28.4.2010 | 20:28
Áfram Katla!
Magnús Tumi Guðmundsson sagði í Kastljósi áðan að meiri líkur en minni væru á því að næsta Kötlugos verði lítið eða miðlungsgos fremur en stórt. Vísaði hann eingöngu til sögunnar í þessu tilliti. Svona fjórða hvert Kötlugos væri stórt en hin ekki.
En Magnús Tumi veit bara ekkert um þetta fremur en aðrir, til dæmis ég eða vor ástsæli forseti. Á átjándu öld komu tvö stórgos í Kötlu í röð, 1721 og 1755 og næsta gos þar á undan, 1660, var líka ansi drjúgt. Og ekki síður gosið þar á undan, 1625.
Hins vegar mun þjóðin líklega spjara sig í næsta Kötlugosi eins og öllum öðrum.
Annars eru spekúkúkasjónir um það að virkni fjallsins fari minnkandi því síðustu aldir hefur það gosið sjaldnar en næstu þúsund árin þar á undan. En áreiðanlega getur það samt skvett vel úr sér og ærslast all mjög.
Og vonandi fer nú Katla gamla að gjósa sem fyrst til að leiða til lykta þessar deilur um það hvað hún ætli sér að gera.
Áfram Katla!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hvar í ósköpunum í veröldinni ert þú staddur mannfýla að óska eftir Kötlugosi þú veist nú lítið hvað þú ert að tala um. Ég er rúmlega áttræður karl sem hef haft Mýrdalsjökull með Kötlugjá daglega fyrir augunum frá því ég man eftir mér. Ég eins og fleirri sem eiga hér heima vitum að Katla getur komið hvenær sem er hún gæti þessvegna komið á morgun eða eftir 10 ár eða 20 eða 100 ár Vestmannaeyjargosin komu eftir 5000 ár að talið var. Vonandi sefur Katla sem lengst. Það sem breyst hefur frá fyrri Kötlugosum er að með nútima tækni er hægt að fylgjast með hverskonar jarðhræringum sem þar verða í Mýrdalsjökli. Ég þekki Mýrdalssand mjög vel,það má segja að núna um 90 árum eftir Kötlugosið 1918 sé sandurinn orðin það gróinn að hann er hættur að fjúka ef vind hreifir.
Ég þekkti marga menn sem til voru í Kötlugosinu 1918 þeir sögðu mér margt um Kötlugosið og það umhverfi sem hér var fyrir það.
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 21:49
Er ekki illu best aflokið? Það mun gjósa. Það er ósköp óraunhæft að vona að Katla gjósi ekki sem lengst. Það er bara tilgangslaus bjánaskapur og svona álíka eins og að taka allt bókstaflega sem sagt er. Allar óskir í þessu sambandi eru reyndar tilgangslausar. Náttúran fer sínu fram. Orð mín, sem eru kannski kaldhæðnisleg, ber auðvitað að skilja sem ábendingu um það að náttúran muni sjálf svara því hvort næsta gos í Kötlu verður mikið eða lítið. En hvar í ósköpunum hefur þú karlskratti lært mannasiði þegar þú ávarpar ókunnuga menn?
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2010 kl. 22:22
Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég sé svona yfirskrift: "Áfram Katla!" Þú veist af hverju...
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.4.2010 kl. 23:47
Voff!
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2010 kl. 23:57
Gissur ætti að vera nægilega gamall til þess að skilja að óskir virka ekki... alveg eins og bænir, sem eru einskonar óskir furðufugla sem eru ekki sáttir við plan galdrakarlsins ógurlega.
Ég óska þess að lofsteinn komi á jörðina, að sólin brenni út, að supernova springi við hliðina á okkur, að ég vinni í lottó og verði skrilljóner...
Þarna eru einhverjar óskir.. sem vel gætu gerst; Það að ég óski þessa breytir engu til með hvort þetta gerist eða ekki.
Áfram Katla, áfram lofsteinar og hinu ýmsasta bömmer ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:24
Þú segir þetta ekki rétt. Allah stjórnar gosum og stærð þeirra á öllum tímum, sbr. þetta: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/#entry-1048789 Svo það er áfram Allah! Kötturinn hans DoktorEs er að reyna að segja okkur þetta.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.4.2010 kl. 10:27
Kötlugos eru vond fyrir land og þjóð. Sem betur fer hafa ekki verið mikil dauðsfólk manna í þeim. Reyndar dóu tveir menn af voldum eldinga á nítjándu öldinni í Skaftártungu.
Ég held að staðan sé sú í dag að gos eins og Eyjafjallajökulsgosið og þá Kötlugos. Þeytigos sem senda gosefnin um alla álfuna séu verst fyrir flugið í Evrópu. Það er það versta.
Njörður Helgason, 29.4.2010 kl. 10:43
Hér eru mættir tveir af mestu hamfarabloggurum allra tíma, postdoc og Doctor E. Og svo mamma hennar Kötlu. Það er ekki að furða þó kisan gapi alveg af undrun og skelfingu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2010 kl. 12:09
Það er víst svo með flest eldfjöll að það er hagstæðast fyrir okkur mennina (sem búum í næsta nágrenni við þau) að þau gjósi sem oftast - því það er yfirleitt þannig að því lengra sem að líður á milli gosa, því öflugri verða þau. Það er allavega reynslan - því fyrr því betra.
Hitt er annað að ef maður er í hárri elli, þá vill maður kannski að það frestist um nokkur ár, svo maður sleppi sjálfur við afleiðingarnar (en einhverjir aðrir verða þá að taka afleiðingunum - sem verða mögulega verri).
Höskuldur Búi Jónsson, 29.4.2010 kl. 12:24
Því lengra sem líður milli gosa því öflugri gos. Þetta lúrði líka á baki orða minna. Vonandi gýs þá Katla sem allra fyrst!
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2010 kl. 12:38
Það bjargaði ekki Tiger Woods... gaus aðeins of oft ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 13:02
Meiriháttar krúttleg kisa.
Kama Sutra, 29.4.2010 kl. 17:20
Viðtalið við Magnús Tuma í gærkvöldi er nú skynsamlegasta umræðan sem ég hef séð um þessi mál til þessa. Kom mér reyndar á óvart að hann skyldi telja gosið 1721 til meðalgosa. Þá kom sennilega stórkostlegasta vatnsflóð sem komið hefur úr Kötlu þó gjóskan hafi verið minni en í stórgosinu 1755. Og þar af leiðandi held ég að hún sé hæpin, kenningin um, að því lengra sem líður á milli gosa séu þau stærri. Og Njörður, það var í gosinu 1755 sem Jón hreppstjóri í Svínadal og vinnukona hans létust í eldingu af völdum gossins. Það eru einu skráðu dauðsföllin í Kötlugosum síðan 1625 þegar Þorsteinn Magnússon skráði fyrstu áreiðanlegu heimildirnar sem til eru um Kötlugos. Þórarinn Öfjörð, Páll prestur og Benedikt skáldi drukknuðu að vísu í Kötlukvísl á Mýrdalssandi haustið 1823 en þá var gosinu sjálfu lokið fyrir tveimur mánuðum. Aftur á móti er næsta víst að manntjón hefur orðið þegar Lágeyjarhverfið sem var á milli Hjörleifshöfða og Álftavers eyddist 1311. En um það er ekkert til nema óljós munnmæli.
Þórir Kjartansson, 29.4.2010 kl. 18:15
Sammála því að þetta var skynsamleg umræða í sjálfu sér en við vitum samt ekki mikið um hvernig næsta gos verður. Og það er ekki einhlítt að eftir langt goshlé komi mikið gos. Eftir 80 ára hlé kom lítið gos 1580.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2010 kl. 18:35
Eins og ég hef áður sagt hér á netinu á öðrum stað þá mun Katla ekki gjósa í þessari umferð. Forseti vor hefur spáð því að hún gjósi og hann hefur haft rangt fyrir sér í 93,8% tilvika undanfarið ár. Ergó Katla gýs ekki !!!
Geir Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 21:40
Já ég nennti ómögulega að fletta þessu upp. Ánægjulegt ef fólk les villurnar.
Njörður Helgason, 1.5.2010 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.