Misráðið í Þórbergssmiðju

Ég var að skoða dagskrána á Þórbergssmiðjunni sem verður haldin í Háskólanum á morgun og sunnudag. Þar verða haldin mörg erindi hvert öðru álitlegri. En það er galli á gjöf Njarðar að í gangi verða tvær málstofur í einu á sitt hvorum staðnum.

Menn eru því  dæmdir til þess að fara á mis við svo sem helming erindanna nema náttúrlega þeir sem með stanslausri jógaþjálfun hafa komist upp á lag með að vera samtímis á tveimur stöðum í einu.

Þetta finnst mér einkennilegt ráðslag og bera vitni um það að ekki sá gert ráð fyrir því að einhvejrir kunni að hafa brennandi áhuga fyrir Þórbergi og vilji kynnast öllu sem um hann er skrifað.

En kannski verða öll erindin gefin út á prenti eða á netinu að þinginu loknu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Stormur er í aðsigi.

Júlíus Valsson, 7.3.2008 kl. 11:40

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek undir þetta síðasta hjá þér - vonandi verða erindin gefin út. Ég myndi stökkva á þau samstundis og lesa upp til agna!

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.3.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Sigurður. Ég held þetta sé bara tengt svona saman til að fá meira samhengi í fyrirlestrana þeir komi bara hver á eftir öðrum en ekki í sitt hverjum salnum.

Þórbergur Torfason, 7.3.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á sunnudeginum eru greinilega málstofa III og málstofa IV á sama tíma, önnur í hátíðarsalnum, hin í stofu 225, mjög spennandi prógramm í þeim báðum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.3.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Málstofa I og II eru líka á sama tíma á sunnudag.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.3.2008 kl. 15:43

6 identicon

Tek undir þessa gagnrýni!

Botnlaus minnimáttarkenndin segir mér nefnilega að enginn muni mæta til að hlusta á erindi mitt, vegna þess að við erum bara tvö í stofu 225, en það eru þrjú (mun frægari) í hátíðarsalnum á sama tíma. Þar að auki er fólk hvatt til þess að "bregða sér af bæ" í kaffihlénu á undan, til þess að berja augum nýja útgáfu verka Steinars Sigurjónssonar á Háskólatorgi. Þegar fólk bregður sér af bæ á svona málþingum, þá gerist annað hvort a eða b.

a) Það mætir of seint á fyrirlesturinn sem á eftir kemur.

b) Það mætir alls ekki.

Nú berst ég eins og ljón við minnimáttarkenndina, en hef ákveðið að halda mínu striki, einmitt vegna þess að í dag fékk ég vitneskju um að einn frómasti Þórbergsaðdáandi allra tíma ætlar að mæta í stofu 225 á sunnudaginn. Jibbí!

Þórunn Hrefna (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 21:21

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er nú ekki á hverjum degi sem sjálf pönkínan lýkur upp sínum munni um Þórberg. Menn láta það ekki framhjá sér fara hvað sem skrímslunum og Steinari líður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.3.2008 kl. 21:39

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það verður gefin út höfundabók, þarsem sennilega flest erindanna birtast.

María Kristjánsdóttir, 8.3.2008 kl. 00:21

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En ekki öll?!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband