Bolla, bolla bolla!

Á bolludaginn í fyrra var ég svo utan við mig að ég mundi ekkert eftir deginum fyrr en á öskudag og þá voru allar bollur bæjarins uppétnar. Ég hef síðan ekki tekið á heilum mér fyrir bollulhungri. En í dag ætla ég að bæta mér það upp. Ég er þegar búinn að kaupa extra margar og extra large bollur sem ég ætla að úða í mig klukkan fjögur með ilmandi kaffidrukk.  Svo keypti ég líka eina sannkallaða kanónbollu fyrir hann Mala.

Ég fer alltaf í Sandholtsbakarí á Laugavegi til að kaupa bollur og annað bakkelsi. Það hef ég gert í tuttugu ár. Margar sætustu stelpur bæjarins hafa afgreitt mig á þessum tíma. Sumar voru reyndar hálgerðar feitabollur. Og ekki eru þær minna sætar nú. Þær eru eru nefnilegar allar orðnar útlendar og framandi fínar og lekkert. Miklu sætari en þær íslensku.

Er það nokkuð andfeminískt og andþjóðernislegt að skrifa svona?

Íslenskar stelpur eru orðnar svo fínar með sig að þær vilja ekki vinna í bakaríi. Það hefur nú  komið á daginn að Íslendingar nenna ekki lengur að vinna öll þau störf sem nauðsynleg eru til að halda uppi einu þjóðfélagi.

Nú láta þeir útlendinga vinna skítverkin fyrir skítakaup meðan þeir græða sjálfir peningana.

Bráðum verður risin hér upp láglaunastétt útlendinga. Og þá verður tímaspursmál að komi til átaka milli þeirra og innfæddra. Þá mun brjótast út heiftarlegt útlendinga- og kynþáttahatur. Fínt fyrir margan landann að geta hefnt persónulegra og  félagslegra ófara sinna í lífinu á "hinum" - helvítis  útlendingunum.

Þegar þar að kemur ætla ég skilyrðislaust að standa með útlendingunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er búin með 7 bollur alls 4 í gær og 3 í dag og ég á til eftir á lager 5 rjómabollur með hindberjasultu. Krakkarnir mínir átu bara eina bollu hvert í bolluveislunni í gær. Munur en en græðgin í mér. Bið að heilsa Mala svala.

Svava frá Strandbergi , 4.2.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband