Sambandslaust

Írska flutningaskipið Rachel Corrie sem er á leið til Gaza er nú sambandslaust. Talið er að Ísrael hafi rofið samband við skipið.

Svo segir hér í fréttinni.

Skipuleggjendur ferðarinnar vildu að skipið færi til hafnar til að fá fleiri þekkta farþegar um borð og fjölmiðlafólk. En svo virðist sem ekki hafi verið hægt að koma skilaboðum til skipsins um þetta.

Mér sýnist stjórnvöld í Ísrael líta á þá sem voru á skipinu sem ráðist var á sem  óðan múg og  hryðjuverkamenn og spurning hvort þeir líta ekki sömu augum á þá sem eru á Rachel Corrie. 

Haft er eftir einhverjum hernaðarpótentáta að Ísraelar hafi unnið skemmdarverk á Rachel Corrie og fylgiskipum þess. Og sagt er að sama flotadeild muni ráðast um borð í skipið og drap 9 menn um daginn.  

Hér og hér má lesa írskar frásagnir af málinu þar sem þetta kemur fram.

 


mbl.is Ekki samband við flutningaskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband