Tvær sögur frá Fischer-Dieskau

Í ævisögu sinni segir Dietrich Fischer-Dieskau nokkrar gamansögur. Hér eru tvær þeirra.

Óperunni Tosca eftir Puccini lýkur á því að aðalsöghetjan, Tosca sjálf, varpar sér fram af  fangelsisvegg og deyr. Í einni  sýningu hafði einhver keppinautur söngkonunnar sem söng Toscu í óperuhúsi einu sett af hrekk sínum trambolín í stað dýnu á þann stað þar sem Tosca átti að lenda eftir að hún henti sér fram af veggnum. Furðu lostnir áhorfendur sáu því Toscu hendast nokkrum sinnum upp og niður fyrir augum sínum í loftinu eftir að hún varpaði sér fram af veggnum til að deyja. 

Hinn frægi breski hljómsveitarstjóri Sir Thomas Beecham hafði lítið dálítið á samtíðartónlist. Einu sinni var hann að æfa nýtt verk með Konunglegu fílharmoníuhljómsveitinni í Lundúnum af takmörkuðum áhuga og gerði sér allt í einu ljóst að hljómsveitin hafði  hætt að spila. Þá spurði hann: Herrar mínir, hvað er eiginlega um að vera? Konsertmeistarinn svaraði: Sir Thomas, verkinu er lokið! Guði sé lof, svaraði þá meistarinn að bragði. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband