Sólarstundir í Reykjavík frá 1911

Nú skulum við skoða sólskinsstundir í Reykjavík í hverjum mánuði frá árinu 1911. Reyndar voru sólmælingarnar á Vifilsstöðum til 1922 en síðan á vegum Veðurstofunnar í Reykjavík.

solinSólarleysi fyrstu áranna stingur vissulega  í augu. Trausti Jónsson skrifar m.a.: „Það er dálítið áberandi hversu lítið sólskin er fyrir 1924. Það eru þó einkum sólarleysisárin 1912 til 1914 sem draga meðaltal þessara fyrstu 13 ára niður. Það er svo sem ekki ósennilegt að mælingarnar sýni of fáar sólskinsstundir, t.d. hafi kúlan ekki verið þrifin nógu vel á Vífilsstöðum. En svo er annað mál að sumrin 1913 og 1914 voru alveg sérstaklega hrakleg suðvestanlands. Sumarið 1913 var sígilt rigningarsumar með ömurlegri heyskapartíð og 1914 gengu slydduhríðir langt fam eftir vori... Og sumarið 1912 var líka á sinn hátt óvenjulegt. Snemma í júní það ár varð eitt mesta eldgos sem enn hefur orðið á öldinni. Það var í Novarupta við Katami-fjall í Alaska ... Vel má vera að þetta hafi dregið það mikið úr sólskini hérlendis að mælirinn hafi síður brennt blaðið, jafnvel þó sólskin hafi verið (bls. 217)."   

Vetur þessara ára voru hins vegar sólríkir miðað við langtíma meðaltöl.

Sérstaka athygli vekur hve sólríkt var á árunum fyrir og rétt eftir 1930. Annars tala tölurnar sínu máli og óþarfi að hafa um þær frekari orð.

Heimildir fyrir þessu eru: Íslenzk veðurfarsbók, Veðráttan og Veðurfarsyfirlit frá Veðurstofunni. Auk þess  bók Trausta Jónssonar Veður á Íslandi í 100 ár sem kom út árið 1993 á vegum Ísafoldar í Reykjavík.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband