Fallegustu jólalögin

Nú ćtla ég ađ nefna ţau jólalög sem mér finnst fallegust.

Uppáhaldsjólalögin mín eru tvö. Annađ er Syngjum guđi himnahjörđ. Ţetta er gamalt lag sem í ţýskum löndum er ţekkt undir upphafsorđunum Joseph, lieber Joseph mein. Lagiđ kom fram áriđ 1543 í söngbók eftir Johann Walther. Sálmurinn viđ lagiđ er eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Hinn upprunalega ţýska texta hefur Heimir Pálsson ţýtt á íslensku og kemur fyrir ađ hann er sunginn viđ lagiđ á samkomum. Dómkórinn  í Reykjavík hefur sungiđ lagiđ međ ţeim texta inn á geisladisk. Hitt uppáhaldsjólalagiđ mitt er Ţađ aldin út er sprungiđ. Textinn er ţýddur af Matthíasi Jochumssyni. Lagiđ er frá 16. öld og kom fram í Speyerer Gesangbuch í Köln 1599. Frćgasta útsetningin á laginu er frá árinu 1609 eftir hinn mikla barokmeistara Michael Praetorius. Ţetta er eitt mest dáđa jólalag heimsins.  

Önnur jólalög sem mér finnst sérlega falleg: 

Hin fegursta rósin er fundin. Textinn er eftir Helga Hálfdánarson. Lagiđ var prentađ í Wittenberg áriđ 1543.  Sjá himins opnast hliđ, In dulci jubilo, er lag frá 14. öld og mér finnst líka gott. Ţađ var prentađ í Wittemberg 1533. Textinn er eftir Björn Halldórsson. Annađ ágćtt lag er Englakór frá himnahöll, Gloria in excelsis Deo er franskt eđa flćmst jólalag. Textinn er eftir Jakob Jónsson. Og fagurt er jólalagiđ Kom ţú, kom vor Immanuel er fornt andstef, latneskur sálmur og finnst í frönsku handriti frá 15. öld. Texti eftir Sigurbjörn Einarsson.    

Ó, helga nótt eftir franska tónskáldiđ Adolphe Adam glatar aldrei fegurđ sinn. Ţađ heitir á upprunalegu tungumáli Cantique de Noel og var ljóđiđ ort áriđ 1847 af Placide Clappeu borgarstjóra í Roquemaure. Ţar í borg var lagiđ fyrst sungiđ viđ miđnćturjólamessu áriđ 1847. Textahöfundurinn var reyndar illa ţokkađur af kirkjunarmönnum og kallađur trúleysingi. Hann var á móti ţrćlahaldi, óréttlćti og hvers kyns kúgun. Tónskáldiđ samdi lagiđ á fáeinum dögum. Adam var frćgt tónskáld um sína daga og var einkum rómađur fyrir ballettmúsík sína og óperur. Ballett hans Giselle frá 1841 lifir enn góđu lífi. Lagiđ er ekki ađeins fyrsta jólalagiđ sem var útvarpađ heldur fyrsta tónlist yfirleitt og var ţađ svo snemma sem á ađfangadag 1906 frá Brant Rock í Massachusett í Bandaríkjunum.       

Af íslenskum jólalögum ber Nóttin var sú ágćt ein eftir Sigvalda Kaldalóns af fyrir fegurđ og einfaldleika. Ljóđiđ eftir Einar Sigurđsson frá Heydölum er laginu fyllilega sambođiđ. Lagiđ var samiđ seint á ferli tónskáldsins og vakti ekki verulega athygli fyrr en ţađ fór ađ heyrast í sjónvarpinu á messum á ađfangadagskvöld. Nýleg útsetning lagsins fyrir einsöngvara, kór og stóra glamursveit er algjör skandall.  Sigvaldi samdi líka afskaplega gott lag viđ Í Betlehem er barn oss fćtt en ţađ heyrist ţó aldrei.

Annađ gott íslenskt jólalag er Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Ţorbergs en einhvern veginn er ţađ lag ekki hentugt til ađ syngja viđ hátíđlega guđţjónustu um jólin. Ţađ er annars eđlis.

Auđvitađ hefur mađur alltaf taugar til ţeirra jólalaga sem fylgt hafa manni frá ţví mađur man eftir sér. Heims um ból er glettilega gott lag. Ţađ var samiđ áriđ 1818 af Franz Gruber sem var organisti í ţorpinu Oberdorf í vestanverđu Austurríki, skammt frá Salzburg, viđ ljóđ vinar hans, Jósef Mohr, kennara í ţorpinu og ađ hans beiđni. Upphafsorđ textans er Heilge Nacht. Einu sinni kom ég í húsiđ  ţar sem lagiđ var samiđ og átti lagiđ lengi í upprunalegri gerđ á nótum en hef ţví miđur týnt ţví. Ţađ var samiđ sem tvísöngur međ kór viđ undirleik gítars og er upprunalega laglínan nokkuđ frábrugđin ţeirri sem nú er ţekkt. Ţar voru krúsidúllur sem spilla laginu og menn hafa sniđiđ af. Lagiđ var sungiđ á jólunum 1818 í ţorpskirkjunni og sungu höfundarnir sjálfir dúettinn. Lagiđ varđ fyrst ţekkt í Týról og öđlađist brátt heimsfrćgđ sem "jólalag frá Týról". Áriđ 1854 var Gruber lýstur löglegur höfundur lagsins. Í kristnum löndum er ţetta líklega ţekktast allra laga. Gruber samdi eitthvađ meira af kirkjulegri tónlist en hún er öll steingleymd. En međ Heims um ból hitti hann nánast á óskastund.

Í Betlehem er barn oss fćtt er ţýskt vísnalag frá um 1600. Ţađ er sungiđ hér á landi í útsetningu danska tónskáldsins Berggren frá 1849. Ljóđđ er eftir Valdimar Briem. 

Í dag er glatt í döprum hjörtum er upprunalega ţrísöngur úr Töfraflautinni eftir Mozart frá 1791 og er sungiđ af ţremur drengjaröddum. Texti lagsins í óperunni tengist ekkert jólunum. Ekki veit ég hvernig á ţví stendur ađ ţetta lag varđ jólalag á Íslandi en textinn er eftir Valdimar Briem.

Af hinum vinsćlu útlendu jólalögum í léttari kantinum finnst mér mest gaman af  tveimur lögum. The Twelve Days of Christmas er ekki yngra en frá 16. öld og var ţá ţekkt víđa í Evrópu, jafnvel á Norđurlöndum. Snemma á tuttugustu öld útsetti Frederic Austin ţá gerđ lagsins sem mest er sungin.

Bćđi lagiđ og ljóđiđ The Little Drummer Boy er samiđ af Katherine K. Davis áriđ 1941 en sagt er ađ ţađ sé byggt á tékknesku ţjóđlagi. Lagiđ er ţekktast í útsetningu Harry Simone sem gerđi lagiđ allt í einu heimsfrćgt um jólin 1958. Ég man vel eftir ţví. 

Menn sjá ađ hér vantar öll ţessi amerísku jóladćgurlög. Á ţau hlusta ég ekki. Fyrir mér eru jólin hátíđ en ekki glingur. Mér finnst fátt sýna betur ţađ innihaldsleysi sem jólin eru ađ verđa ađ hafa glymjandi í eyrum sér síbylju af jólamúsik í tvo mánuđi fyrir jól og fram á ţrettánda.

Ţetta var nú um litlu jólalögin. En besta og dýpsta jólalagiđ, alveg sér á parti, er hins vegar Jólasagan hans Heinrichs Schütz, óratóría um fćđingu frelsarans. Hún er hjartahreinasta og heilagasta jólamúsik sem enn hefur veriđ samin og er hún ţó orđin fjögur hundruđ ára gömul. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get tekiđ undir margt ekki allt.

Ţórarinn Ţ Gíslason (IP-tala skráđ) 23.12.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bestu jóla- og nýárskveđjur úr ískaldri ţoku á Englandi... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.12.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: halkatla

ég er hrifnust af jólavísum einsog "kveđ ég um kóng pípin og ólöfu dóttur hans, stígum fastar á fjöl, spörum ei vorn... " ţú kannast viđ ţetta  en ţú ert međ góđan smekk á klassíkinni!

jólakveđjur til ţín og mala frá mér, Kassí og Karí

halkatla, 23.12.2007 kl. 17:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband