Áfram september!

Við höldum hér á Allra veðra von áfram að vakta veðrið í Reykjavík og á Akureyri og að nokkru leyti á öllu landinu.

Áfram september! Carry on september! 

Gaman, gaman!

Nú er komið í skrána mesti og minnsti meðalhiti hvers dags og hámarks-og lágmarkshiti fyrir bæði Reykjavík og Akureyri. Fyrir Akureyri aðeins frá 1949 en miklu lengur fyrir Reykjavík eins og sjá má. Þá er líka hægt að sjá hve nær og hvar mesti og minsti hiti hefur mælst á landinu viðkomandi dag. Það er fyrst og fremst frá 1949 en auk þess stöku eldri mælingar. Þarna er blandað saman sjálfvirkum mælingum og þeim á kvikasilfri. Ég hef gert nánari grein fyrir þessu öllu á Veðurdagatalinu hér á síðunni.

Varla þar að taka það fram að þetta er auðvitað einkaframtak veðuráhugamönnum til skemmtunar og þó tölurnar séu frá Veðurstofunni komnar er röðun metdaganna og metanna mitt verk og framsetning talna á mína ábyrgð með villum og öllu saman og eftir mínum kenjum.

Á fylgiskjalinu er búið að skipta töflunum í tvennt. Reykjavík og landið eru á blaði eitt en Akureyri er ein, eins og drottningu sæmir, á blaði tvö.

Sjá: 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fyrir hádegi var kominn 16 stiga hiti á öllu Reykjavíkursvæðinu. En það er sólarlaust. Í gær var dagshitamet að meðalhita fyrir 5. september í Reykjavík.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2010 kl. 11:14

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Svo fór að rigna ...

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2010 kl. 16:18

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í dag náði hitinn hvergi 20 stigum á landinu í fyrsta sinn í mánuðinum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2010 kl. 19:04

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Síðustu þrír sólarhringar hafa allir sett dagshitamet fyrir meðalhita í Reykjavík eins og 3.-5. gerðu fyrir Akureyri.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.9.2010 kl. 00:41

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er eins og kappleikjalýsing 

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 14:58

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í nótt fór hitinn í þessum september í fyrsta sinn undir 10 stig á Keflavíkurflugvelli, Stykkishólmi, Ásgarði í Dölum, Bolungarvík, Hólum í Dýrafirði og  Æðey. Hitinn hefur ekki enn farið undir 10 stig í Reykjavík, Lambavatni á Rauðasandi, Kirkjubæjarklaustri, Stórhöfða, Vatnsskarðshólum og Vík í Mýrdal. Af sjálfvirkum stöðvum má nefna Stöðvarnar við Reykjavík, Straumsvík, Þyril í Hvalfirði, Ólafsvík, Skarðsfjöruvita, Hvamm og Steina undir Eyjafjöllum, Grindavík, Vestmannaeyjabæ og Surtsey. Í Vestmannaeyjabæ hefur hitinn ekki farið lægra en í 11,8 stig það sem af er mánaðarins. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.9.2010 kl. 12:40

7 identicon

Það verður saga til næsta bæjar þegar íslendingar fara alment að grilla út í garði á jólunum. Ætli það sé langt í það?

Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:42

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi september ætlar víst a bregðast eins og allir hinir sumarmánuðirnir nema júní, miðað við ástandið um ca. miðja mánuði.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.9.2010 kl. 21:49

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Engar uppfærslur í skjalinu? Hvernig er staðan?

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband