Skáldað liðugt

Það vellur alveg vitleysan út úr skáldum vorum þessa dagana. Í Lesbók Moggans er langt og gott viðtal við Einar Má Guðmundsson um síðustu skáldsögu hans, Rimla hugans. En ekki er þar allt sem sýnist.

Einar er að tala um lausn frá áfengisfíkn. Hann segir að bindiefni þeirrar hjálpar sem Einar Þór og Eva, sögupersónur bókarinnar, nái að að nýta sér sé ástin. "Það er er ástin sem gefur Einari Þór og Evu tilgang og styrk til þess að þrauka þessa göngu."

Þetta gengur kannski upp í skáldsögu. En í raunveruleikanum verða menn ekki edrú vegna ástarinnar. Fjöldi fólks er edrú árum og áratugum saman án þess að ástin komi þar nokkuð við sögu.

Engum þeim sem hefur haft einhver kynni af alkóhólisma dettur í hug að ástin geri menn edrú.

En það er víst allt hægt í skáldskap.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Kjöftugum ratast oft satt á munn

Fishandchips, 24.11.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta selur Sigurður minn. Þetta er það sem kallað er markaðstorg.

Þórbergur Torfason, 25.11.2007 kl. 01:37

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég þekki a.m.k. einn mann sem hætti endanlega að drekka eftir margar tilraunir vegna ástar. Það var reyndar ást á dóttur hans, en ást engu að síður.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.11.2007 kl. 02:09

4 identicon

"Alkagen" getur nú varla verið til, því alkóhólið varð til eftir að maðurinn var fundinn upp, held ég megi segja. Eða hvað segja guðfræðingarnir um það atriði?

En ef fíkngenið væri tekið úr okkur öllum myndu öll hagkerfi hreinlega hrynja, því þetta gen stjórnar allri fíkn, til dæmis fíkn í áfengi, kynlíf, eiturlyf, sígarettur, skrif á Moggablogginu, sjónvarp, fótbolta, útivist, súkkulaði, ferðalög og skemmtanir.

Fíkn getur því birst í ýmsum myndum og við verðum að læra að hafa stjórn á okkar fíknsortum. Maður sem er sólginn í útivist getur líka verið mikill kynlífsunnandi, og þetta getur farið ágætlega saman, en náttúrlega farið úr böndunum, eins og dæmin sanna. Og sumir verða að láta útivist alveg eiga sig, sem og áfengi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 05:38

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég dreg það í efa Lára að einhver hafi orðið edrú vegna ástar á dóttur sinni. Þvert á móti eru þess mýmörg dæmi að foreldraást verði að lúta i lægra haldi fyrir fíkninni. Ég hef hlustað á slíkan vitnisburð í viku hverri í 28 ár. Ástin er vita gagnslaus fyrir utan hvað hún er vita vitlaus!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.11.2007 kl. 09:11

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Með þessu er Lára væntanlega að segja að dóttir mín hafi ekki borið nógu mikla ást til barnanna sinna til að verða edrú....

Kjaftæði 

Heiða B. Heiðars, 25.11.2007 kl. 09:52

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í alvöru: ekki geri ég lítið úr foreldraást en fíknin er sterkari. Það verður enginn minni fyrir það. Þetta er bara einkenni sjúkdómsins og best að sjá það raunsæjum augum án þess að ásaka. Hins vegar geta blæbrigði lífsins verið æði mörg og ekki loku fyrir það skotið að eitthvað í samskiptum barna og foreldra geti loks verið það korn sem fyllir mælinn að manneskja vilji verða og geti orðið edrú.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.11.2007 kl. 10:08

8 identicon

Heiða mér finnst nú óþarfi að leggja Láru orð í munn. Hún sagði að hún þekkti einn einstakling sem hefði hætt endanlega að drekka vegna ástar á dóttur sinni. Sama hvað mönnum finnst um hversu líklegt það sé, þá er það bara alls ekki það sama og segja að einhver annar hafi ekki hætt að drekka vegna þess að hann elski ekki fólkið sitt nógu mikið.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 10:16

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, Heiða... það var ég alls ekki að segja. Mjög sérstakar aðstæður í þessu tilfelli urðu til þess að maðurinn áttaði sig á að hann varð að hætta að drekka. Ást hans á dóttur sinni var kveikjan að þessari uppgötvun sem varð til þess að loksins, loksins tókst það. Auðvitað kom fleira til en þetta var neistinn. Nú er hann búinn að vera edrú í rúm 20 ár.

Ég hef hins vegar oftar séð fíknina vera yfirsterkari og ekkert getað komið í veg fyrir hana.

Dóttir þín er mikil hetja, Heiða. Ég hef fylgst með henni, les bloggið ykkar beggja, og er ein af þeim sem dáist að henni og hugsa til hennar með mikilli hlýju. Þín líka, því fátt er vera verra en að horfa upp á börnin sín verð fórnarlömb fíknar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.11.2007 kl. 11:26

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi sko... ég er óþarfa viðkvæm þegar þessi mál eru annars vegar og veit alveg af því

En að einhver hafi sigrast á fíkn vegna ástvina sinna er bara ekki séns. Ást á sjálfum sér er eina ástin sem getur hjálpað fólki í fíkn. Börn dóttur minnar eru örugglega hluti af ástæðunni fyrir því að hún tollir edrú.... en ekki ástæðan fyrir því að hún varð edrú. Og ég trúi því ekki upp á nokkurn mann að hann hafi sigrast á fíkn vegna ástar 

Heiða B. Heiðars, 25.11.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband