Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2018

Hitabylgjan

Allmikil hitabylgja gekk yfir landiđ í  nótt og í dag ţegar angi af hlýja loftinu i Evrópu barst til landsins.

Strax um miđnćtti var hitinn á Tröllaskaga kominn yfir 20 stig og ţar og sums stađar annars stađar varđ hiti mestur ađ nćturţeli. Snemma morguns varđ sums stađar hlýjast syđst á landinu og víđar á suđurlandi. Annars var yfirleitt hlýjast síđdegis eins og oftast er. Í Reykjavík fór hitinn í 23.5 stig milli klukkan 13 og 14 á sjálfvirku stöđunni en 22,7 stig á ţeirri mönnuđu. Ţađ er dagsitamet fyrir mönnuđu stöđina en hlýrra hefur veriđ nokkra ađra daga  nćrri ţeirri dagsetningu og ađra hásumardaga. Sólarhringsmeđaltlaiđ er 16,3 stig og er ţađ nćst mesta ţennan dag síđan Veđurstofan var stofnuđ 1920 en hlýrra var 2008, 16,6 stig ţegar hitabylgja  mikla í ţeim mánuđi var ađ byrja.         

Hlýjast varđ 24,7 stig á Patreksfirđi og 24,5 stig á Tálknafirđi og Hafnarmelum, 24,2 viđ Korpu, 24,1 Lambavatni á Rauđasandi, 23,8 viđ Hafursfell og 23,7 stig á Skrauthólum á Kjalarnesi og 23.8 á stöđ vegagerđarinnar á Kjalarnesi. Á suđurlandi varđ hlýjast 23,3 stig á Ţingvöllum og 23,2 stig á Önundarhorni. Hlutfall veđurstöđva sem mćldu 20 stiga hita eđa meira er eftir hitabylgjutali Trausta Jónssonar 58,7 af hundrađi sem er ţađ mesta síđan í hitabylgjunni miklu i júlílok 2008 og ég reikna ţennan dag reyndar 9.víđfemasta hitabylgjudag á landinu síđan Veđurstofan var stofnuđ 1920. Mesti landshiti náđi ţó ekki 25 stigum.

Ekki hafa mörg árshitamet veriđ slegin á stöđvum sem nokkuđ lengi hafa athugađ. Ţó mćldist hitinn í Ćđey 22,1 stig en ţar höfđu áđur mćlst mest 21,6 stig á mönnuđu stöđunni í hitabylgjunni miklu í ágúst 2004 en mćlingar eru frá 1954. Í Súđavík mćldust 22.4 stig sem er ţađ mesta en mćlt hefur veriđ í mćlingasögu upp á 23 ár. Á Bjargtöngum mćldust 21,6 stig sem er mesti hiti sem ţar hefur mćlst, frá 1994. Og á Hvalnesi kom met upp á 21,3 stig ţsr sem mćlt hefur veriđ frá árinu 2000.

Ekki mćldist 20 stiga hiti eđa meira inni í Skagafirđi og Húnavatnssýslum og ekki heldur á Fljótsdalshérađi eđa norđanverđum austfjörđum. Og ekki á mönnuđu stöđinni á Akureyri og hefur ekki gerst ţetta sumar. Hins vegar varđ tiltölulega hlýtt á sunnanverđum austfjörđum miđađ viđ ţađ sem ţar gerist. 

Í fylgkskjalinu er listi yfir hámarkshita allra veđurstöđva sem mćldu 20 stiga hita eđa meira. Stöđvunum er rađađ frá Reykjanesskaga og síđan norđur og vestur um og endađ á Eyrarbakka. Einnig er tilgreint klukkan hvađ mesti hitinn mćldist, td. 14 merkir ađ hitinn hafi mćlst milli klukkan 13 og 14 en ţegar tvćr tölur eru, t.d. 1314, merkir ađ hitinn hafi mćlst bćđi milli klukkan 12 og 13 og milli klukkan  13 og 14. Viđ mannađar stöđvar er ađeins tilgreindue hámarksaitinn en ekki hvenćr hann varđ. Stöđvarnar eru ekki ađgreindar eftir rekstrarađilum. 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband