Hvað dvelur Bókatíðindi?

Það er eins og engin jól séu að koma. Fáar bækur eru komnar í búðir. Ef maður kemur í bókabúðir, til dæmis, Eymundsson, er þar hálfgerð lagersstemning eða útsölublær, matarbækur á heilu borði og líka draslbækur á niðursettu verði á mörgum borðum og lítið ber á nýjum bókum. Yfir vörnunum svífur einhver lausung og ráðleysi. 

Og það bólar ekkert á Bókatíðindum þó aðeins mánuður sé til jóla.

Ég hef heyrt því fleygt að það sé sölubrella bókaútgefenda að draga þetta allt á langinn til að salan verði því meiri undir lokin.

Ef þetta er satt finnst mér það fremur andstyggileg brella.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll frændi. Til upplyftingar og gleði hlýtur að styttast í að þú fáir þín bókartíðindi, þar sem ég hér á landsbyggðinni fékk eitt eintak í dag.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 14.11.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.11.2007 kl. 17:12

3 identicon

Ekki hef ég fengið eintak í Norðurmýrina.

Þórdís (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:35

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þeir sem ljóma eins og sólir og þeir sem eru fölir sem mánar fá engin bókatíðindi. Þau geta bara bókarlaus verið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.11.2007 kl. 19:01

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er nú ekkert varið í bókatíðindin núna, það er ekkert happdrætti, uss.

Yngvi Högnason, 14.11.2007 kl. 21:56

6 identicon

http://bokatidindi.oddi.is/listi/bokavefur/bokatidindi_listi.php?argangur=2007

http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/entry/363411/

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:26

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég fékk bókatíðindin í dag.

Svava frá Strandbergi , 14.11.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband