugt ađ stöđvar ţessar ađferđir og bjóđa ţess í stađ upp á ţađ besta sem ţá ţekktist í geđlćkningum. Ţá er kaflinn um lóbótómíu allt annađ en skemmtilegur en ţá var heilinn eiginlega skorinn úr erfiđum einstaklingum, jafnvel mörgum sem voru ekkert sérlega erfiđir heldur bara óreglusamir og strekktir á tauginni, svo ţeir urđu á eftir ađeins skugginn af sjálfum sér.

Ţegar menn líta yfir ţessa sögu, varnarleysi sjúklinganna og vankunnáttu lćknanna, fer ekki hjá ţví ađ mađur spyrji: En hvađ međ lćkningar geđsjúkra í dag? Verđa ţćr eitthvađ betri en ţetta í augum eftirkomenda okkar eftir hundrađ ár? Ég held ađ svariđ  muni raunar verđa ađ svo vćri, ţar hefđu veriđ miklu betri, en alveg örugglega sjá menn ţá ađ margt hefđi betur mátt fara í ţeirri nútíđ sem ţá var, ţađ er okkar nútíđ. Ţađ er ţví eins gott ađ viđ séum vel á verđi. Og tíđarandinn núna er kannski ekkert sérstaklega vinsamlegur ţeim sem ţjást af geđsjúkdómum eins og nýliđnir atburđir taka af  öll tvímćli um.


Bókmenntagagnrýnendur og óbreyttir lesendur

Ţađ er athyglisvert ađ bókmenntagagnrýnendur sem komiđ hafa fram opinberlega ausa meira og minna lofi á  bók Péturs Gunnarssonar ŢŢ í fátćktarlandi en ýmsir bloggarar láta sér fátt um finnast.

Ég var sá fyrsti sem opinberlega setti fram skođun á bókinni enda keypti ég hana og las fyrsta daginn sem hún kom út. Umfjöllun mín var fyrst og fremst persónuleg játning um sár vonbrigđi. Ég hef enn ekki jafnađ mig á ţeim. Guđmundur Magnússon (bloggiđ hans nú ađeins opiđ međ lykilorđi) tók undir skođanir mínar en gerđi ţađ međ meira frćđilegu orđalagi. Pétur Tyrfingsson gekk síđan miklu lengra í fordćmingu sinni á bókinni en viđ Guđmundur en hefur tekiđ út bloggiđ sitt. Runólfur Ágústsson, fyrrum rektor á Bifröst, var  mjög beggja blands í sinni umsögn en fannst ýmislegt í bókinni vera svona Séđ og heyrt legt.

Ţađ er ómaksins vert ađ reyna ađ gera sér grein fyrir ástćđunum á ţessum mikla mun frćđinga og leikmanna í mati á  ţessari bók.   

Ég held ađ ástćđan sé fyrst og fremst sú ađ leikmenn vćntu ţess ađ fá einhverjar nýjar upplýsingar um Ţórberg í nýrri bók um hann, hvers konar mađur hann var og ađ ţar yrđi einhver greining á ţví hvađ gerđi hann ađ ţví sem hann var, hvernig hann skírskotađi til samtíđar sinnar sem höfundur og hvađa áhrif hann hafi haft á íslenskar bókmennir, svo ađeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru ţetta atriđi sem telja má eđlilegt ađ bókhneigt fólk og ađdáendur Ţórbergs vilji fá ađ vita um hann.

Bókmenntagagnrýnendurnir, sem oft eru bókmenntafrćđingar, virđast hins vegar ekki ţurfa meira en ţađ ađ ţekktur rithöfundur skrifi um annan rithöfund til ađ fá skáldlega glýju í augun. Vá, sjálfur Pétur Gunnarsson er ađ skrifa listrćna og flotta bók um engan annan en hann Ţórberg! Ţađ hlýtur ađ vera bókmenntaviđburđur! Ţađ lá hreinlega í loftinu áđur en bókin kom út ađ frćđingarnir og kannski ýmsir ađrir myndu falla í stafi.

Gagnrýnendur fóru yfirleitt ţá leiđina í dómum sínum ađ verđa framhald af auglýsingum bókaforlagsins um bókina sem gaf  hana út. Enda er glefsur úr dómum ţeirra ađ finna á vefsíđu Forlagsins. Ekki er hann ég ţar nefndur einu orđi og ekki heldur neinir ađrir sem gagnrýnt hafa bókina! Skárra vćri ţađ nú!   

Gagnrýnislaust viđhorf bókmenntagagnrýnanda eru önnur vonbrigđin hvađ ţessa bók varđar sem sagt er ađ sé á mćrum skáldskapar og frćđa. 

Nú er ţađ mál sumra manna ađ skáldskapur geti stundum leitt sannleikann um mannlífiđ betur fram en stađreyndirnar sjálfar. En skáldskapur ţessarar bókar leiđir engan sannleika í ljós heldur dylur hann ţvert á móti. Lýsing höfundar á Reykjavík hefur til ađ mynda fengiđ mikiđ hrós frá gagnrýnendum. En ţćr lýsingar eru í stil viđ ţađ sem sést hefur í mjög alţýđlegum sagnfrćđiritum. Ţćr segja frá alkunnri vitneskju í ţćgilega sefjandi orđrćđu blađamennskusagnfrćđinnar.  Ekkert nýtt, ekkert óvćnt, engin greining á einu né neinu, ađeins svipmyndir međ skáldlegu orđalagi, sem deyfir skarpa sýn fremur en magnar hana.

Ţađ sem fyrst og fremst er ljóđur á ţessari bók er hin  tilgerđarlegi leikur ađ ţví ađ ţykjast vera á mćrum (meira ađ segja ţetta orđ er óţolandi tilgerđarlegt) skáldskapar og frćđa í stađ ţess ađ halda sér ţá bara viđ skáldskapinn. Hinar stílfćrđu og sviđsettu lýsingar á persónum sem ekkert er vitađ um svo sem Sólu og móđur hennar og eru ţess vegna algjör tilbúningur og allur hinn skáldsögulegi blćr bókarinnar gerir hinar fátćktarlegu tilburđi til frćđimennsku í henni beinlínis ótrúverđugar og ankannalegar. Ţessar persónur birtast ţví ekki "ljóslifandi" (orđ eins gagnrýnandans), eins og ţegar menn ţykjast ţekkja kunna samferđmenn sína í lýsingum á ţeim í bókum, heldur eru ţćr bara ímyndun sem vísa ekki til neins nema sinnar eigin ímyndunar. Ţetta truflar lesandann vegna nálćgđar viđ ćtlađa sannfrćđi í bókinni ađ einhverju marki, ţessi mćri sem eiga ađ vera viđ frćđilega sannfrćđi innan um allan skáldskapinn. Miklu nćr hefđi veriđ ađ skrifa heiđarlega skáldsögu um Ţórberg sem engum hefđi dottiđ í hug ađ taka alvarlega nema sem skáldskap. Frćđilegi ţáttur bókarinnar, svo tćpur sem hann er, veikir ţví meira ađ segja  bókina sem einhvers konar skáldverk, veldur ţví ađ  skáldlegur innblástur nćr sér aldrei á flug. Ţetta gerir bókina örugglega ađ veigaminnsta skáldverki Péturs. Og ţetta skyldi mađur halda ađ hvađa gagnrýnandaskussi sem er myndi sjá á augabragđi. En glýjan, mađur minn! Glýjan! Hún er nú ekkert smárćđi!

Ţađ má reyndar spyrja, eins og Guđmundur Magnússon gerir, hvort nokkur akkur sé í enn ţá meiri skáldskap um skáldskap Ţórbergs um sjálfan sig en kom frá honum sjálfum. Marga ađdáendur Ţórbergs ţyrstir nefnilega í ţađ ađ einher afhjúpi skáldskap Ţórbergs um sjálfan sig, skyggnist bak viđ hann og leiđi raunverulega manninn í ljós. Ţađ sem á ađ vera sannfrćđilegt eđa sama sem hjá Pétri er ţađ reyndar oft ekki. Hann styđst mikiđ viđ Ofvitann. En sú bók er engan veginn traust sagnfrćđileg heimild um manninn Ţórberg (bara um skáldskap hans) eins og hvađ eftir annađ virđist ţó gengiđ ađ sem vísu í bókinni hans Péturs. Einn bloggari benti reyndar á ţađ sem liggur kunnugum í augum uppi ađ flest af ţví sem í bókinni stendur hefur mađur lesiđ áđur og er löngu vitađ.  

Ţađ eru svo ţriđju vonbrigđin međ bókina, eđa hneyksli öllu heldur, ađ hún skuli hafa veriđ tilnefnd til íslensku bókmenntaverđlaunanna í flokki frćđirita eđa rita almenns efnis. Ef hún fćr verđlaunin - og ţađ er víst hćgt ađ búast viđ öllu nú á dögum - gerir hún trúđverugleika verđlaunanna í ţessum flokki ađ engu. Ţađ er ekki hćgt ađ verđlauna skáldverk sem ţykist líka vera lélegt frćđiverk sem fyrsta flokks frćđirit en ţađ hljóta ađ vera ađeins fyrsta flokks frćđirit sem hljóta íslensku bókmenntaverđlaunin í sínum flokki. Og verđlaunin yrđu til ađ festa enn frekar í sessi ţá öfugsnúnu tímanna hneigđ ađ gera svokölluđ frćđileg verk um menn og málefni ć skáldlegri og fremur í ćtt viđ fantasíu en frćđirit án ţess ađ nokkur reyni ađ koma vörnum viđ.

Halelúja fammistađa bókmenntaganrýneda í ţessu máli sýnir ađ ţar erum viđ ađ komast í hreinustu ógöngur.


Nú er mér öllum lokiđ

Í Morgunblađinu í dag eys Soffía Auđur Birgisdóttir lofi yfir bók Péturs Gunnarssonar ŢŢ í fátćktarlandi. Virđist hún, sjálfur bókmenntafrćđingurinn, vera á ţeirri skođun ađ skáldin segi meiri sannleika međ skáldskap sínum um frćđin en frćđimennirnir sjálfir međ frćđimennsku sinni. Ţetta er ískyggileg skođun sem ég nenni ekki ađ fara nánar út í enda ţýđir ţađ ekkert. 

Og áđan horfđi ég upp á ţađ í Kastljósi ađ búiđ er ađ tilnefna bók Péturs til íslensku bókmenntaverđlaunanna í flokki frćđirita og bóka almenns eđlis. Samt viđurkenna menn ađ um skáldverk sé ađ rćđa!

Hvađ á svona fíflagangur ađ ţýđa?

Hins vegar er alveg augljóst ađ ég tala fyrir daufum eyrum hvađ ţessa bók varđar og líklega um allt annađ. 


Skáldađ liđugt

Ţađ vellur alveg vitleysan út úr skáldum vorum ţessa dagana. Í Lesbók Moggans er langt og gott viđtal viđ Einar Má Guđmundsson um síđustu skáldsögu hans, Rimla hugans. En ekki er ţar allt sem sýnist.

Einar er ađ tala um lausn frá áfengisfíkn. Hann segir ađ bindiefni ţeirrar hjálpar sem Einar Ţór og Eva, sögupersónur bókarinnar, nái ađ ađ nýta sér sé ástin. "Ţađ er er ástin sem gefur Einari Ţór og Evu tilgang og styrk til ţess ađ ţrauka ţessa göngu."

Ţetta gengur kannski upp í skáldsögu. En í raunveruleikanum verđa menn ekki edrú vegna ástarinnar. Fjöldi fólks er edrú árum og áratugum saman án ţess ađ ástin komi ţar nokkuđ viđ sögu.

Engum ţeim sem hefur haft einhver kynni af alkóhólisma dettur í hug ađ ástin geri menn edrú.

En ţađ er víst allt hćgt í skáldskap.

 


ŢŢ í fátćktarlandi- vonbrigđi aldarinnar

Aldrei á ćvi minni hef ég orđiđ fyrir öđrum eins vonbrigđum međ nokkra bók.

Ţessi bók er sögđ ţroskasaga Ţórbergs. En hún er ţađ ekki, Hún er hvorki ţroskasaga né ćvisaga. Hún er skáldsaga um Ţórberg til 45 ára aldurs. Ţórbergi er lýst sem hverri annarri skálskaparpersónu og ţađ eru sett upp heilu leikritin (sem reyndar eru skemmtilegustu kaflar bókarinnar), tímataliđ er óljóst, spurningar spurđar sem ekkert er skeytt um ađ svara; allt hefur yfirbragđ skáldskaparins,  sveipađ mósku og fjarlćgđ.  torb

Ţetta eru skelfileg vonbrigđi.

Ćvisaga Ţórbergs, unnin  af sagnfrćđilegri rýni og bókmenntafrćđilegri innsýn, er óskrifuđ eftir sem áđur. Ţađ sem einna lengst kemst í ţá átt eru Ţórbergsţćttirnir í Skáldalífi Halldórs Guđmundssonar, ţeirri ágćtu bók.

ŢŢ í fátćktarlandi eftir Pétur Gunnarsson hefur hins vegar nánast ekkert gildi frá sagnfrćđilegu-og bókmenntafrćđilegu sjónarmiđi. Flest af ţví sem í bókinni stendur hefur komiđ fram annars stađar, á skýran og skilmerkilegan hátt, ađ undanteknum nokkrum upplýsingum um kvennamál Ţórbergs en ţau eru samt hulin sömu dulúđ og annađ í bókinni.  

Ég skil bara ekki hvađ menn eru ađ fara međ svona bók. En ég skil vel ađ ţađ var ćtlun höfundarins ađ svona yrđi bókin og ekki öđru vísi. Saga skálds um skáld. En geta skáld ekki skrifađ eđlilega og upplýsandi um önnur skáld?      

Ţetta er skáldsaga eftir Pétur Gunnarsson. Og sem slík er hún veigaminnsta skádsaga hans.


Hvađ dvelur Bókatíđindi?

Ţađ er eins og engin jól séu ađ koma. Fáar bćkur eru komnar í búđir. Ef mađur kemur í bókabúđir, til dćmis, Eymundsson, er ţar hálfgerđ lagersstemning eđa útsölublćr, matarbćkur á heilu borđi og líka draslbćkur á niđursettu verđi á mörgum borđum og lítiđ ber á nýjum bókum. Yfir vörnunum svífur einhver lausung og ráđleysi. 

Og ţađ bólar ekkert á Bókatíđindum ţó ađeins mánuđur sé til jóla.

Ég hef heyrt ţví fleygt ađ ţađ sé sölubrella bókaútgefenda ađ draga ţetta allt á langinn til ađ salan verđi ţví meiri undir lokin.

Ef ţetta er satt finnst mér ţađ fremur andstyggileg brella.


Ómögulegur álitsgjafi

Í gćr sagđi Kolbrún Bergţórsdóttir í Kiljunni ađ hún vorkenndi ţeim sem sćju rasisma í Tíu litlum negrastrákum og slíkt fólk ćtti bara ekki ađ lesa bćkur.

Miklar umrćđur hafa spunnist um ţessa bók og vindur hún sífellt upp á sig. Alltaf birtast fleiri fletir.

Ummćli eins og ţau sem Kolbrún lét út úr sér drepur hins vegar alla umrćđu. Allir eru bara afgreiddir sem ekki eru á sömu skođun og hún sjálf.

Ţeir sem sjá rasisma í Tíu litlum negrastrákum eru líklega misleitur hópur eins og hinir sem ekki sjá  hann. Margir í báđum hópum eru sennilega bókamenn og vel lćsir á texta. 

Er ţađ til of mikils mćlst ađ álitsgjafar í menningarţćtti sjái ofurlítiđ út fyrir sitt eigiđ nef en tali ekki af skefjalausri ţröngsýni og sjálfhverfu? Ađ ţeir geti ofurlítiđ sett sig í annarra spor í margbrotnum heimi. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband