Met septemberhiti á Akureyri

Nú er ljóst að septemberhitametið á Akureyri er fallið. Klukkan 15 var hitinn  þar  23,4 stig. Gamla metið var 22,1 frá þ. 1. 1939. Á sjálfvirku stöðinni á Krossanesbraut hefur hitinn farið í 24 stig.

Það er líka met á Mánárbakka, þar voru 23,6 stig kl. 15.

Á Möðruvöllum í Hörgárdal hefur hitinn farið í 24,5 stig og 23,6 á Végeirsstöðum í Fnjóskadal.

Það er líka hlýtt sums staðar í Húnavatnssýslum, hefur farið á  Blönduósi í  23 stig.

Á Hólum í Dýrafirði var hitinn 19,4 stig kl. 15 og hver veit nema nú mælist í fyrsta sinn 20 stiga hiti á Vestfjörðum í september.

Gaman verður að sjá uppgjörið með hámarkshita dagsins kl. 18.  Þá mun Allra verða von tíunda hvaða met hafa fallið og hver þau gömlu voru.

See you later alligator!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vér erum sáttir norðanmenn. Vísum til föðurhúsa öllu Reykjavíkurgrobbi undanfarinna sumra.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér á igló var um 23-25 stiga hiti í dag, brakandi sól og stafalogn. Í gær var það svipað en aðeins minni hiti. Þetta er eins og á sólarströnd hérna. Léttklætt fólk á rölti og hamingjan ein í loftinu. Grilllyktina leggur nú að vitum úr húsagörðum í kvöldkyrrðinni. Þvílíkur sumarbónus.

Hitti veðurfræðing í bænum, sem ég man ekki hvað heitir og hann fræddi mig um að það væri ekki að sjá að neitt lát yrði á þessu á næstunni, en taldi að það gæti þó kólnað eilítið.  Við megum svosem alveg við því að þetta verði örlítið svalara. 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2010 kl. 18:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigló... átti að standa þarna að sjálfsögðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2010 kl. 18:25

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þið megið vel vera roggnir norðanmenn!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband