12.9.2010 | 17:31
Septemberarnir þrír
Þrír septembermánuðir skera sig alveg úr fyrir hlýindi, 1939, 1941 og 1958. Meðalhiti þeirra var í Reykjavík 11,8, 11,6 og 11,4 stig.
Meðalhiti júlí árin 1961-1990 var 10,6 stig í Reykjavík og 11,2 árin 1931-1960. Á þessu sést að septemberernir þrír voru ígildi góðra júlímánaða hvað hitann snertir.
Sumrin þessi ár voru líka með þeim allra hlýjustu í heild. September er talinn til sumarmánaða og munar því ekkert smáræði um mánuði af þessum hitaflokki.
Meðalhitinn það sem af er september núna er 13,6 stig í Reykjavík, hærra en nokkur september hefur afrekað þ. 11. Munurinn á okkar september og fyrstu 11 dögunum 1939 má þó reyndar enginn heita. Sá mánuður stóð sig til mánaðarloka.
Nú er bara eftir að sjá hvort okkar september tekst að blanda sér í baráttuna um hlýjustu septembermánuðina. Hvort tenórarnir þrír... nei afsakið, septemberarnir þrír vildi ég sagt hafa verða þá orðnir fjórir!
Á fylgiskjalinu má sjá hita, úrkomu og sól hvern dag í þessum mánuðum. Meðalhitinn er eftir þeim stað þar sem mælt var, fyrstu tveir á þaki Landssímahússins við Austurvöll en sá síðasti á Reykjavíkurflugvelli. Sérstaklega er tekið fram að hér er úrkoman frá því kl. 9 þann dag sem tilgreindur er til kl. 9 næsta dag.
Athuganirnar á fyrstu tveimur mánuðunum voru gerðar eftir íslenskum meðaltíma og nokkuð óreglulegum eftir nútíma venju en í hinum síðasta á heimstíma sem er sá tími sem við notum nú.
Og hér er náttúrlega okkar september.
Látum ekki deigan síga við að hvetja hann til dáða. Áfram september!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Smá spurning, af því að þú ræddir um sumrin 1939, 1941 og 1958 sem verandi hlý í heild. Hvernig voru vetrarnir á eftir þessi 3 ár? Hvað getum við lært af sögunni, er hugsanlega hlýr vetur í kortunum eða hvernig leit þetta út þá?
Sveinn Atli Gunnarsson, 12.9.2010 kl. 17:42
Ég spái ekki veðri fram í tímann nema í gamni. Veturnir 1939-1942 voru allir fremur hlýir og líka veturinn 1959 (nema janúar) en 1958 var í kaldara lagi. Þegar hlýndi eða kuldaskeið ríkja um einhver ár nær það yfirleitt bæði til sumra og vetra. Kaldir vetur - svöl sumur, mildir vetur- hlý sumur. En einhver tilbrigði eru á þessu. Þetta held ég að sé reynslan. Kemur afar vel fram síðasta áratug.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.9.2010 kl. 17:55
Takk, ég var nú mest að spá í fortíðina, þ.e. þróunina þessa 3 vetur sem um er rætt. En eins og Storm P. sagði á sínum tíma, "Det er svært at spå...Især om fremtiden..."
Sveinn Atli Gunnarsson, 12.9.2010 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.