Nokkur úrkomumet októbermánaðar þegar fallin

Þótt enn séu nokkrir dagar eftir af mánuðinum er ljóst að nokkur úrkomumet í október á suður-og vesturlandi eru þegar fallin. Þar má nefna Kirkjubæjarklaustur, Vatnskarðshóla í Mýrdal, Andakílsárvirkjun í Borgarfirði og Ásgarð í Dölum. Sumar þessara stöðva hafa mælt í meira en hálfa öld.

Á Hveravöllum og Sámsstöðum í Fljótshlíð eru ekki lengur mannaðar veðurstöðvar en eftir sjálfvirku mælunum að dæma hefur þar rignt meira en nokkru sinni í október. 

Nokkrar stöðvar eru í stórhættu að falla, svo sem Stórhöfði í Vestmannaeyjum, Eyrarbakki - og  Reykjavík og meira að segja líka Kvísker í Öræfum, úrkomumesti staður landsins.

Allt verður þetta ljóst í mánaðarlokin.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Þakka þér, ég hafði einmitt hugsað mér að forvitnast um úrkomuna í Reykjavík í haust útaf færslu sem ég er að vinna að. Hafði þig veðuráhugamannin í huga, hvað er úrhellið komið í marga c.m. ? var spurningin, en þú ert nú búinn að svara því nánast....

Fríða Eyland, 28.10.2007 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband