Glæsilegt Íslandsmet og tuttugu stig!

Ég held að ég sé nú bara ekki alveg í lagi. 

Í allan eftirmiðdaginn og fram eftir kvöldi var sem ég væri sleginn blindu á það að upplýsingar frá sjálfvirku stöð Veðurstofunanr á Kvískerjum höfðu ekki borist nema til hádegis. Og ætti ég þó að hafa vitað það. En stundum fær maður einkennilegar meinlokur. Ég las þetta sem fullnaðaruppgjör dagsins.

En það var þá eitthvað annað!

Í kvöld kom það í ljós að hitinn á stöðinni hafði verið um og yfir tuttugu stigum alveg frá klukkan tvö til fimm síðdegis og fór tvisvar í 20,5 stig. 

Glæsilegt Íslandsmet fyrir mars!

Gerir gamla metið á Sandi 1948 beinlinis hallærislegt! Í kaupbæti er svo dagshitamet fyrir allan mars á Akureyri í sólarhringsmeðalhita.  

Ekki er svo meira um þetta að segja.

Nema hvað þessi dagur hefur sannarlega ekki valdið neinum vonbrigðum.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sæll. Ég tók einmitt eftir því að hitinn á Kvískerjum var kominn í 18,6 á einum stað þegar ég leit sem snöggvast á vedur.is og ætlaði að blogga um það en þurfti að sinna öðru og hafði því ekki tíma til að sinna því, að þegar ég leit á "veðurathuganir" var hitinn ekki kominn alveg svona hátt þar kl. 12:00.

Ómar Ragnarsson, 30.3.2012 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband