5.5.2010 | 14:55
Kuldakast á Frakklandi og Spáni
Kuldahret hefur gengið yfir á Spáni og í Frakklandi.
Því olli lægð er fór yfir Miðjarðahaf í grennd við Mæjorku og hæðin sem teygir sig nú yfir Ísland. Þessi kerfi báru óvenjulega kalt loft til Miðjarðarhafs og kuldapollur myndaðist í háloftunum yfir Miðjarðarhafi í grennd við Mæjorku.
Hæð svokallaðs 500 hPa flatar gefur vísbendingar um hitann í andrúmloftinu og því hærri sem hann er því hlýrri er loftmassinn og því lægri því kaldari er hann. Á þessu korti á hádegi í dag má sjá legu þessara flata. Sjá má að yfir Íslandi er hann mjög hár en aftur á móti lágur yfir Suður-Frakklandi. Í norðanverðri Afríku er hann jafnvel lægri en á Íslandi.
Á hádegi var 500 hPa flöturinn í 5780 metra hæð yfir Keflavík en frostið var 22 stig eða líkt og gerist oft í júní. Annar flötur sem oft er miðað við um hita loftmassa er 850 hPa flöturinn. Hann var í 1551 metra hæð yfir Keflavík, kringum 120 metra yfir meðallagi og þar var 7 stiga hiti eða um fjögur stig yfir því sem venjulega gerist í miðjum júlí. Í um 900 m hæð var 9 stiga hiti. Á sama tíma var 500 hPa flöturinn yfir Majorku í 5450 metra hæð og frostið var 25,5 stig. Í 850 hPa fletinum var hæðin þar 1398 metrar og hitinn 1,4 stig.
Á kortinu má sjá hæð 500 hPa þrýstiflatarins í dekametrum og ef vel er að gá sést þar líka hitastigið í þeim hæðum. Hæðin yfir Íslandi er fyrirstöðuhæð og lægðin yfir Miðjarðarhafi er eiginlega skilgetið afkvæmi hennar. Hæðin dregur til okkar hlýtt hlýtt loft en kalt austan við hana. Hér verður talsvert hlýrra en ætla mætti eftir árstíma en að sama skapi kaldara þar sem kuldinn og sérstaklega kuldapollurinn nær sér á strik. Og það er líka tiltölulega kalt norðar í Evrópu.
Venjulega á að vera um það bil tíu stigum hlýrra á slóðum kuldapollsins eftir árstíma en hér á landi.
Á hádegi í dag var hitinn í Clermont-Ferrand í Frakklandi aðeins 2 stig og slydda en í Toulouse var 6 stiga hiti og súld og 11 stig og rigning í Marseilles. Lágmarshiti í Frakklandi og á Spáni var sums staðar 3-5 stig á láglendi en frost til fjalla. Lægðinni fylgdi einnig mikill sjógangur.
Allt á kafi í snjó í S-Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.