Dægursveifla upp á 23 stig

Í nótt mældist mesti kuldi í byggð á landinu -8,1 stig á Torfum í Eyjafjarðardal. Það var milli kl 4 og 5 í nótt í  næstum því logni. Í dag fór hiti þar hins vegar í 14,7 stig, nú milli klukkan 4 og 5 síðdegis  og varð hvergi hlýrra á mannaðri veðurstöð. Á sjálfvirku stöðinni voru hitatölurnar -7,8 og 15,6.

Þetta er dægursveifla upp á 23 stig á hálfum sólarhring og verður varla mikið meiri á þessum árstíma. 

Bjart var á þessu svæði og loftið þar mjög þurrt að eðli.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband