3.5.2010 | 16:54
Hlutunum snúið á hvolf
Ég tók ekki þátt í neinum mótmælum í búsáhaldabyltingunni eða á öðrum vettvangi. Því um síður hef ég farið að heimilum fólks til að mótmæla og það mun ég aldrei gera. En ég stend þó með þeim sem hafa gagnrýna afstöðu til þess sem nú er að gerast í þjóðlífinu og er þar af nóg af taka eins og allir vita. Eins gott að greina þar aðalatriðin frá aukaatriðunum.
Í dag leggur Ólafur Stephensen í leiðara í Fréttablaðinu út af því þegar lögreglan lét til skarar skríða í héraðsdómi. Hann vitnar í orð Ragnars Aðalsteinssonar um það að samfélagið sé að breyast í óhugnanlega hörku þar sem ofbeldið ráði öllu. Ragnar átti augljóslega við að valdstjórnin í mynd lögreglunnar væri farinn að beita vaxandi hörku við almenning.
En í leiðaranum er þessu snúið á haus. Meginhluti hans fer í að gangrýna ''mótmælendur'' sem látið hafa til sín taka á ýmsan hátt. Það séu einhverjir mótmælendur sem vandræðum valda og beri að amast við en ekki valdstjórnin. Mjög alvarlegum ábendingum Ragnars Aðalsteinssonar er þar með algerlega snúið á hvolf.
Í Morgunblaðinu skrifar svo Pétur Blöndal um þá örfáu mótmælendur sem hafa safnast saman við heimili fólks. Hann kallar það athæfi ''ódæði''. Þau beinist bara gegn saklausum börnum að því er helst verður skilið af máli Péturs. Ansi er það langt gengið. Þessi mótmæli eru kannski óviðeigandi og óþægileg en eins og þau hafa farið fram hafa þau í mesta lagi valdið ónæði. Að kalla þau ''ódæði'' er að fara langt yfir strikið. Svona álíka stórkarlalegt og innistæðulaust og að kalla þau mannréttindabrot eins og sumir hafa gert.
Ekki þarf að minna á það hvaða gjörningar hafa komið þjóðinni í stórkostleg vandræði svo þúsundir fjölskyldna eiga verulega um sárt að binda. Ekki væri að skjóta yfir markið að kalla þá gjörninga ódæði og þá einstaklinga og valdastofnanir sem ábyrgar eru fyrir þeim ódæðismenn og ódæðisöfl. Þessu hafa mótmælendur verið að andæfa hvað sem segja má um einstakar aðgerðir þeirra.
Í báðum þessum greinum, sem hér hefur verið vikið að, eru aukaatriði gerð að aðalatriðum. Hlutunum snúið á hvolf. Og orðum tungumálsins er beitt á svo villandi hátt að jaðrar við merkingarleysi. Slíkt er einmitt helsta einkenni áróðursbragða.
Það fylgir því ábyrgð að skrifa ritstjórnargreinar eða fasta dálka í dagblöð, drjúgum meiri en skrifa tilfallandi tækifærisgreinar eða blogga. Þá kröfu má gera að þeir sem þar eru fremstir í flokki skrifi af rökvísi og sanngirni.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég verð að aka undir það, að þessi leiðari tók óvænta stefnu.
Sigurbjörn Sveinsson, 3.5.2010 kl. 21:47
Þetta eru þörf orð Sigurður Þór ! en var ekki einmitt minnst á þetta í skýrslunni góðu, að samfélagsumræðan væri búin að vera á þessu plani lengi og þar með einn af fjölmörgum dropum sem fékk bikarinn til að fyllast og vel það.
Það sárasta er svo að sjá þessa tegund umræðu halda áfram og það hjá röddum sem heyrast einna best í samfélaginu, á þar m.a. við fjölmiðla og þáttastjórnendum, sem af einhverjum annarlegum ástæðum, telja sig alltaf þurfa að "halda með/móti" í staðinn fyrir að reyna eftir besta megni að flytja fréttina hlutlaust, sýna okkur smávirðingu og gefa okkur lesendum/borgurum tækifæri til að mynda okkur skoðun sjálf, viljum við þetta ???
Kristján Hilmarsson, 4.5.2010 kl. 13:20
Þetta er góð grein hjá þér Sigurður, það virðist oft gleymast hver hin raunverulegu fórnarlöm eru, almenningurinn. Það er ekki það fólk sem verið er að safnast saman hjá og mótmæla.
Gunnar Heiðarsson, 4.5.2010 kl. 16:20
Þakka þér fyrir mjög góða grein Sigurður! Mér hefur lengi fundist óhuggulegt, hve margt fólk skortir gagnrýna hugsun. Lætur mata sig stanslaust og trúir öllu yfirborðskjaftæðinu möglunarlaust!
Hvernig væri að skoða aðeins undir yfirborðið ?
Elínborg, 6.5.2010 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.