Einum of banalt

Það yrði alger martröð ef Draumalandið fengi íslensku bókmentaverðlaunin í flokki fræðirita. Með fullri virðingu fyrir þessari vinsælu en samt nokkuð umdeildu bók verður samt að gera þá kröfu til svona verðlauna að raunverulegt fræðilegt gildi bókanna ráði úrslitum, en ekki hvað þær hafa orðið mönnum notadrjúgar í þjóðfélagslegri umræðu sem er bara sjálfstæður kapituli út af fyrir sig. 

Ef ég mætti ráða fengi bókin um íslensku hellana verðlaunin. Hún er alvöru stórvirki um málefni sem lítt hefur verið skrifað um. Brautryðjenda-og undirstöðuverk af besta tagi. En fólk myndi líklega fá algjört tilfelli ef bókin fengi verðlaunin. Hún er ekki um nógu vinsælt efni. Þess vegna finnst mér næstum því óhugsandi að útlutunarnefndin þori að láta hana fá hnossið. Bækur um náttúrufræði virðast líka alltaf falla í skuggann fyrir öllu þessu hugvísindajukki. Kannski væri best að stofna sérverðlaun um slíkar bækur svo þær eigi sjens yfirleitt eða hætta bara þessu verðlaunafargi. Ætli það verði ekki fremur Halldór með sína fínu bók um Þórberg og Gunnar sem fær verðlaunin núna eða þá Þórunn með bókina um höfund þjóðsöngsins. Og það væri vel hægt að sætta sig við að þessi ágætu rit fengu verðlaunin og reyndar líka Óvinir ríkisins. 

En ég trúi því ekki fyrr en á reynir að Draumalandið fái þau.

Það væri bókstaflega einum of banalt ef við viljum taka þessi verðlaun fyrir fræðibækur alvarlega en ekki sem vinsældalista.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband