Biblían er apókrýfísk

Jæja, þá er biblían orðin apókrýfískt rit eins og hún leggur sig. Eftir nýju þýðingunni að dæma!

Það var nú svo sem bara tímaspursmál að hún yrði það. Hún er alveg ónýt.

Apókrýfísk!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Apókrýfísk ? Hvað þýðir það ?

Jónína Dúadóttir, 22.10.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Biblían er nú öllum opin sem hana vilja skoða en engum hulin.

Svava frá Strandbergi , 22.10.2007 kl. 14:03

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Apokrýfu bækurnar eru rit sem kaþólikkar samþykkja sem hluta biblíunnar en ekki gyðingar og lútherstrúarmenn. Þær eru ekki af þeim taldar innblásnar ag guði en  hafa þó ýmislegt gildi. Í nýjustu bíblíunni sem var að koma út eru þessar bækur þó hafðar með. Orðið apóókrýfur getur líka út af fyrir sig þýtt vafasamur eða jafnvel falskur. Hér er ég að leika með skoðanir Gunnars í Krossinum sem hann setti fram mjög skýrt og skilmmerkilega í Silfri Egils í gær um það að nýja þýðingin á biblíunni breyti merkingu hennar.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.10.2007 kl. 18:37

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nei ekki eins og við þekkjum hana í dag Thor. En þessi apókryfisku rit voru birt í Guðbrandsbiblíu og mundi ég nú halda að sú biblía sé ansi merkileg.
Og þau voru einnig hluti af  nýrri útgáfum biblíunnar eftir þann tíma, að mig minnir, þar til snemma á 20. öld.
Það var enska biskupakirkjan, sem tók þessi rit út út bíblíunni. Og hvers vegna ættum við að fara eftir ensku biskupakirkjunni?
Enda er nú búið að setja þessi apókryfisku rit aftur inn í biblíuna í nýjustu íslensku þýðingunni, sem var að koma út þessa dagana.

Svava frá Strandbergi , 22.10.2007 kl. 18:48

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Apókrýfur þýðir líka hulinn sem skírskotar til þess að þessi rit voru hulin fyrir almenningi, þar sem þau voru ekki höfð með í Biblíunni.

Svava frá Strandbergi , 22.10.2007 kl. 18:51

6 Smámynd: Yngvi Högnason

Ætíð mun íslenskur almenningur geta fundið sér eitthvað til að nöldra um. Það er fátt sem "kattartungan" ekki finnur. Takk fyrir upprifjun á því hvað orðið apókrýfur stendur fyrir.

Yngvi Högnason, 22.10.2007 kl. 19:22

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk sömuleiðis 'Högnason'

Svava frá Strandbergi , 22.10.2007 kl. 19:31

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vil nú endilega taka það fram, ef einhver skyldi halda annað, að ég er ekki á móti þessari þýðingu, sem ég hef ekki séð en er bara að ýkja bókstafstrúna úr  Gunnari. Hins vegar las ég einu sinni alla biblíuna og það tók mig 8 mánuði!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.10.2007 kl. 19:51

9 Smámynd: Yngvi Högnason

Það má ekki misskilja það sem ég ritaði fyrr. Þegar ég tala um nöldur þá er allt iinifalið, ríkistjórn, borgarstjórn,Lúkas,feminismi og biblían er hæst ber núna ásamt öllu hinu.

Yngvi Högnason, 22.10.2007 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband