Fćrsluflokkur: Menning og listir

Peningarnir ráđa

Mikiđ er ég sammála Torfusamtökunum um ţađ ađ hagsmunir verktaka megi ekki vera einráđir um niđurrif gamalla húsa í Reykjavík til ađ byggja ţar háhýsi.

Ég er uppalinn í ţessari borg og finnst vćnt um hana og ţekki vel sögu húsanna og uppbyggingu hverfanna. Mér finnst skelfilegt ađ miđborgin er á allra síđustu árum ađ breytast í algjört  háhýsaskrímsli. Ţađ er hörmung ađ sjá ţessar kaldranalegu bloggir međfram sjávarströndinni á Skúlagötu.

rv1Reyndar er ţađ sorgarsaga sem aldrei er minnst á ađ hvergi  er lengur  upprunalega strandlengju í Reykjavík ađ finna nema litla fjöru í Laugarnesi og viđ Ćgissíđu.

Mest óttast ég ađ ţessi fáránlega byggđ rísi í Örfirisey (ţar sem alltaf er rok í öllum áttum) um svipađ leyti og  fyrirhugađ hverfi ţar sem gamli slippurinn var, síđan verđi flugvöllurinn látinn víkja fyrir ljótum húsum og enn ţá ljótari akbrautum og nýr völlur verđi byggđur á Lönguskerjum.

En ţađ er víst hćgt ađ búast viđ öllu.

Ţađ eru eingöngu peningarnir sem ráđa í borgarskipulaginu. Og ţađ eru peningarnir sem öllu spilla.


Horfnir frćgđarmenn

Í minningargrein um Elías Mar segir Bragi Kristjónsson fullum fetum ađ neikvćđ gagnrýni um Sóleyjarsögu hafi valdiđ ţví ađ hann skrifađi ekki fleiri skáldsögur. Árni Bergmann tekur í sama streng.

Enginn efast um rithöfundahćfileika Elíasar Mar og mikil er ábyrgđ ritdómara ađ geta međ óvćginni gagnrýni gert bókmenntasögu ţjóđarinnar stórum fátćkari. Hversu algengt skyldi ţađ annars hafa veriđ og er kannski enn? 

Ţađ er eflaust bagalegt ađ vera svona hörundssár eins og Elías auk ţess sem svona viđbrögđ virđast bera vott um ónógt sjálfstraust en ţetta tvennt fylgist reyndar oft ađ. En viđkvćmni af ţessu tagi fylgir stundum líka mikill nćmleiki fyrir öđrum. Ég held ađ svona nćmi fylgi oft góđu fólki.

eliasMeđan ég skrifađi sem mest í Ţjóđviljann fyrir ćvalöngu, bćđi greinar og  tónlistargagnrýni, hafđi ég töluvert af Elíasi Mar ađ segja en hann var prófarkalesari á blađinu. Ég hitti hann einnig í rithöfundapartýum sem ég sótti stundum á ţessum árum ţó nú forđist ég slíkt sem heitan eldinn og eitthvađ kom ég heim til hans. Í ţessum veislum, eins og öllum öđrum, röđuđust alltaf saman ákveđnir hópar. Ég var ávallt í litlum hópi ţar sem Elías Mar var ţungamiđjan. Og ég fann ćtíđ frá honum mikla  velvild í minn garđ. Ég held ađ hann hafi botnađ eitthvađ í mér í raun og veru. Fyrir nú utan hvađ hann var andskoti skemmtilegur.

Nú ţegar ég hugsa til baka finn ég ađ Elías Mar er reyndar eini eldri rithöfundurinn sem ég get beinlínis minnst međ persónulegri hlýju og ţakklćti.

Menn eins og hann eru hćttir ađ vera til.

Í minningargreinunum um Elías er víđa vikiđ ađ Ţórđi Sigtryggssyni organista. Sumir segja ađ hann sé ađ einhverju leyti fyrirmyndin ađ organistanum í Atómsstöđinni ţó Erlendur í Unuhúsi sé líka ţar til nefndur. Ţórđur er alltaf umvafinn miklum dýrđarljóma ţegar á hann er minnst á prenti nú á dögum. Hann skrifađi reyndar minningar sínar og  í einni af minningargreinunum um Elías er sagt ađ ţćr séu of mergjađar til ađ koma fyrir almenningssjónir. Ţessar minningar hef ég lesiđ í vélrituđu handriti. Mér finnst ađ eigi endilega ađ gefa ţćr út og draga ekkert undan.

Ţá ţarf ekki lengur ađ sveipa Ţórđ neinum dýrđarljóma ţjóđsagnanna. Saga hans mun sjálf tala sínu máli.  


Kaninn kvaddur

Jćja. Nú er Kaninn farinn af vellinum. Og mikiđ sakna ég hans. Ţađ er ekki ţar međ sagt ađ ég sé ekki feginn ađ losna viđ hann en mađur getur nú saknađ ţeirra sem óhjákvćmileg örlög skilja frá manni. 

Ţegar ég var lítill, og ég var alveg hlćgilega lítill ţegar ég var lítill og alls ólikur ţví stórmenni sem ég er nú, voru ţađ mínar mestu sćlustundir ađ lćđast niđur í kjallarakompu sem tilheyrđi íbúđ foreldra minna. Ţar var útvarpstćki og utan á ţví var ein skrýtin klukka sem gat vakiđ mann upp af vćrum blundi ef mađur stillti hana til ţess. Ţetta fannst öllum alveg klukkađ. Svona skondin tćki voru í tísku á 6. áratugnum, the fifties, svo allir skilji nú örugglega hvađ ég er ađ skrifa um svona létt og leikandi. Ég setti á kanann og fékk öll nýjustu rokklögin beint í benjar og ţau hrísluđust út um allan líkamann og alla sálina sem ţá var víst hrifnćm barnssál eđa eitthvađ ţađan af miklu verra. Ţegar ég heyrđi Elvis fyrst syngja Heartbreak Hotel í mars 1956 urđu tímamót í barnsálinni.

Síđan hefur hjarta mitt veriđ mölbrotiđ ţví ţennan dag skildi ég fyrst sorg heimsins. En líka gleđi lífsins.

Elvis var auđvitađ lang stćrsta gleđin. Og hann er enn mesta gleđin í lífi mínu fyrir utan ţórđargleđi einstaka sinnum. Chuck Berry var líka ćđislegur međ Rock and Roll Music, en út á ţađ gekk einmitt lífiđ fyrir utan fótbolta og ţrístökk, tilgangslausasta hopp í heimi, sem Silfurmađurinn kom stökkvandi međ inn í hugarheim ungra drengja á ţessum köldustu kaldastríđsárum. En ţađ var aldrei kalt í kompunni minni í kjallarnum heldur Great Balls of Fire. Ţetta lag, međ Jerry Lee Lewis súperrokkara, hélt ég alltaf í barnslegu sakleysi mínu ađ Jerry Lewis skrípaleikari vćri ađ syngja en hann var ţá eftirlćti allra í ţrjúbíói. Jim Carrey er dyggur lćrisveinn hans.

Nú hefur rokkiđ sigrađ hana veröld og er hluti heimsmenningarnnar. Í Ríkisútvarpinu heyrđist á fifties bara harmoníkkuvćl og sinfóníugaul. Ţar ţekktu menn ekki sinn menningarlega vitjunartíma. En Kanaútvarpiđ gerđi ţađ.

Eftir ađ ég uppgövtađi hvađ sinfóníugauliđ er mikil gargandi snilld, nokkrum árum eftir heartbreakiđ, fattađi ég ađ ţađ voru frábćrir ţćttir í kananum međ ţessari hreint geggjuđu músik. Á sunnudögum voru tónleikar New York Fílharmóníunnar fluttir í heild af fílefldum hljóđfćraleikurum sem gátu auđveldlega valdiđ margra tonna ţungum Mahlersinfóníum, en ţađ gátu amlóđarnir í íslensku Sinfóníunni alls ekki.

Ţegar kanaútvarpiđ var upp á sitt besta, á fifties og snemma á sixties, var ţađ menningarlegasta og besta útvarpsstöđ í landinu.

Engin spurning.  Og takk fyrir ţađ.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband