Night Music for Adults

Í dag spilar Sinfóníuhljómsveitin á náttfötunum og hvetur áheyrendur til að mæta á tónleikana á náttfötum.

Það verður spiluð næturmúsik og þetta er aðallega hugsað fyrir börn. 

Eins og allir vita gerir fullorðna fólkið ýmislegt á næturna annað en að sofa bara í náttfötum.

Nú bíðum við spennt eftir því að á næstu sinfóníutónleikum fyrir fullorðna leiki hljómsveitin villta næturmúsik en mæti á adams-og evuklæðum og áheyrendur geri slíkt hið sama.

Night music for adults. 

Svona er íslensk menning í dag.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Fyndið, ég var með stórfjölskyldunni og eitt barnabarnið hennar systur minnar var að fara á þessa tónleika með móðurinni - og ég spurði: - en þeir sem sofa ekki í náttfötum fá þeir líka að koma með?

Við höfum sem sagt hugsað það sama!

María Kristjánsdóttir, 27.10.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við förum saman María á þessa tónleika fyrir gamla fólkið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.10.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband