Bókmenntagagnrýnendur og óbreyttir lesendur

Ţađ er athyglisvert ađ bókmenntagagnrýnendur sem komiđ hafa fram opinberlega ausa meira og minna lofi á  bók Péturs Gunnarssonar ŢŢ í fátćktarlandi en ýmsir bloggarar láta sér fátt um finnast.

Ég var sá fyrsti sem opinberlega setti fram skođun á bókinni enda keypti ég hana og las fyrsta daginn sem hún kom út. Umfjöllun mín var fyrst og fremst persónuleg játning um sár vonbrigđi. Ég hef enn ekki jafnađ mig á ţeim. Guđmundur Magnússon (bloggiđ hans nú ađeins opiđ međ lykilorđi) tók undir skođanir mínar en gerđi ţađ međ meira frćđilegu orđalagi. Pétur Tyrfingsson gekk síđan miklu lengra í fordćmingu sinni á bókinni en viđ Guđmundur en hefur tekiđ út bloggiđ sitt. Runólfur Ágústsson, fyrrum rektor á Bifröst, var  mjög beggja blands í sinni umsögn en fannst ýmislegt í bókinni vera svona Séđ og heyrt legt.

Ţađ er ómaksins vert ađ reyna ađ gera sér grein fyrir ástćđunum á ţessum mikla mun frćđinga og leikmanna í mati á  ţessari bók.   

Ég held ađ ástćđan sé fyrst og fremst sú ađ leikmenn vćntu ţess ađ fá einhverjar nýjar upplýsingar um Ţórberg í nýrri bók um hann, hvers konar mađur hann var og ađ ţar yrđi einhver greining á ţví hvađ gerđi hann ađ ţví sem hann var, hvernig hann skírskotađi til samtíđar sinnar sem höfundur og hvađa áhrif hann hafi haft á íslenskar bókmennir, svo ađeins fátt eitt sé nefnt. Allt eru ţetta atriđi sem telja má eđlilegt ađ bókhneigt fólk og ađdáendur Ţórbergs vilji fá ađ vita um hann.

Bókmenntagagnrýnendurnir, sem oft eru bókmenntafrćđingar, virđast hins vegar ekki ţurfa meira en ţađ ađ ţekktur rithöfundur skrifi um annan rithöfund til ađ fá skáldlega glýju í augun. Vá, sjálfur Pétur Gunnarsson er ađ skrifa listrćna og flotta bók um engan annan en hann Ţórberg! Ţađ hlýtur ađ vera bókmenntaviđburđur! Ţađ lá hreinlega í loftinu áđur en bókin kom út ađ frćđingarnir og kannski ýmsir ađrir myndu falla í stafi.

Gagnrýnendur fóru yfirleitt ţá leiđina í dómum sínum ađ verđa framhald af auglýsingum bókaforlagsins um bókina sem gaf  hana út. Enda er glefsur úr dómum ţeirra ađ finna á vefsíđu Forlagsins. Ekki er hann ég ţar nefndur einu orđi og ekki heldur neinir ađrir sem gagnrýnt hafa bókina! Skárra vćri ţađ nú!   

Gagnrýnislaust viđhorf bókmenntagagnrýnanda eru önnur vonbrigđin hvađ ţessa bók varđar sem sagt er ađ sé á mćrum skáldskapar og frćđa. 

Nú er ţađ mál sumra manna ađ skáldskapur geti stundum leitt sannleikann um mannlífiđ betur fram en stađreyndirnar sjálfar. En skáldskapur ţessarar bókar leiđir engan sannleika í ljós heldur dylur hann ţvert á móti. Lýsing höfundar á Reykjavík hefur til ađ mynda fengiđ mikiđ hrós frá gagnrýnendum. En ţćr lýsingar eru í stil viđ ţađ sem sést hefur í mjög alţýđlegum sagnfrćđiritum. Ţćr segja frá alkunnri vitneskju í ţćgilega sefjandi orđrćđu blađamennskusagnfrćđinnar.  Ekkert nýtt, ekkert óvćnt, engin greining á einu né neinu, ađeins svipmyndir međ skáldlegu orđalagi, sem deyfir skarpa sýn fremur en magnar hana.

Ţađ sem fyrst og fremst er ljóđur á ţessari bók er hin  tilgerđarlegi leikur ađ ţví ađ ţykjast vera á mćrum (meira ađ segja ţetta orđ er óţolandi tilgerđarlegt) skáldskapar og frćđa í stađ ţess ađ halda sér ţá bara viđ skáldskapinn. Hinar stílfćrđu og sviđsettu lýsingar á persónum sem ekkert er vitađ um svo sem Sólu og móđur hennar og eru ţess vegna algjör tilbúningur og allur hinn skáldsögulegi blćr bókarinnar gerir hinar fátćktarlegu tilburđi til frćđimennsku í henni beinlínis ótrúverđugar og ankannalegar. Ţessar persónur birtast ţví ekki "ljóslifandi" (orđ eins gagnrýnandans), eins og ţegar menn ţykjast ţekkja kunna samferđmenn sína í lýsingum á ţeim í bókum, heldur eru ţćr bara ímyndun sem vísa ekki til neins nema sinnar eigin ímyndunar. Ţetta truflar lesandann vegna nálćgđar viđ ćtlađa sannfrćđi í bókinni ađ einhverju marki, ţessi mćri sem eiga ađ vera viđ frćđilega sannfrćđi innan um allan skáldskapinn. Miklu nćr hefđi veriđ ađ skrifa heiđarlega skáldsögu um Ţórberg sem engum hefđi dottiđ í hug ađ taka alvarlega nema sem skáldskap. Frćđilegi ţáttur bókarinnar, svo tćpur sem hann er, veikir ţví meira ađ segja  bókina sem einhvers konar skáldverk, veldur ţví ađ  skáldlegur innblástur nćr sér aldrei á flug. Ţetta gerir bókina örugglega ađ veigaminnsta skáldverki Péturs. Og ţetta skyldi mađur halda ađ hvađa gagnrýnandaskussi sem er myndi sjá á augabragđi. En glýjan, mađur minn! Glýjan! Hún er nú ekkert smárćđi!

Ţađ má reyndar spyrja, eins og Guđmundur Magnússon gerir, hvort nokkur akkur sé í enn ţá meiri skáldskap um skáldskap Ţórbergs um sjálfan sig en kom frá honum sjálfum. Marga ađdáendur Ţórbergs ţyrstir nefnilega í ţađ ađ einher afhjúpi skáldskap Ţórbergs um sjálfan sig, skyggnist bak viđ hann og leiđi raunverulega manninn í ljós. Ţađ sem á ađ vera sannfrćđilegt eđa sama sem hjá Pétri er ţađ reyndar oft ekki. Hann styđst mikiđ viđ Ofvitann. En sú bók er engan veginn traust sagnfrćđileg heimild um manninn Ţórberg (bara um skáldskap hans) eins og hvađ eftir annađ virđist ţó gengiđ ađ sem vísu í bókinni hans Péturs. Einn bloggari benti reyndar á ţađ sem liggur kunnugum í augum uppi ađ flest af ţví sem í bókinni stendur hefur mađur lesiđ áđur og er löngu vitađ.  

Ţađ eru svo ţriđju vonbrigđin međ bókina, eđa hneyksli öllu heldur, ađ hún skuli hafa veriđ tilnefnd til íslensku bókmenntaverđlaunanna í flokki frćđirita eđa rita almenns efnis. Ef hún fćr verđlaunin - og ţađ er víst hćgt ađ búast viđ öllu nú á dögum - gerir hún trúđverugleika verđlaunanna í ţessum flokki ađ engu. Ţađ er ekki hćgt ađ verđlauna skáldverk sem ţykist líka vera lélegt frćđiverk sem fyrsta flokks frćđirit en ţađ hljóta ađ vera ađeins fyrsta flokks frćđirit sem hljóta íslensku bókmenntaverđlaunin í sínum flokki. Og verđlaunin yrđu til ađ festa enn frekar í sessi ţá öfugsnúnu tímanna hneigđ ađ gera svokölluđ frćđileg verk um menn og málefni ć skáldlegri og fremur í ćtt viđ fantasíu en frćđirit án ţess ađ nokkur reyni ađ koma vörnum viđ.

Halelúja fammistađa bókmenntaganrýneda í ţessu máli sýnir ađ ţar erum viđ ađ komast í hreinustu ógöngur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér ţykir skítt ađ geta ekki tekiđ ţátt í ţessari umrćđu, einfaldlega vegna ţess ađ ég hef ekki lesiđ bókina ennţá. Ég fékk engar jólagjafir í ár og ţví engar bćkur.

Ţórbergur hefur veriđ í miklu uppáhaldi hjá mér frá ţví ég var 11 ára en ţađ var ekki fyrr en á fullorđinsárum ađ ég fór ađ spá í manninn sem slíkan. Ég man vel eftir honum á göngu í Vesturbćnum, hann gekk daglega fram hjá Hringbrautar-róló ţar sem ég hafđist viđ löngum stundum í ćsku.

Lengi framan af fannst mér ekki nóg fjallađ um Ţórberg og verkin hans. Hann féll einhvern veginn í skuggann af öđrum stórhöfundum sem ţóttu kannski skrifa merkilegri bćkur, en ţađ gat ég aldrei tekiđ undir og hélt međ mínum manni í gegnum ţykkt og ţunnt.

Ég skellti mér ađ skođa Ţórbergssetur ađ Hala fyrir rúmu ári og hafđi mjög gaman af. Ţarf ađ fara aftur ţví ég hafđi ekki alveg nćgan tíma í ţessari heimsókn.

En bók Péturs ţarf ég ađ eignast og lesa, hvernig svo sem mér finnst hún ţegar upp verđur stađiđ. Ég held ađ ég eigi allt sem Ţórbergur hefur skrifađ og sem skrifađ hefur veriđ um hann, svo ţessa bók má alls ekki vanta í safniđ mitt.

Takk fyrir góđan pistil ađ hćtti hússins... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2008 kl. 15:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband