Fćrsluflokkur: Bćkur

Ef Halldór Laxness hefđi farist 1926

Í Ćvisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guđmundsson segir frá ţví ađ í desember 1926 hafi Halldór átt pantađ far frá Akureyri suđur međ norska skipinu Balholm en missti af skipinu af einhverjum ástćđum en ţađ fórst í ferđinni fyrir vestan land međ allri áhöfn.

Íslensk menningarsaga hefđi orđiđ öđru vísi og stórum fátćkari hefđi Halldór Laxness farist međ skipinu. Hann var ţá nýbúinn ađ skrifa Vefarann mikla frá Kasmír en bókin var enn ekki komin út.

Líklegt er ađ Gunnar Gunnarsson hefđi veriđ taliđ helsta skáld ţjóđarinnar ef Halldór hefđi veriđ úr leik og skrifađi hann ţó á erlendu máli sem hefđi veriđ vandrćđalegt. Ţórbergur hefđi aldrei veriđ talinn helsta skáldiđ af ţví ađ hann lagđi stund á svo óhefđbundnar bókmenntagreinar.

Ţađ má öruggt teljast ađ Íslendingar hefđu ekki enn eignast neitt nóbelsskáld.

Ţegar Halldór er tekinn úr bókmenntum 20. aldar er augljóst ađ engin stórskáld á heimsmćlikvarđa voru önnur á ţeim tíma.

Sjálfvitund okkar sem ţjóđar vćri bara allt öđru vísi ef Halldór Laxness hefđi ekki misst af skipinu í desember 1926.

Ţađ er stutt milli lífs og dauđa og örlög manna og ţjóđa eru oft tilviljunum háđ.  

Í ársyfirliti Veđráttunnar 1926 segir svo um vestanóveđur sem gekk yfir landiđ 7. desember 1926: "Sjógangur var mikill ţennan dag og stórflóđ á Suđvestur -og Vesturl. ... Í ţessu veđri fórst norska gufuskipiđ Balholm međ 23 mönnum útifyrir Mýrum, fór frá Akureyri ţ. 2., ćtlađi til Hafnarfjarđar."

Fyrir neđan má sjá ţrýstikort frá hádegi 7. desember 1926. Lćgđ undir 975 hPa er á norđvestur Grćnlandshafi og hćđ suđur í höfum og veldur ţetta  mikilli suđvestan- eđa vestanátt.

Rslp19261207

 


Friđbjörg og Gudda građa

Mér hnykkti viđ ţegar ég las lýsingu Halldórs Guđmundssonar í bókinni Halldór Laxness á bćjarbragnum í Reykjavík um aldamótin 1900. Íbúarnir hafi veriđ sex ţúsund en ađeins tveir lögregluţjónar. Allt hafi veriđ í hershöndum ef erlend skip međ fjölmenni lágu í höfn og síđan segir bókarhöfundur og ţađ var setningin sem mér brá í brún yfir enda kemur hún nánast eins og skrattinn úr sauđarleggnum:

" Lögreglumennirnir hafa hugsanlega ţurft ađ takast á viđ skćkjurnar tvćr, ţćr Friđbjörgu og Guddu gröđu, sem Ţórbergur Ţórđarson og Stefán frá Hvítadal segja ađ hafi veriđ viđ störf í bćnum áriđ 1906." (Bls. 15).

Frá ţessum konum segir Ţórbergur í smábókinni Í Unuhúsi sem hann hefur eftir Stefáni en konur ţessar voru viđlođandi húsiđ. Ţar segir fullum fetum ađ ţćr hafi veriđ "opinberar skćkjur" sem er auđvitađ mjög ónákvćmt orđalag. Hvađ felst í slíkri stađhćfingu? Sumar frásagnirnar af Friđbjörgu eru nćsta krassandi í međförum skáldsnillinganna Ţórbergs og Stefáns. Ţar er til dćmis sagt frá Jóakim sem var međ lekanda og lćknir bannađi öll afskipti af kvenfólki en svaf ţó hjá Friđbjörgu í Unuhúsi á hverri nóttu. Ekki virđist ţađ hafa kallađ á nein viđbrögđ frá gestgjafa né gestum gagnvart heilbrigđisyfirvöldum og lá ţó lagaskylda viđ. Ţar er líka sagt frá Hermanni nokkrum Rúti sem hafđi króađ Friđbjörgu af úti í horni, hélt pilsum hennar uppi undir höndum og ţćfđi hana upp viđ annan gluggakarminn. Hún ćpti og kallađi á hjálp. Ţegar menn komu ađ sleppti nauđgarinn stúlkunni og sagđi". Helvítis mellan vill ekki lofa mér ţađ". Og Ţórbergur bćtir um betur međ  ritsnilld sinni: "Rölti Friđbjörg síđan niđur." Stefán segir um Friđbjörgu ađ hún hafi veriđ vínhneigđ og orđiđ fyrir ástaróláni "enda var hún döpur í bragđi og leiđ auđsjáanlega illa. " Hún komst eitthvađ í kast viđ lögin fyrir hnupl. 

Una sagđi um ţćr stallsystur Friđbjörgu og Guddu ađ "ţćr höguđu sér líkast veslings hundunum og svona manneskjum vćri ekki viđbjargandi." En ekkert er haft eftir Unu um ţá karlmenn sem notfćrđu sér lánleysi ţessara kvenna sem líklega voru niđurbrotnar manneskjur og önnur ađ minnsta kosti alkóhólisti, en međal ríđaranna hafa ef til vill veriđ einhverjir af ţeim andansmönnum sem stunduđu Unuhús og međ fullri vissu, samkvćmt frásögn bókarinnar, einn guđfrćđingur sem átti kannski eftir ađ verđa ţekktur prestur og mikill kennimann. 

Friđbjörg fór einn dag alfarinn úr Unuhúsi og fara ekki af henni meiri sögur.

En ég hef veriđ ađ hugsa um ţessar konur sem dúkka svona óvćnt upp í ćvisögu nóbelsskáldsins. Ţćr voru raunverulega manneskjur en ekki bara nöfn í bókum.   

Hver var uppruni ţeirra? Voru ţćr dćtur betri borgara? Eđa ólust ţćr upp í örbirgđ? Hver varđ ţeirra ćvisaga? Meiri fengur fyndist mér reyndar í henni en ćvisögu nóbelsskáldsins. Hvernig var menntunarstig ţeirra? Hvernig var gáfnafariđ og geđfariđ? Getur veriđ ađ ţćr hafi átt viđ ţroskafrávik eđa geđrćn vandkvćđi ađ stríđa eins og sagt er nú á dögum? 

Var einhver sem elskađi ţessar konur? Urđu ţćr svo mikiđ sem einn dag virđingar ađnjótandi frá samborgurum sínum? Skipti guđ sér nokkuđ af ţeim?

Var Gudda građa nokkuđ građari en ţeir andans jöfrar, skáld og kennimenn, sem notfćrđu sér hana?  

Hvenćr dóu ţessar konur? Hvar eru ţćr grafnar?

Skyldi ţeim nokkru sinni hafa órađ fyrir ţeim meinlegu örlögum ađ nöfn ţeirra ćttu eftir ađ verđa ódauđleg međ ţví ađ tengjast nokkrum helstu ritsnillingum ţjóđarinnar á afar lítilsvirđandi hátt!  

Ţetta voru nokkrar af ţeim hugsunum sem fóru í gegnum huga minn ţegar ég las ţessa einkennilegu athugasemd í Ćvisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guđmundsson.

 

   


Horfnir frćgđarmenn

Í minningargrein um Elías Mar segir Bragi Kristjónsson fullum fetum ađ neikvćđ gagnrýni um Sóleyjarsögu hafi valdiđ ţví ađ hann skrifađi ekki fleiri skáldsögur. Árni Bergmann tekur í sama streng.

Enginn efast um rithöfundahćfileika Elíasar Mar og mikil er ábyrgđ ritdómara ađ geta međ óvćginni gagnrýni gert bókmenntasögu ţjóđarinnar stórum fátćkari. Hversu algengt skyldi ţađ annars hafa veriđ og er kannski enn? 

Ţađ er eflaust bagalegt ađ vera svona hörundssár eins og Elías auk ţess sem svona viđbrögđ virđast bera vott um ónógt sjálfstraust en ţetta tvennt fylgist reyndar oft ađ. En viđkvćmni af ţessu tagi fylgir stundum líka mikill nćmleiki fyrir öđrum. Ég held ađ svona nćmi fylgi oft góđu fólki.

eliasMeđan ég skrifađi sem mest í Ţjóđviljann fyrir ćvalöngu, bćđi greinar og  tónlistargagnrýni, hafđi ég töluvert af Elíasi Mar ađ segja en hann var prófarkalesari á blađinu. Ég hitti hann einnig í rithöfundapartýum sem ég sótti stundum á ţessum árum ţó nú forđist ég slíkt sem heitan eldinn og eitthvađ kom ég heim til hans. Í ţessum veislum, eins og öllum öđrum, röđuđust alltaf saman ákveđnir hópar. Ég var ávallt í litlum hópi ţar sem Elías Mar var ţungamiđjan. Og ég fann ćtíđ frá honum mikla  velvild í minn garđ. Ég held ađ hann hafi botnađ eitthvađ í mér í raun og veru. Fyrir nú utan hvađ hann var andskoti skemmtilegur.

Nú ţegar ég hugsa til baka finn ég ađ Elías Mar er reyndar eini eldri rithöfundurinn sem ég get beinlínis minnst međ persónulegri hlýju og ţakklćti.

Menn eins og hann eru hćttir ađ vera til.

Í minningargreinunum um Elías er víđa vikiđ ađ Ţórđi Sigtryggssyni organista. Sumir segja ađ hann sé ađ einhverju leyti fyrirmyndin ađ organistanum í Atómsstöđinni ţó Erlendur í Unuhúsi sé líka ţar til nefndur. Ţórđur er alltaf umvafinn miklum dýrđarljóma ţegar á hann er minnst á prenti nú á dögum. Hann skrifađi reyndar minningar sínar og  í einni af minningargreinunum um Elías er sagt ađ ţćr séu of mergjađar til ađ koma fyrir almenningssjónir. Ţessar minningar hef ég lesiđ í vélrituđu handriti. Mér finnst ađ eigi endilega ađ gefa ţćr út og draga ekkert undan.

Ţá ţarf ekki lengur ađ sveipa Ţórđ neinum dýrđarljóma ţjóđsagnanna. Saga hans mun sjálf tala sínu máli.  


Truntusól er ekki skáldsaga

Orđiđ Truntusól hefur tvívegis veriđ nefnt af ţeim sem hafa gert athugasemdir viđ bloggiđ mitt síđustu daga. Ţetta er nafn á bók sem ég skrifađi ţegar ég var tuttugu og fjögra ára gamall. Á tiltilblađi bókarinnar segir ađ hún sé skáldaga.

En nú get ég upplýst ađ svo er ekki ţó tveir kaflar í bókinni séu hreinn tilbúningur og slatti hér og ţar í henni til viđbótar. Bókin segir frá vist á geđdeild og var útgefandinn, Ragnar í Smára, svo hrćddur vegna yfirlćknis deildarinnar, Karls Strand,  og fleira starfsfólks ađ hann krafđist ţess ađ bókin vćri kölluđ skáldsaga. Einnig varđ ég ađ fella út ýmislegt gys sem ég gerđi ađ  starfsfólkinu og breyta öllum nöfnum á ţví. Mér var ţetta ţvert um geđ en varđ ađ láta undan ţví annars hefđi bókin aldrei komiđ út. Reyndar var mér sagt af manni er starfađi á viđkomandi deild ađ yfirlćknirinn hafi reynt ađ koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar. Bókin vakti heilmikla athgyli og var upseld fyrir jól svo ég vona ađ fariđ hafi ćrlega um hann.

Fyrir skömmu var mér bent á ritiđ "Tengt viđ tímann, tíu sneiđmyndir frá aldalokum" sem Bjartur og ReykjavíkurAkademían gáfu út áriđ 2000. Og skrifar ţar ekki Hermann Stefánsson bókmenntafrćđingur ritgerđina "Geđsmunir" og er ţar talsvert fjallađ um Truntusól. Hann segir m.a. um bókina: ...„verkiđ hefur öll verksummerki skáldskapar og lesandinn er látinn koma ađ ţví eins og sáldsögu..."

Eins og áđur segir er ţetta samt ekki skáldsaga. Hermann segir líka um bókina: "Í huga íslenskra lesenda hefur hún yfir sér áru sjálfsćvisögulegs ákćruskjals." Og nokkru síđar segir hann: "Truntusól er ekki ákćruskjal. Í verkinu er ađ finna nćstum ţví einstakt dađur viđ fjölmargar bókmenntagreinar: skáldsögu, stjórnmálarit, dagbókarbrot, tónlistarrýni, heimspekirit, samrćđulist, trúarbragđarit, ćvisögur, ţjóđlegan fróđleik, blađagreinar, mannlýsingar; ţar ćgir saman ólíkustu stíltilraunum, rómantískum stemmningum í bland viđ grimma sjálfsskođun, ákćrum í bland viđ íhugular mannlýsingar."

Ţađ er ekki ađ spyrja ađ ţví ađ bókmenntafrćđingar lesa margt og margt í bókum sem ekki er ţar ađ finna. Hermann man ekki ţá tíma ţegar bókin kom út. Ég hef nú bara aldrei heyrt ađ litiđ hafi veriđ á hana sem ákćruskjal. Ég held ađ ţađ hafi ekki hvarflađ ađ neinum. Sannarlega var slíkt ekki mín ćtlun. Ţađ er hins vegar ţjóđfélagsgagnrýni í bókinni eins og ţá var tíska. Ég held ađ allir hafi séđ ađ bókin er fyrst og fremst sjálfslýsing höfundar eins og hann upplifđi sig ţá. Nú er hann allur annar mađur! 

Ég hef oft veriđ spurđur ađ ţví fram á ţennan dag af hverju ég hafi ekki skrifađ fleiri bćkur og hvort ég ćtli nú ekki ađ fara ađ skrifa bók. Síđustu árin hef ég svarađ ţví til ađ ég sé einmitt búinn ađ skrifa nýja bók. Ţá hjarnar spyrjandinn allur viđ og spyr međ gleiđu brosi á vör:

"Skáldsögu?"

"Nei, bók um tónlist."

Og ţá stirnar ánćgjuglott spyrjandans í vonbrigđargrettu.

Hvađ er eiginlega svona merkilegt viđ skáldsögur? Ađ menn missi andlitiđ ţegar ţćr eru ekki skrifađar heldur annars konar bćkur.

Ţađ liggur viđ ađ ég sjái eftir ţví ađ hafa skrifađ Truntusól. Ég var örugglega fyrsti Íslendingurinn sem talađi frjálslega um geđraskanir. En ţađ var ekki til neins.

Nú ţrjátíu árum síđar finnst mér fordómar gegn ţeim vera meiri en ţeir voru ţá.


Sársauki annarra

Ţađ er upplagt ađ nota afgangsaurana frá jólamánuđinum í ţađ ađ kaupa bćkur. Ţađ gerđi ég í gćr. Bćkurnar eru ţessar:

Sál og mál eftir Ţorstein Gylfason. Ég hef ţađ ađ keppikefli ađ kaupa allar íslenskar bćkur sem fjalla um heimspekileg efni. Ţorsteinn skrifar mjög skemmtilega ţó ég átti mig ekki almennilega á ţví hversu mikill heimspekingur hann er. Einu sinni sinnađist mér illilega viđ Ţorstein. Hann var međ viđkvćmustu mönnu3891m svo ţetta var nú annađ en gaman. Og ég er sjálfur međ fáránlega viđkvćmustu mönnum. Međ tímanum jafnađi ţetta sig enda er ég langt frá ţví ađ vera langrćkinn. Vel á minst: Einu sinni ţegar ég var heima hjá Ţorsteini sagđi hann mér dálítiđ sem ég hef hvergi rekist á opinberlega. Hann sagđist hafa ţađ eftir afa sínum, Vilmundi Jónssyni landlćkni, ađ Ţórbergur hafi á sínum yngri árum veriđ maníódepressívur. Hann hafi veriđ haldinn geđhvörfum eins og ţađ er nú kallađ. Ég var reyndar vantrúađur á ţetta en gaman verđur ađ sjá hvort fariđ verđur út í ţetta efni í vćntanlegri ćvisögu Ţórbergs eftir Pétur Gunnarsson.

Hversdagsheimspeki eftir Róbert Jack. Ţessi bók fjallar, eins og nafniđ bendir til, um heimspeki hversdagsins, daglegs lifs, listina ađ lifa eftir hugmyndum sínum.  

How the World will Change with Global Warming. Bók Trausta Valssonar um breytingarnar sem hann telur ađ hlýnun vegna gróđurhúsaáhrifa muni valda á heiminum. Bókin er prýdd fjölda mynda og uppdrátta. Hún er eina bókin sem komiđ hefur út eftir Íslending um gróđurhúsaáhrifin. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna hún kemur ekki út á íslensku. Ţađ er orđiđ brýnt ađ komi út bók á okkar máli ţar sem gerđ er öfgalaus og frćđileg grein fyrir gróđurhúsaáhrifunum. Sú bók ćtti ađ vera eftir veđurfrćđing en ekki annars konar frćđing. Skora ég hér međ á íslenska veđurfrćđinga ađ skrifa svona  bók eđa heita liđleskjur ella.  

280px-Global_Warming_Predictions_Map_2

Síđasta setning Fermats. Í fljótu bragđi sýnist mér ţessi bók alveg ćđisleg. Hún fjallar um ađdraganda ţess ađ hin svonefnda „síđasta setning Fermats", var sönnuđ en ţađ gerđist fyrir fáum árum og hafđi lausnin veriđ umhusunarefni stćrđfrćđinga í nokkrar aldir. Margt gott og göfugt virđist mér vera í ţessari bók, ćđi langt frá dćgurţrćsi og dellumakaríi fjölmiđlanna. Fermat_5

Ég var nćstum ţvi búinn ađ kaupa Um sársauka annarra eftir Susan Sonntag. En hvađ varđar mig um sársauka annara? Ekki baun í bala. Ef ég ţekki sjálfan mig rétt kaupi ég ţó áreiđanlega bókina nćstu daga vegna ađdáunnar minnar á Súsönnu. En mig varđar samt ekkert um sársauka annarra!  

Ég stóđst svo ekki mátiđ ađ kaupa líka A History of Cannibalism. Bókin fjallar um mannát frá ýmsum hliđum, í fortíđinni međal ţjóđflokka, í hungursneyđum á ýmsum tímum, í ţrengingum ferđalanga er urđu matarlausir og - síđast en ekki síst - er sagt frá vćgast sagt afbrigđilegum  rađmorđingjum síđustu aldir sem átu fórnarlömb sín međ bestu lyst. Enginn var óhugnanlegri en karlskrattinn Albert Fish, elsti mađur sem tekinn hefur veriđ af lífi í rafmagnsstólnum í Bandaríkjunum, en hann hefur jafnvel veriđ talin brenglađasti perri sem sögur fara af. Hann hlakkađi mjög til ađ ađ verđa steiktur í rafmagnsstólnum sem vćri „the supreme thrill, the only one I have not tried.

350px-Lafm-com-Red20DragonHvers  vegna er blíđmenni eins og ég ađ kaupa svona bók? Líklega af sömu ástćđu og okkur finnst svo gaman ađ horfa á bíómyndirnar um Hannibal the Cannibal. Viđ iđum í skinninu yfir ógeđslegum hryllingi. Hann kitlar einhvern fjandann lengst inni í myrkviđum sálarinnar. Og mannćtubókin fjallar auđvitađ einnig um mannát í bókmenntum og kvikmyndum.               

Konan sem afgreiddi mig međ bćkurnar var ansi hreint sćt. Ég gćti alveg ţegiđ hana í eftirrétt.  

 


Gunnar og Ţórbergur

Á jóladag var ţáttur  í Ríkisútvarpinu um Gunnar Gunnarsson í umsjá Eiríks Guđmundssonar. Birt voru gömul samtöl viđ skáldiđ og nokkrir menn sögđu frá kynnum sínum af  Gunnari og verkum hans. Sigurjón Björnsson fyrrverandi prófessor, sem skrifađi um Gunnar bókina Leiđin til skáldskapar, sagđi ađ Gunnar vćri djúpur höfundur sem gćfi lesandanum mikiđ ef hann gćtti ţess ađ fyllast ekki ţunglyndi.

ónefntŢetta eru orđ ađ sönnu. Ég var 18 ára ţegar ég las ritverk Gunnars í heild. Og ég varđ alveg heillađur. Fyrir utan Fjallkirkjuna var ég sérstaklega hrifinn af bókunum Vargur í Véum, Strönd lífsins og Sćlir eru einfaldir. Síđast talda bókin er eitt mesta meiststaraverkiđ í íslenskum bókmenntum og nokkra áratugi á undan sínum tíma. Hún fjallar í rauninni um ţađ hvernig hćgt er ađ lifa af í guđlausum og ráđvilltum heimi ţar sem öll gildi eru hrunin, stef sem varđ sterkt í bókmenntum heimsins eftir síđari heimstyrjöld. Vikivaki er líka nútímalegt verk og frumlegt međ afbrigđum. En Gunnar er óneitanlega "tyrfinn" og "ţungur" oft og tíđum.

Bók Halldórs Guđmundssonar, Skáldalíf, um Gunnar og Ţórberg er unađslegur lestur. Honum tekst blátt áfram ađ gera bókina spennandi.  Hvađ gerist nćst í lífi ţessara ólíku manna? Og hann ber svo fallega virđingu fyrir listinni og gerir sér svo góđa grein fyrir ţví ađ ţeir sem skapa miklar bókmenntir eru margbrotnir menn og ekki allir ţar sem ţeir eru séđir.

Ţví verđur ekki á móti mćlt ađ Gunnar Gunnarsson er nú ekki mikiđ lesinn hér á landi, hvađ ţá í Danmörku ţar sem hann var áđur stórstjarna. Greining Halldórs, sem hvergi er ţó skipulögđ en kemur fram svona hér og hvar, held ég ađ fari langt međ ađ skýra hvers vegna ţetta er svo. Hann segir eitthvađ á ţá leiđ ađ Gunnar hafi í rauninni veriđ nítjándu aldar mađur (fyrir utan, tel ég, svokallađar stríđsárabćkurnar sem ađ ofan voru taldar) og hugarheimur hans hafi veriđ orđinn hálf framandi mönnum ţegar milli stríđa, hvađ ţá eftir hamfarir seinni styrjaldarinnar, auk ţess voru sumar fyrri bćkur hans hálfgerđar afţreyingarbćkur, hann skorti mjög  stílsnilld, málsgreinar í textanum eru ţungar og flóknar og hann býr  ekki yfir ţeirri fyndni sem nútímmamenn geta hreinlega ekki án veriđ í brjáluđum heimi. Ţetta er sem sagt skođun Halldórs. 

Ţađ vantar eiginlega einhvern demón í Gunnar til ađ hann hrífi okkur nú. Ţađ eru örlög bóka, líka góđra  bóka, ađ ţokast inn í myrkriđ, verđa söguleg gögn fremur en uppspretta lifandi gleđi og ánćgju nema fyrir sérstaklega bókhneigt fólk.

Ţađ segir sína sögu um ţađ hve listrćnn áhugi fyrir Gunnari er nú orđinn lítill ađ ţađ var orđrómur um ţađ hvort til hafi stađiđ ađ veita honum nóbelsverđlaunin sem gerđi hann allt í einu ađ umtalsefni međal ţjóđarinnar. Ţađ var ekki ađ menn uppgötvuđu einhverja nýja vídd í bókum hans, eitthvađ sem okkur hafđi yfirsést en skiljum nú ađ hafi eitthvađ mikiđ ađ fćra okkar, nei, ţađ var bara ţessi Nóbelsverđlaun. Og allir vita ţađ núna ađ ţó Gunnar hafi veriđ mikill höfundur  var Halldór Laxness bara miklu meiri höfundur.   

Samt getur veriđ ađ tími Gunnars komi aftur til vinsćlda. Ţađ sem gerir bestu bćkur hans merkilegar er heiđarleg glíma hans viđ hvađ ţađ er ađ vera manneskja í heiminum og mikiđ innsći í samspil manns og náttúru, nokkuđ sem nú á dögum er ekki svo lítiđ umhusunarefni. Kannski mun tími Gunnars aftur koma fyrir ţetta. En "ólćsileiki" bóka hans vinnur samt gegn honum.     

Ţađ hjálpar hins vegar Ţórbergi, fyrir utan ţađ ađ hann er náttúrlega Ţórbergur, skemmtilegri en allir ađrir,  ađ hann er ađ koma fram í nýju ljósi sem mađur er átti eiginlega tvöfalt líf, annars vegar var hann meistarinn sem breytti íslenskum bókmenntum hins vegar ríđarinn mikli sem skildi eftir sig slóđa, ađ ţví er virđist, af lausaleikskrógum úr um öll nes og eyjar.

thŢađ er sannarlega margt sem rannsaka ţarf  um líf og list Ţórbergs. Halldór drepur á ýmislegt og vekur mikla forvitni. Vonandi verđur ţess ekki langt ađ bíđa ađ ţjóđin fari ađ átta sig almennilega á ţessum undarlega manni, ţessum mesta stílsnillingi íslenskra bókmennta fyrr og síđar.

Tvö síđustu bindi Íslensku bókmenntasögunnar hef ég líka veriđ ađ lesa. Menn hafa veriđ ađ krítisera ţessar bćkur fyrir ţađ ađ fjalla ekki nógu mikiđ um bókmenntakenningar á tuttugustu öld. Ţađ er eflaust áhugavert viđfangsefni. En bókmenntasagan er auđvitađ ćtluđ fyrir venjulegt bókhneigt fólk en ekki frćđimenn og ţó um hana megi deila og eigi ađ deila held ég ađ hún bregđi upp nokkuđ samfelldri mynd af ţví sem bókagrúskarar vilja vita um nýliđna öld,  helstu höfunda og verk ţeirra. Kaflinn um leikbókmenntir er t.d. líklega eitthvert lengsta og umfangsmesta lesmál um ţađ efni sem menn hafa séđ. Ţađ mćtti nú alveg hrósa ţessu mikla verki meira en gert hefur veriđ.

Eina bók enn hef ég lesiđ um jólin. Ţađ er Stelpan frá Stokkseyri, saga Margrétar Frímansdóttur eftir Ţórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur. Bókin er lćsileg og skemmtileg en sá pólitíski heimur sem Margrét lýsir er mér framandi og ekki sérlega geđfelldur. Bók ţessa á ég reyndar áritađa frá sjálfum höfundinum međ "sumri og sanasól". Ţess vegna á ég bókina og hún er á heiđursstađ í bókahillunni.

Sú var tíđin ađ ég var óskaplega pólitískur og var vinstrisinnađri en andskotinn og allir hans árar. En ţađ er nú liđin tíđ. Pólitík fćst um ytri völd og áhrif. Nú hef ég bara huga á ţví ađ ná smávegis valdi yfir sjálfum mér. Ég á ţví láni ađ fagna ađ líf mitt hefur orđiđ betra međ ári hverju ţó ekki hafi blásiđ byrlega fyrsta aldarfjórđunginn.

Međ sama áframhaldi verđ ég örugglega kominn í banastuđ ţegar ég ligg banaleguna.     

Eftirmáli: Hysterískir ađdáendur mínir, sem hafa fjölgađ sér alveg stjórnlaust um jólin, virđast sumir taka grafalvarlega stjörnugjöf mína upp á 50 hneykslunarstjörnur fyrir eina bíómynd í bloggfćrslunni um kvikmyndir. En ţetta var nú bara heiđarlegt djók. Viđkomandi mynd er alveg frábćr. Vinkona mín ein, stór og stćlt og borubrött mjög, sveik mig reyndar um ađ sjá myndina međ mér. Og ég segi nú bara: Gvöđi sé lof! Ég hefđi ekki orđiđ eldri ef ég hefđi séđ ţessa 50 hneyklsunarstjörnu mynd međ henni! En hún ćtti samt alls ekki ađ missa af myndinni ţó Siggi sanasól sé búinn ađ sjá hana! 

 


Einum of banalt

Ţađ yrđi alger martröđ ef Draumalandiđ fengi íslensku bókmentaverđlaunin í flokki frćđirita. Međ fullri virđingu fyrir ţessari vinsćlu en samt nokkuđ umdeildu bók verđur samt ađ gera ţá kröfu til svona verđlauna ađ raunverulegt frćđilegt gildi bókanna ráđi úrslitum, en ekki hvađ ţćr hafa orđiđ mönnum notadrjúgar í ţjóđfélagslegri umrćđu sem er bara sjálfstćđur kapituli út af fyrir sig. 

Ef ég mćtti ráđa fengi bókin um íslensku hellana verđlaunin. Hún er alvöru stórvirki um málefni sem lítt hefur veriđ skrifađ um. Brautryđjenda-og undirstöđuverk af besta tagi. En fólk myndi líklega fá algjört tilfelli ef bókin fengi verđlaunin. Hún er ekki um nógu vinsćlt efni. Ţess vegna finnst mér nćstum ţví óhugsandi ađ útlutunarnefndin ţori ađ láta hana fá hnossiđ. Bćkur um náttúrufrćđi virđast líka alltaf falla í skuggann fyrir öllu ţessu hugvísindajukki. Kannski vćri best ađ stofna sérverđlaun um slíkar bćkur svo ţćr eigi sjens yfirleitt eđa hćtta bara ţessu verđlaunafargi. Ćtli ţađ verđi ekki fremur Halldór međ sína fínu bók um Ţórberg og Gunnar sem fćr verđlaunin núna eđa ţá Ţórunn međ bókina um höfund ţjóđsöngsins. Og ţađ vćri vel hćgt ađ sćtta sig viđ ađ ţessi ágćtu rit fengu verđlaunin og reyndar líka Óvinir ríkisins. 

En ég trúi ţví ekki fyrr en á reynir ađ Draumalandiđ fái ţau.

Ţađ vćri bókstaflega einum of banalt ef viđ viljum taka ţessi verđlaun fyrir frćđibćkur alvarlega en ekki sem vinsćldalista.   

 


Bókakaffi í Eymundsson

Í dag brölti ég í bćinn eftir miklar innisetur, veikindi og vesaldóm í hálfan mánuđ. Ég kom í Eymundsson ţar sem veriđ var ađ opna bókakaffi eitt herlegt. Ţađ er fjandi flott. Ţarna eru einnig miklar útisvalir ţar sem alltaf  mun verđa sól og blíđa í sumar. Reyndar er útsýniđ á svölunum fremur subbulegt. Bara bakhliđar Hótel Borgar og einhverra verslanna. En skjóliđ er líklega ekkert smárćđi.   

Engan sá ég međ viti í bókabúđinni eđa kaffisjoppunni nema Svanborgu sem einu sinni var afgreiđslupía á loftinu og afgreiddi útlendu bćkurrnar ţannig ađ manni fannst ţćr skipta óvenjulega miklu máli.

Ég er ađ ljúka viđ ađ lesa 4. bindi íslensku bókmenntasögunnar nýju. Ţar ber Dagný Kristjánsdóttir af fyrir skýran og skemmtilegan stíl og feminíska ósvífni. Lýsingar hennar á efnisţrćđinum í bókum Elínborgar Lárusdóttur og Guđrúnar frá Lundi eru yndislega tvírćđar og virka eiginlega sem háđ um hin gömlu kvenlegu gildi sem nú eru horfin. En ţađ er skrambi vel af sér vikiđ af Guđrúnu frá Lundi, ţessarar ómenntuđu bóndakonu sem fór ađ skrifa metsölubćkur í ellinni og var fyrirlitin fyrir sínar “kerlingarbćkur” af allri bókmenntaelítunni, ađ  fá um sig langt mál og undurfurđulegt eins og hver annar stórhöfundur í ţessari bókmenntasögu sem er svona eins og opinbert vottorđ sjálfrar bókmenntastofnunarinnar um ţađ sem á ađ hafa skipt máli í bókmenntum 20. aldarinnar.

Ég hugsa annars ađ ţetta verđi síđasta bókmenntasagan. Gróđurhúsáhrifin munu áreiđanlega grilla siđmenninguna á ţessari öld. 


Bókmenntavetur

Ég hef ekkert fylgst međ nýjustu bókunum í ein tíu ár, ađeins lesiđ eina og eina bók. Áđur fyrr fylgdist ég vel međ. En siđustu árin hef ég ađallega lesiđ frćđibćkur, sem sagt bćkur sem eitthvert vit er í.

 En nú í vetur ćtla ég ađ leyfa mér ţá léttúđ ađ lesa aftur svokallađar fagurbókmenntir. Ég hef einfaldlega gert lista yfir höfunda sem  ég ćtla ađ lesa og honum er rađađ í aldursröđ skáldanna. Fyrst klára ég ţađ sem ég á eftir ađ lesa eftir ţá gömlu. Ég hef ţegar afgreitt ćvisögur Thors, Guđbergs og Matthíasar Johannesens. Skáldćvisaga Matthíasar heitir Hann nćrist á góđum minningum. Og ţegar ég las hana kviknađi á perunni međ hvađ ég ćtla ađ láta ćvisögu mína heita ţegar ég skrifa hana loksins ţegar ég verđ afgamall og djúpvitur. Hún á auđvitađ ađ heita: Hann nćrist á vondum minningum.

 Ţarf svo ekki einhver snillingurinn ađ fara ađ skrifa fyrstu bloggćvisöguna. Sjálfsćvisaga – skáldćvisaga - bloggćvisaga. Ţetta heitir víst ţróun bókmenntanna.

Nú, nú, svo klára ég Einar Má, Einar Kára, Vigdísi og Steinunni og hvađ ţćr nú heita allar ţessar miđaldra hverjar ég á eftir ađ lesa nýjustu bćkurnar eftir.

 Og svo eru ţađ ókannađar lendur: Ungu stelpurnar og strákarnir sem ég hef aldrei lesiđ efttr einn staf. Ég ćtla ađ lesa ţau öll kerfisbundiđ í tćtlur. Ţá verđur nú fjör. Eđa verđur kannski ekkert fjör? Ég man alltaf eftir gömlu blađaviđtali viđ Bríeti Héđinsdóttur leikkonu ţar sem hún sagđi skýrt og greinilega: Allir mínir uppáhaldshöfundar eru löngu dauđir. Ég  segi ţađ sama.

 Allir mínir uppáhaldshöfundar eru löngu dauđir og ég á ekki von á ađ ţeir eigi eftir ađ rísa upp úr kölkuđum gröfum sínum. En ţegar vonin ein er eftir gerast stundum kraftaverk. Kannski á eitthvert ţessara ungu skálda sem ég ćtla ađ lesa í vetur eftir ađ verđa einn af mínum uppáhaldshöfundum.


Bókaveđur

Ţegar fyrstu haustlćgđirnar ganga yfir međ hvínandi roki og ausandi rigningu finnst mér svo notalegt ađ fara á bókasafniđ og fá mér bćkur. Margar bćkur. Og ţungar bćkur.  Rogast svo heim međ bókvitiđ í plaspoka á móti grenjandi storminum. Ţegar ég kem hundvotur og veđurbarinn inn úr dyrunum smokra ég mér úr regngallanum og bregđ mér í bókmenntahaminn, tek símann og allar grćjur úr sambandi, tređ sérhönnuđum töppum í útstćđ eyrun á mér, fć mér ilmandi kaffi og heitar kleinur, slengi mér í besta sófann og fer ađ lesa. Og svo les ég og les. Ţetta gerđi ég einmitt í dag.

Mest gaman er ađ lesa ţegar rigningin er svo stríđ ađ mađur sér ekki út um gluggana fyrir risastórum dropum og rakamóđu. Alveg eins og var í dag. Í dag var einmitt drauma bókaveđriđ. Og ég las draumabókina mína. Ekki voru ţađ samt Andrarímur. Og ekki var ţađ neinn andskotans reyfari. Ég er alltof merkilegur međ mig til ađ lesa slíkt djönk. Svoleiđis á mađur ađ sjá í bíó og éta poppkorn međ og svelgja nokkra stórflöstur af kók. En kaffi og kleinur eru fyrir bókmenntirnar í heimahúsum.

Ég las bókina Pöddur: skordýr og áttfćtlur, í ritstjórn Hrefnu Sigurjónsdóttur og Árna Einarssonar.

Ţetta er nú ţađ sem ég hef helst til málanna ađ leggja um bókmenntirnar í  ţessu illviđrasama landi. 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband