1.6.2010 | 11:51
Lexían
Ísraelsmenn segjast stöðva öll skip sem reyna að sigla með hjálpargögn til Gaza.
Aðgerðir þeirra í gær áttu auðvitað að kenna öllum þá lexíu hvað bíði þeirra sem reyna.
Þeir verði sallaðir niður.
Ég hef trú á því að um borð í þessum skipum sé mestan part venjulegt fólk en ekki neinir hryðjuverkamenn en orðið aðgerðasinnar er notað í þeirri merkingu af Ísraelsmönnum og fleirum. Vel má vera að þar séu einhverjir hatursmenn Ísraelsríkis. Það breytir ekki því að um vopnlausa almenna borgara er að ræða. Og það má kannski líta á þetta sem mótmæli vopnlausra borgara gegn aðgerðum ríkis. Ekki ósvipað mótmælum borgara gegn pólitískum valdhöfum innan ríkis.
Það er ekki hægt að líða það að slíkum aðgerðum almennra borgara gegn ráðslagi ríkja í heiminum, hver sem þau eru, sé svarað með blóðugri hernaðaraðgerð af best þjálfuðu og miskunnarlausustu sérsveit herveldis.
Vonandi er þetta upphafið á því að almenningur um heimsbyggðina rísi upp gegn svona framferði.
Besta svarið væri að almennir borgarar stefndu stórflota til Ísraels en færu með algjörum friði.
En mönnum er auðvitað annt um líf sitt svo þetta verður kannski ekki.
Terrorismi og glórulaust ofbeldi er vissulega árangursrík aðferð.
Annað skip á leið til Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Var að líta á þetta myndband þar sem Ísraelar síga um borð. Ég get ekki séð annað en að þeir fái heldur óblíðar móttökur. Heiftin virðist ráða ríkjum hjá bátsverjum. Burtséð frá þvi hvort Ísraelar eru dólgarnir eða ekki.
Er ekki málið að þeir fórna sér í þágu málstaðarins, vitandi um afleiðingar þess að ráðast á Ísraela. Þeir eru þekktir fyrir að sprengja sjálfan sig í loft upp og taka aðra með sér. Hví skyldu þeir ekki nota þessa aðferð og fjölmiðlar reka smiðshöggið á gjörninginn.
http://www.youtube.com/watch?v=gYjkLUcbJWo&feature=player_embedded
Einar Marel (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 12:35
Nú hafa Egyptar opnað landamæri sín að Gaza. Hafi það verið ætlun Ísraela að koma í veg fyrir vopnasmygl hafa aðgerðirnar haft þveröfug áhrif.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2010 kl. 14:11
Ef vopnaður flokkur, hvort sem það eru venjulegir sjóræningjar eða her á vegum ríkis, ræðst um borð á skipi á rúmsjó og skipsverjar veita mótspyrnu, hverjir eru þá árásaraðilarnir? Hverjir eru svo þekktir fyrir að sprengja sjálfa sig í loft upp? Hér virðist vera sett samasemmerki á milli þeirra sem voru þarna um borð og örgustu hryðjuverkamanna. Er það réttmæt líking?
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2010 kl. 16:10
Sumir segja að skipsverjar hafi verið óðir af hatri og ógnað lífi árásarmannanna. En ekki hefur ásetningur skipsverja verið mjög sterkur að vinna hermönnunum alvarlegt mein, þó þeir hafi veitt mótspyrnu, í ljósi þeirrar óbifanlegu staðreyndar að enginn hermaður lét lífið en a.m.k. 9 um borð. Hver var sterkari í harrinu? Hverjir eru svo hinir föllnu og hver er saga þeirra? Hvað ætla Ísraelsmenn að gera við líkin? Kannski brenna þau án þess að gefa nokkru sinni upp hvaða einstaklingar þetta voru. Það sem er að gerast þarna eru bara þessar venjulegu réttlætingar ríkja sem beita herafla sínum gegn almennum borgurum. Ótrúlegt að einhverjir séu að verja slíkt athæfi alveg burtséð frá því hvert er ríkið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2010 kl. 16:28
Alltaf er komið að því sama aftur og aftur: Eitt land, ein lög, ein þjóð. Var það ekki annars niðurstaða Þorgeirs, þegar hann skreið undan feldinum?
Sigurbjörn Sveinsson, 1.6.2010 kl. 21:56
''Hundruðir aðgerðarsinna neituðu hins vegar að undirrita yfirlýsingu þess efnis að þeir hefðu komið til Ísraels með ólögmætum hætti í ljósi þess að þeir voru handsamaðir á alþjóðlegu hafsvæði.'' Úr frétt á mbl.is.
Sú ósvífni að reyna að þvinga menn til að skrifa undir slíka yfirlýsingu í þessum aðstæðum er hreinlega sick.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2010 kl. 22:22
"Ef vopnaður flokkur, hvort sem það eru venjulegir sjóræningjar eða her á vegum ríkis, ræðst um borð á skipi á rúmsjó og skipsverjar veita mótspyrnu, hverjir eru þá árásaraðilarnir?"
Ef skipverjar ætla sér sannarlega að rjúfa yfirlýst hafnbann þá þurfa þau ekki að vera komin inn á hafnbannsvæðið áður en aðhafast má gegn þeim. Í sjálfu sér hefðu Ísraelar mátt aðahafast gegn þeim hvar sem er á alþjóðlegu hafsvæði (en ekki hinsvegar inni í lögsögu þriðja ríkis).
Um þetta gilda ekki mörg formleg, alþjóðleg lög en vissar venjur sem stundum hefur verið deilt um. Þú manst kannski eftir nokkuð áberandi deilunum sem urðu þegar Bretar söktu argentínska beitiskipinu Belgrano á alþjóðlegu hafsvæði og utan "lokaða svæðisins" utan um Falklandseyjar sem þeir höfðu lýst yfir.
Meginprinsipp sem eru mjög almennt viðureknnd meðal þjóða heims í þessum málum eru m.a að lokuð svæði og hafnbannssvæði eru til varnar óviðkomandi skipaumferð en ekki skipaumferð sem tengist átökum, að kaupskip sem reyna að rjúfa hafnbann eru réttmæt skotmörk og að af skipum sem eru á leið til eða frá lögsögu einhvers ríkis má vel hafa afskipti á alþjóðlegu hafsvæði (sbr. smyglskútutökur LHG úti á rúmsjó).
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 04:01
Hans. Þetta hafnbann Ísrela er ekki löglegt og því voru Ísrelar órétti. Lögin sem Íraelar bera fyrri sig gilda ekki um ólögmæt hafnbönn, aðeins um þau sem hafa verið viðurkennd af samfélagi þjóðanna.
En þetta veistu eflaust en ert bara að reyna þæfa málið. Viltu kannski fá lagabókstafinn hér með?
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2010 kl. 08:39
Vopnasýning, vopnasýning í dag:
Komdu Siggi og skoðaðu vopnasýningu "friðarsinnanna" á bloggi mínu: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1062779/
Þorir þú það ekki? Það kostar ekkert inn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.6.2010 kl. 08:42
Svanur, heldur þú að rök þín verði sterkari með því að þú endurtakir þau í sífellu? Mig heilaþværð þú ekki. Er Ísraelsher innti skipstjóra skipalestarinnar eftir því hvert þeir ætluðu, þá sögðust þeir ætla til Gaza og ætluðu ekki að verða við tilmælum Ísraela um að snúa til Ashod í staðinn fyrir Gaza. Íslendingar notuðu sömu rök í Þorskarstíðunum, þegar þeir fóru í bresk skip.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.6.2010 kl. 08:49
Vilhjálmur. Ísrael hefur ekki rétt til að fara um borð í skip á alþjóðlegu hafsvæði, (utan 12 mílna landhelgi) jafnvel þótt yfirlýst stefna skipstjóra þess sé að rjúfa hafnarbannið því hafnbannið er ekki löglegt samkvæmt alþjóðalögum og hefur aldrei hlotið þá viðurkenningu. Ísraelsmenn haga sér bara eins og hafnbannið sé löglegt og grein 42 eigi því við.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2010 kl. 09:39
''Þorir þú það ekki? Það kostar ekkert inn.'' Það eru þín vopn Vilhjálmur, meinfýsni og illkvittni. Þegar menn verða fyrir árás grípa menn sér til varnar það sem hendi er næst. Alls staðar í kringum okkur eru tól sem hægt er að breyta í vopn. Sérðu ekki mun á því og vopnuðum og þrautþjálfuðum herafla. Nú les maður að Ísraelsmenn setja samasemmerki milli Hamas og farþega á þessum skipum. Ekki ætla ég að láta heilaþvo mig með því. Annað skip er svo á leiðinni m.a. með friðarverlaunahafa Nóbels sem er víst Hamasliði í dulargerfi. Það getur vel verið að einhverjir þarna um borð hati Ísrael, kannski svona álíka eins og þú hatar ''vinstri'' menn á Íslandi, og syngi söngva eins og margir gera sem eru í einhvers konar mótmælaaðgerðum en það réttlætir hvorki þessa árás né blóðbaðið. Hugsun mín í þessum pistlum er skýr: Hún er að þarna standa samtök almennings, borgara (kannski voða vondra en borgara samt), gegn vopnvæddu herliði. Svanur reynir a.m.k. að rökstyðja mál sitt en þú ert allur í því að gera lítið úr fólki ef það vogar sér að vera einhvern tíma á annari skoðun en þú. Annars finnst mér ógaman að vera að munnhöggvast við þig og vildi losna við það.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2010 kl. 10:00
Þú gleymir því Svanur, að það var Hamas sem lýsti stríði á hendur Ísraelsríki. Þeir sem friðarsinnarnir vildu heimsækja eru stríðsherrar . Ísrael var í fullum rétti. Ef ekki, þá voru Íslendingar heldur ekki í rétti gegn Bretum í Þorskastríðinu.
Vopnin bitu greinilega á þig Siggi, kutarnir, járnstangirnar, prikin og byssurnar, sem voru um allt á Mavi Marmara, ferju friðarins. Já friður sé með þér og þinni sjálfsheilögu skoðun á heiminum. Ef þú ert ósáttur við mig og vilt ekki álit mitt, slíttu bara bloggsambandi við mig, á sama hátt og klikkhausarnir í þinginu okkar eru mestu uppteknir við að slíta sambandi við Ísrael. Ekki er ég að neyða upp á þig skoðanir. En lágmarksgagnrýni á sjálfið væri kannski við hæfi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.6.2010 kl. 10:16
Ég set fram mínar skoðanir á minni síðu. Þú mátt koma með þær athugasemdir sem þú vilt Vilhjálmur en mig langar bara ekki til að rífast við þig með hæðni og lítilsvirðingarorðum um sjálfið og heilagar skoðanir. Það er allt og sumt. Ég er ósammála þér í þessu máli en hef aldrei amast við skoðunum þínum eða áliti yfirleitt, hvorki á minni síðu eða þinni. Og þetta veistu vel.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2010 kl. 10:29
Það er afar ólíku saman að jafna baráttu Íslendinga til að færa út fiskveiðilögsögu sína og rétt Ísraelsríkis til að senda vopnaðar sveitir til að hertaka farþegaskip á alþjóðalegri siglingaleið.
Íslendingar voru aldrei í blóra við alþjóðalög.Ég er ansi hræddur um að Bretar hefðu beitt fyrir sig þeim rökum ef svo hefði verið. Þeir beittu fyrst og fremst fyrir sig hefðum í veiðirétti. Þvert á móti var réttur Íslendinga til að hindra veiðar í íslenskri landhelgi áréttaður með setningu alþjóðlegra laga um fiskveiðilögsögu allra landa mjög í samræmi við kröfur Íslendinga. -
Sérðu kannski Vilhjálmur slíkt hið sama gerast í sambandi við kröfur Ísraelsmanna um rétt sinn til að setja Gaza í herkví?
Nei, Alþjóðasamfélagið kallar nú eftir að henni verði aflétt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2010 kl. 11:44
Svanur: Þú ert eiginlega að snúa lagastöðunni í Þorskastríðunum á alveg á haus.
Annars er það endemis vitleysa að það þurfi einhverja alþjóðlega viðurkenningu til að hafnbann sé löglegt. Hvaðan færð þú þá hugmynd?
Svo er óþarfi að upphefja nokkra rugludalla í Evrópu með heitinu "alþjóðasamfélag".
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 14:44
Þetta eru a.m.k. ekki allt einhverjir ''rugludallar'' sem hafa gert athugasemdir við þessa árás. Það hafa margar ríkisstjórnir líka gert og margir aðrir, jafnvel stjórnmálamenn vinveittir Ísrael, sjá t.d. leiðara Moggans í dag.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2010 kl. 15:09
Hans. Í "Article 42 UN Charter" eru ákvæðin um hafnbönn.
Með "alþjóðasamfélaginu" er hér átt við yfirgnæfandi fjölda ríkisstjórna heimsins sem hafa fordæmt aðgerðirnar.
Bandaríkin (frú Clinton, varla rugludallar í Evrópu) hafa kallað eftir endi á hafnbanninu á þeim forsendum að það sé "unsustainable and unacceptable". Ein af forsendum þess að hafnbann sé löglegt er að það sé talið "sustainable". Clinton er þannig að gefa í skyn að sjálft bannið sé ólöglegt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2010 kl. 16:06
Svanur: Þú ert lengst úti á túni.
Allur VII stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna fjallar um aðgerðir sem gripið er til að frumkvæði öryggisráðs sameinuðu þjóðanna.
Hernaður í beinni sjálfsvörn kallar ekki á samþykkt öryggisráðsins en Ísraelar hernumdu Gazasvæðið fyrir margt löngu í varnarstríði gegn Egyptum en ekkert hefur gengið að koma því í hendur sæmilega friðsamrar stjórnar heimamanna. Svæðið hefur síðan verið hernáms- og átakasvæði og stríðandi aðilar geta lokað hafsvæðum á átakasvæðum einhliða, sbr. t.d lokaða svæðið í kring um Falklandseyjar sem Bretar komu á einhliða á sínum tíma.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 17:38
Ef ég er úti á túni Hans stend ég þar með köppum eins Yoram Dinstein lagaprófessor við háskólann í Tel Aviv sem einmitt notar 42 grein til að réttlæta aðgerðina.
En allt er líklega hey í harðindum á þeim bænum.
Þrátt fyrir að þú bendir á nokkrar augljósar staðreyndir varðandi ástandið á Gaza, ertu samt týndur í eyðimörkinni.
Falklandseyjar segirðu. Ef þú ert að leita að sambærilegu dæmi um hvernig aðrar þjóðir gera líkt og Ísrael skaltu benda á Norður Kóreu sem hagar sér nokkuð svipað á alþjóðlegum siglingaleiðum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2010 kl. 19:01
Burtséð frá öllu öðru þá hafa N-Kóerumenn ekki verið að gera óskunda á alþjóðlegum siglingaleiðum nýlega (Cheonan-atvikið átti sér stað rétt undan ströndum Kóreskrar eyjar, það er umdeilt hver hefur lögsögu þar en hún tilheyrir klárlega öðru Kóreuríkinu).
Vilt þú ekki a.m.k reyna að bera Ísrael saman við relevant útlagaríki ef þú þarft endilega að standa í slíku?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.