Fyrsta haustlægðin!

Hún er óneitanlega ansi reffileg þessi fyrsta haustlægð!

Og gerir sig svo sannarlega breiða um hálft Atlantshafið.

Myndin sýnir hana frá kl. 7 í morgun og er af vef Veðurstofunnar.

Spái ek svo því, og leggið nú eyrun við börnin mín ung og smá,  bévítans óþekktarormarnir, að eftir hraklegt haustið komi fádæma vetrarhörkur með svá miklum hafísum, að elstu menn muni ekki annað eins enda muna þeir nú svo sem aldrei eitt né neitt. Verður þá mörg óætan ill etin og lánleysi mikið mun þjaka jafnt menn sem algjörar skepnur og valda fári miklu svo kalla megi það í einu orði sagt alveg óborganlegt.    

100701_0700_1005368.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Í annarri heimsálfu vestan við eyjuna bláu, hvers uppruni þessa lægðar mun hafa verið, hefðu þeir kallað hana "síðustu vetrarlægðina", enda ekki enn kominn sumardagurinn fyrsti þar um slóðir.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.7.2010 kl. 16:35

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þessi spá er auðvitað ekki spá, heldur ályktun dregin af veðurkortum, eða hvað?

Hólmfríður Pétursdóttir, 2.7.2010 kl. 23:56

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Uppörvandi og skemmtilegt...    Meira svona!

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.7.2010 kl. 02:19

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Lára þú hefur alltaf verið mjög svag fyrir árlegum hafísspám mínum og herju rigninarsumrinu á fætur öðrum síðustu árin!       

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.7.2010 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband