Veđurdagatal fyrir júlí

Hér birtist eins konar veđurdagatal fyrir júlí hvađ varđar međalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á öllu landinu. Ţetta sést á fylgiskjalinu en ţarf dálítilla skýringa viđ.

Lengst til vinstri er mesti og minnsti međalhiti sólarhringsins sem mćlst hefur í Reykjavík frá 1936 og einnig árin 1920-1923. Einnig er ţarna međalhiti mesta og lćgsta hita sólahringsins árin 1888 til 1903 og tekinn af sírita en ekki kvikvasilfursmćli. Loks er međalhiti hćsta og lćgsta álesturs á mćli ţriggja athugana frá morgni til kvölds árin 1907 til 1919 en ekki međaltal raunverulegs hámarks-lágmarkshita. Ţessi gildi eru hćrri en orđiđ hefđi ef ţau sýndu međaltal hámarks-og lágmarks. Ađrar mćlingar en ţessar  voru bara ekki gerđar  Reykjavík ţetta tímabil. Árin 1907-1919 standa ţví eiginlega sér og sýna ađallega hvađa dagar voru hlýjastir og kaldastir á ţessu tímabili en eiginlega er ekki hćgt ađ bera dagana ţessi ár saman viđ dagana á hinum árunum, ađeins innbyrđis milli áranna 1907-1919.     

Hámarks og lágmarkshiti í Reykjavík á hvejrum degi er hér allur í einu lagi alveg frá 1935 og til okkar daga en síđan útaf fyrir sig frá 1881 til 1903 fyrir lágmarkiđ en 1885 til 1907 fyrir hámarkiđ  og svo er ţađ líka sér á parti sem hćst og lćgst var lesiđ á mćli 1907 til 1919.

Ekki eru tiltćkar tölur fyrir daglegan međalhita, hámarks- og lágmarkshita  árin 1924-1935. Ţau ár koma ţví ekki til álita hér enn sem komiđ er ađ minnsta kosti hvađ hitann snertir en hins vegar bćđi fyrir sólskin og úrkomu. Hćgt er ţó ađ sjá í flipum ţegar hámarks-eđa lágmarkshiti einhvers mánađar á ţessum árum slćr út alla viđkomandi daga á hinum árunum en ţađ eru bara ţrjú tilvik. Ţađ er auđvitađ hiđ versta mál ađ hitann skuli vanta ţessi 12 ár en verđur svo ađ vera.  

Sólarhringsúrkoman er í tvennu lagi, annars vegar frá stofnun Veđurstofunnar 1920 og áfram og hins vegar árin 1885 til 1907.

Fjöldi sólskinsstunda á dag er frá árinu 1923. Ţađ virđist vera ađ stađsetning mćla eđa gerđ ţeirra hafi valdiđ ţví ađ meira sólskin mćldist á árunum fyrir og um 1930 en síđar.   

Mesti og minnsti hiti á öllu landinu hvern sólarhring er ađeins tiltćkur frá 1949 fyrir skeytastöđvar en 1961 fyrir svokallađar veđurfarsstöđvar og er ţessi hiti sýndur hér. Hins vegar er bćtt viđ nokkrum stökum gildum sem birst hafa sem hámark eđa lágmark alls mánađarins á viđkomandi stöđ í Veđráttunni á árunum 1920-1960 og eru hćrri eđa lćgri en viđkomandi dagsgildin frá 1949.  Loks er til gamans hćsti hiti sem mćlst hefur á sjálfvirkum veđurstöđum frá 1996 ţá daga sem hann er hćrri en nokkrar tiltćkar tölur á kvikasulfursmćla.

Innan skamms verđur ćsispennandi veđurdagatal alls ársins birt á einu samhangandi skjali á ţessari veđur(fr)óđu bloggsíđu.

Ţangađ til: Kćliđ ykkur vel niđur í hitbylgjunni sem framundan er!

Heimildir: Íslenzk veđurfarsbók, 1920-1923, Veđráttan 1924-2004, Veđurfarsyfirlit 2004-2007, vefsíđa Veđurstofunnar, nokkur gögn frá Veđurstofunni.  


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég kem međ vonda veđriđ međ mér suđur í júlí, ţađ verđur ansi svalt -  ţví get ég lofađ  

halkatla, 2.7.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mali var nú ađ segja ađ ţú komir áreiđanlega međ ţrumur og eldingar.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 2.7.2008 kl. 21:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband