Glænýtt septembermet í Reykjavík

Í nótt fór hitinn í Reykjavík niður í 7,8 stig og fór þar með niður fyrir 10 stig í fyrsta sinn í þessum mánuði. Þetta er lengsta tímabil í septembermánuði síðan mælingar hófust að hiti þar sé samfellt yfir 10 stigum, 11 sólarhringar. Gamla metið var 10 dagar, 3.-12. 1958 og  svo fyrstu 9 dagarnir í  september 1939.

Að þessu sinni voru tveir síðustu dagarnir í ágúst í Reykjavík líka yfir 10 stigum svo sólarhringarnir sem verið hafa yfir tíu stigum eru nú 13 í röð. Það er líka met yfir mánaðarmótin ágúst til september en gamla metið var frá 1939,12 dagar frá 29. ágúst til 9. september.

Þetta er reyndar með allra lengstu tímabilum yfireitt að sumri sem hiti í Reykjavík fer ekki undir tíu stig.

Svo höldum við áfram að fylgjast með þessum september sem nú er að líða. 

Meðalhitinn er enn langt yfir meðallagi um allt land. En nú mun saxast á meðalhitann statt  og stöðugt. Við þyrftum að fá hlýindagusu eins og kom í seinni hluta september 1941 og síðustu vikuna 1958 en síðasta dag þess mánaðar fór hitinn í Reykjavík í 17 stig. 

Áfram september!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er allt mjög athyglisvert. September hefur staðið sig frábærlega í hitafari en nú liggur leiðin bara niður á við.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.9.2010 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband