30.6.2010 | 21:36
Methlýindi í júnímánuði
Síðasta bloggfærsla mín var um það hvað júnímánuður færi vel af stað hvað hlýindi varðar.
Nú er orðið ljóst að mánuðurinn er sá hlýjasti sem mælst hefur bæði í Reykjavík og Stykkishólmi.
Í Stykkishólmi var byrjað að mæla seint á árinu 1845. Hlýjustu júnímánuðir þar hingað til voru árin 2007 og 1871 þegar meðalhitinn mældist 10,5 stig. Nú er hann hins vegar 10,8 stig fremur en 10,7. En vafalaust er að hitinn er meiri en mælst hefur hingað til í júní.
Í Reykjavík er meðalhitinn 11,4 stig. Það er heldur hlýrra en var í hlýjasta júní þar hingað til sem var 2003, 11,3 stig. Hægt er að átta sig á hitanum í Reykjavík í júní frá 1866 og einnig árin 1821-1853. Júní 1830 og 1831 hafa mjög háar tölur og hærri en nú en ekki er rétt að gera of mikið úr þeim vegna ófullkominna mæliaðstæðna, en ljóst er þó að þessir mánuðir voru afar hlýir. En á þeim tíma sem mælingar frá Reykjavík eru sæmilega trúverðugar er ekki hægt að finna hlýrri júní en nú.
Samkvæmt þeirri aðferð sem ég hef notað til að finna hlýjustu og köldustu mánuði á öllu landinu út frá þeim veðurstöðvum sem lengst hafa athugað og lesa má um hér á bloggsíðunni er þessi júní sá hlýjasti á landsvísu síðan 1941 en hlýrra var einnig 1933, 1909 og líklega 1871. Miðað við það meðaltal sem nú er í gildi er mánuðurinn um það bil tveimur stigum fyrir ofan meðallag á landinu .
Ekki virðast þó mánaðarmet hafa verið slegin nema í Reykjavík og Stykkishólmi og líklega í Borgarfirði og jafnvel í uppsveitum suðurlands og uppi á hálendinu. Hjarðarland er með met, en stöðin er ekki gömul og Hæll í Hreppum er mjög nærri sínu meti frá 1954. Hveravellir eru örugglega með sinn hlýjasta júní frá því mælingar hófust þar um miðjan sjöunda áratuginn. Stöðvar eins og Vestmannaeyjar, Bolungarvík, Akureyri og Kirkjubæjarklaustur halda hins vegar sínum gömlu metum og einnig stöðvar á austurlandi. Á austurlandi og norðaustanverðu landinu er reyndar einna svalast en hitinn er þar samt vel yfir meðallagi.
Mánuðurinn er ansi þurr og nær vísast varla meira en hálfri meðalúrkomu þar sem hún er mest. Á Akureyri hefur aðeins einu sinni verið þurrara í júní. Það var árið 2007 sem var afar þurr og hlýr mánuður og minnir reyndar um sumt á þennan sem nú var að líða.
Nokkuð hefur verið kvartað um sólarleysi í Reykjavík en sólskinsstundir voru þó næstum því í meðallagi. Ísland er bara ekkert sólskinsland!
Þökk sé Gagnatorginu þar sem hægt er að fylgjast með stórviðburðunum í veðrinu jafnóðum og þeir gerast.
Það má í lokin segja að þessi júní hafi svo sannarlega sýnt meistaratakta ekki síður en fótboltaliðin í Suður-Afríku!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það hafðist, en þó með herkjum.
Emil Hannes Valgeirsson, 30.6.2010 kl. 22:31
Já, veðrið allra síðustu dagana í Reykjavík hefur verið dull og grámyglulegt þó ekki hafi verið kalt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.6.2010 kl. 22:38
Þegar júní er laus við sínar alræmdu norðannepjur er oftast von á góðu líkt og nú. Það er ólíkt í ár og 2007 í Reykjavík að nú var tiltölulega þurrt, en þó ekki sólríkt (enda ekki N-átt), en 2007 var venju fremur vætusamur þó hlýtt hafi verið. Segir okkur að sólskin og hiti fara ekki endilega saman snemmsumars.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 30.6.2010 kl. 23:42
Júní 2007 var reyndar mjög þurr eins og þessi, aðeins votari, en talsvert sólríkari. En hlýji júní 2003 var hins vegar vætusamur og með metúrkomu á Teigarhorni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.7.2010 kl. 01:09
Framsóknarmafían var búin að spá rigningu í Reykjavik í allt sumar.
Hægt að treysta því að hún hefur alltaf rangt fyrir sér.
Þeir sem fara út fyrir Læk í sumar eiga því ekki von á góðu.
Þorsteinn Briem, 1.7.2010 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.