8.9.2010 | 17:27
Veður um allan heim
Hér kemur bein vísun á veðurupplýsingar á rússneska veðurvefnum sem ég gat um fyrir skömmu síðan. Hægt að fylgjast með daglegu veðri í ýmsum borgum heimsins í sérstökum töflum. Og svo í flestum löndum heims í annars konar töflum. Hvergi hef ég fundið annað eins í þessu formi.
Þessar eru borgirnar eða staðirnir:
Abú Dabi, Adelaide, Aleksandrov Gaj, Alma Atu í Kasakstan, Amundsson Scott (suðurpóllinn), Anchorage, Arkhangelsk, Askabad í Túrkeminstan, Astana í Kasakstan, Astrahan, Atlanta, Aþena, Balkatsj, Bangkok, Barnaul, Belgrad, Berlín, Bisjek í Kirgistan, Bogotá, Boston, Búdapest, Búkarest, Buenos Aires, Calgary, Caracas, Chicago, Dallas, Delí, Denver, Detroit, Dikson eyja, Djakarta, Dublin, Dubæ, Fíladelfía, Fönix, Frankfurt, Helsinki, Hong Kong, Honululu, Houston, Höfðaborg, Istambul, Jakutsk, Jekaterínburg (Sverdlovsk), Jerevan, Júshnó á Kúrileyjum, Kalíngrad, Kalkútta, Kansas City, Karaganda í Kasakstan, Kaupmannahöfn, Kazan, Khabarovsk, Khanty-Mansisjk, Khatanga (vel norðan við 70°), Kiev, Kísinev í Koldóvu, Krasnodar, Krasnojarsk, Kúala Lumpúr, Kúska, Kæró, Las Vegas, Líma, Lissabon, London, Los Angeles, Madrid, Magadan, Makhatjkala við Kaspíhaf, Miami, Memphis, Melbourne, Mexíkóborg, Minneapolis, Minsk, Montreal, Moskva, Mumbai (Bombay), München, Murmansk, Narjan Mar, New Orleans, New York, Odessa, Oimjakon (kaldasti staðurinn á norðurhveli á vetrum ásamt Verkhojansk), Okhotsk, Oklahoma City, Omsk, Osló, París, Peking, Perm, Petjora, Petropavlovsk á Kamsjatka, Prag, Riga, Róm, San Fransisco, Salt Lake City, Saratov, Seattle, Simferopol á Krím, Singapúr, Sjanghæ, Sofia, Sotsjí við Svartahaf, Sól, Stokkhólmur, St. Pétursborg, Sydney, Syktivkar, Tallín, Taskjent í Úsbekistan, Termes, Tiblisi, Tjíta í Síberíu, Tokyo, Toronto, Ukhta, Vancouver, Varsjá, Verkhojansk, Vín, Vilníus, Vladivostok, Volgograd, Vostok á Suðurskautslandi (kaldasti staður jarðar)
Þegar smellt er á viðkomandi borg kemur upp sá mánuður sem er að líða. Lengst til vinstri er dagsetning, lágmarkshiti með bláu, meðalhiti með grænu, hámark með rauðu, þá frávik frá meðaltali og loks úrkoma í mm lengst til hægri. Fyrir neðan eru línurit, punktarnir merkja hæsta og lægsta hita sem mælst hefur hvern dag nokkru sinni. Til hægri á síðunni sést hámarkshitinn í tölum og árið sem hitinn mældist, auðþekkt á tölustöfum og ártölum innan sviga. Til að fá fram lágmarkshitann verður að smella á þar sem stendur mинимумы á rússnesku lengst til hægri fyrir ofan tölurnar og svigana. Þetta virðist ná mislangt aftur eftir stöðum, New York t.d. um 130 ár.
Ef smellt er til vinstri ofarlega á viðkomandi síðu þar sem stendur Прогноз погоды kemur upp auðskiljanleg spá fyrir næstu daga og ef smellt er á ekki næstu heldur þar næstu línu fyrir neðan, Климат города, kemur upp velskiljanleg veðurfarstafla fyrir viðkomandi stað.
Neðst til vinstri á síðunni eru þrír hvítir flipar. Þar er hægt að fletta upp hverjum mánuði fimm ár aftur í tímann. Í flipanum lengst til vinstri (Mecяд) koma upp mánuðirnir og er janúar næst efstur, og svo niður í desember. Næsti hvíti flipi (Гoд) er árið. Svo smellir maður á flipann lengst til hægri (Ввoд) þegar búið er að velja mánuð og ár. Ef aðeins er smellt á mánuði en ár ekki tiltekið koma tölurnar um mesta hita hvers dags (og minnsta ef smellt er á það) bara út af fyrir sig.
Á öðrum stað er unnt er að sjá veðrið í nokkru öðru formi .Til dæmis Reykjavík, Stykkishólmi, Bolungarvík, Akureyri, Dalatanga, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri og Stórhöfða í Vestmannaeyjum.
Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá flest lönd heims. Ef smellt er viðkomandi land koma upp margir staðir með latínuletri (nema í fyrrum sovétlýðveldum) svo auðvelt er að þekkja þá. Ef á smellt er á stað kemur upp veðrið í þeim mánuði sem er að liða, síðustu daga. Lengst til vinstri er klukkustundin og dagsetningin, þá vindstefna og vindhraði í m/s, skyggni, veður á athugunartíma, skýjahula, hæð skýja og skýjategundir, hiti, daggarmark, rakastig, þá er þarna þægindastuðull (á rússnesku), loftþrýstingur, lágmarks og hámarkshiti og úrkoma í mm (sums staðar ekki allt þetta).
Til að skoða tímabil aftur í tímann fyrir þessa staði, lengst tvö ár, þarf að fara í hina fjóru hvítu flipa til vinstri neðst á síðunni. Lengst til vinstri (Первый день) má velja þann dag sem maður vill að sé fyrstur í röðinni, t.d 1. og í næsta flipa (Пoследний день) )síðasta dag, t. d. 31., þriðji dálkur (Mecяд) eru mánuðirnir og loks er árið (Гoд). Þegar maður hefur valið þetta smellir maður loks á flipann lengst til hægri (Ввoд). Þá er hægt að skoða veðrið upp á dag aftur í tímann, hvern mánuð eða tímabil fyrir sig.
Alsír, Antartíka, Argentína, Armenía, Aserbaitsjan, Austurríki, Ástralía, Bahmaeyjar, Bandaríkin, Bangladess, Barbados, Barein, Belís, Belgía, Benín, Bermúda, Bosnía-Hersegóvína, Botsúana, Bólivía, Brasilía, Bretland, Brúnei, Búlgaría, Búrkína Fasó, Caymaneyjar, Chile, Cook eyjar, Danmörk, Díjbúti, Dómíníska lýðveldið, Egyptaland, Eistland, Ekvador, Eþíópía, Falklandseyjar, Filipseyjar, Finnland, Fítsíeyjar, Frakkland, Franska Gvæjana, Franska Pólínesía, Færeyjar, Gabon, Gajana, Gana, Georgía, Gínea, Grenada, Grikkland, Grænhöfðaeyjar, Grænland, Gúatamala, Guadelúp, Holland, Hondúras, Hvíta-Rússland, Indland, Indónesía, Íran, Írland, Ísrael, Ítalía, Jamaíka, Japan, Jemen, Jórdanía, Kamerún, Kanada, Kanaríeyjar, Karólínsku eyjar, Kasakstan, Katar, Kenía, Kergúelen o.fl, Kirgistan, Kína, Kýpur, Kíribasaeyjar, Kongó, Kostaríka, Kólumbía, Kómoreyjar, Króatía, Kúba, Kúveit, Laos, Lesótó, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Líbanon, Lýbía, Lúxemborg, Madagaskar, Makedónía, Malasía, Malaví, Maldíveyjar, Malí, Malta, Marokkó, Marshalleyjar, Martíník, Máritanía, Máritíus, Mexíkó, Miðafríkulýðveldið, Míkrónesía, Moldóva, Mongólía, Mósambík, Myanmaar (Burma), Namibía, Nárú, Nepal, Níger, N-Kórea, Noregur, Nýja-Kaledónia, Nýja-Sjáland, Óman, Pakistan, Paláeyjar, Panama, Papúa Nýja-Gínea, Paragúæ, Perú, Portúgal og Asoreyjar, Pólland, Púerto Ríkó, Réunion, Rúmenía, Rússland (Evrópa), Rússland (Asía), Sambía, Sameinuðu Arabafurstadæmin, Salómonseyjar, Sádí-Arabía, Senegal, Serbía Seysjelleyjar, Simbabve, Singapúr, Slóavkía, Slóvenía, Spánn, Srí Lanka, St. Lúsía, Suður-Afríka, Suður Georgíueyjar, S-Kórea, Suðurskautslandið, Súdan, Súrínam, St. Helena og Ascencion, Svartfjallaland, Svasíland, Sviss, Svíþjóð, Sýrland, Tæland, Tansanía, Tatsíkistan, Tékkland, Tógó, Trínidad og Tóbagó, Tsjad, Túnis, Túrkmenistan, Túavalú, Tyrkland, Ungverjaland, Úganda, Úkraína, Úrúgúæ, Úsbekistan, Vanúatu, Venesúela, Vestur-Sahara, Víetnam, Þýskaland.
Á kortasíðunni á vefnum er sitt hvað að skoða. Ýmis kort sem menn munu kannski þekkja frá veðurveitunni í Köln er þarna hægt að skoða nokkra mánuði aftur í tímann sem ég hef hvergi séð annars staðar. Svo sem þrýsti og hitakort fyrir Evrópu, úrkomukort, snjóakort, lágmarkshita, hámarkshita, lágmarkshita fyrir Ameríku, hámarkshita fyrir Ameríku, þrýstikortin sem Veðurstofan er með. Og meira af kortum. Hér má sjá kort um frávik hita frá meðalhita í hverjum mánauði síðustu 20 ár, neðri bálkurinn (efri fyrir Asíu) er fyrir Evrópu með Íslandi (10 er 1,0, 70 er 7,0 os. frv, ein tala 0,1-0,9).
Kortin stækka ef smellt er á þau.
Þessi færsla er sett í flokkinn ''Veður um allan heim''sem kemur upp í flokkunum til vinstri á síðunni og mun eingnöngu innihalda þessa færslu sem verður því alltaf auðveldlega aðgengileg.
Vona að þetta skiljist og einhverjir hafi gaman af.
Bendi líka á þennan vef þar sem hægt að sjá veðurathuganir á þriggja tíma fresti um allan heim, þar á meðal nokkrum stöðum á Íslandi. Og hér má leggjast í fortíðarþrá þó sumt sér þar einkennilegt og varhugavert. Þessi er líka góður.
Meginflokkur: Veður um allan heim | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 11.9.2010 kl. 12:51 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þetta er þónokkuð! Lausleg athugun leiðir í ljós að september hefur líka verið ágætlega hlýr á Kamtsjatka (a.m.k. í höfuðstaðnum) Þar hafa fyrstu dagarnir í mánuðinum yfirleitt verið 2-4 gráður yfir meðallagi. Þetta slær að vísu Perlu Eyjafjarðar ekki við, en telst bærilegt samt!
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:26
Flott. Svo má geta þess að google ræður vel við að þýða þetta.
Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.