Gleymdi einu

Um daginn þegar ég var að horfa á Kiljuna. Ég er sem sagt algjörlega ósammála Páli Baldvin um það að bækurnar um raunvísindin mættu missa sig, eða eitthvað í þá áttina,  í lærdómsritaflokki Bókmenntafélagsins. Mér finnst raunvísindabækurnar, Afstæðiskeningin eftir Einstein, Ljósið eftir Feynman, Ár vas alda eftir Weinberg og Saga tímans eftir Hawking, langbestu bækurnar, aðallega vegna þess að þær fjalla um eitthvað raunverulegt eftir bestu þekkingu eðlisfræðinnar.

Það sem segir í hugvísindabókunum, öll þessi hátimbraða heimspeki sem allir toga svo og teyga, finnst mér eiginlega annars flokks í eðli sínu.

Það má hins vegar ef til vill finna að því að gefa út með fárra ára millibili Uppruna tegundanna eftir Darwin og svo ágæta endursögn Þorvaldar Thoroddsen á þeirri bók. 

Dægilegt var svo að keppast við að skrifa um tónlist í gamla daga á DV undir menningaritstjórn Páls Baldvins. Enn þá dægilegra var þó að strita undir Tótu pönk eftir að hún varð menningarbossinn á blaðinu.

En þeir dagar eru liðnir og koma aldrei aldrei aptur.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvernig fannst þér viðtalið við Slavoj Zizek? Ég sat dáleidd og hlustaði. Tók þáttinn upp til að hlusta aftur við tækifæri.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta fannst mér nú um Zizek.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, ég sé núna að við erum ekki að tala um sama þáttinn.
Ég á við þennan: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4355349

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér er alveg sama hvort hann flytur hingað eða ekki og um handapatið (tókstu eftir handapatinu á Agli sem smitaðist svakalega?)...  Þér hlýtur að hafa fundist eitthvað um hugmyndir hans, öðru trúi ég ekki upp á þig.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 14:39

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef bara ekki hugmynd.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 14:56

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.2.2008 kl. 15:03

7 identicon

En svo getur heimspeki orðið ansi áhrifamikil og afdrifarík, og já áþreifanleg, þegar bækurnar heita Frelsið eða Kommúnistaávarpið. Jafnvel bara Tilvistarhyggja er mannúðarstefna. Svo mælti Zaraþústra. Og svo framvegis og svo framvegis. Kenningar sem breyta heiminum rétt eins og raunvísindin.

ábs (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 00:31

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

þín er saknað sem tónleikakrítikers (eins og ég var að enda við að kommenta hjá Þórdísi)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.2.2008 kl. 00:49

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ábs: Satt segir þú. Hildigunnur: Og ég sakna Myrkra músikdaga frítt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.2.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband