Röng frétt

Hitinn hefur komist í 20 stig í september á landinu í aðeins sex daga. Tuttugu stigin í gær á Hágöngum  er ekki hægt að taka alvarlega því tveimur tímum seinna mældi stöðin 20 stiga frost! Einhver truflun hefur verið á mælingunum. Í gær mældist mesti hiti á landinu 19,2 stig í Skaftafelli í Öræfum. Þann 6. mældist mestur hiti á landinu 19,4 stig á Siglufirði. Tuttugu stig hafa mælst sex daga á  landinu af átta það sem af er spteptember.

Hins vegar eru þetta samt óvenjulegir hitar. Í Reykjavík hefur hitinn ekki farið niður fyrir tíu stig í mánuðinum og meðalhitinn er 14,0 það sem af er og á Akureyri 14.7.

Hér er hægt að fygjast með framvindu mála í september.  


mbl.is Hitastigið fór yfir 20 gráður áttunda daginn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sigurður,

O, við kippum okkur nú ekki upp við einn mínus til eða frá;)  Megnið af sumrinu hefur verið hlýrra á Íslandi heldur en hérna í Port Angeles í Washington fylki enda sumarið verið óvenju kalt.  Austurhluti Kyrrahafsins hefur verið kaldur og við hérna á vestur ströndinni höfum fengið kalsann hérna inn yfir okkur.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 9.9.2010 kl. 08:34

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Einn mínus til eða frá skiptir máli, ekki síst þegar verið er að tala um sjaldgæf afbrigði sem ekki yrðu jafn sjaldgæf ef rétt væri með farið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.9.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband