Mikilvægt mál

Móðir fór með barnið sitt af Barnaspítala Hringsins til Englands vegna þess að hún óttaðist um líf þess.

Læknarnir svara með því að kæra hana til  barnaverndaryfirvalda.

Vilja síðan ekki ræða málið við fjölmiðla og  bera við trúnaðarskyldu. 

Það er bara fyrirsláttur eins og málum er nú komið. Þetta er orðið opinbert mál og er háalvarlegt. 

''Að sögn Rögnu hafa læknar Barnaspítalans ennfremur tilkynnt hana til landslæknisembættisins vegna opinberrar gagnrýni hennar á störf lækna á Barnaspítalanum. „Ég hef staðið mig vel og finnst leiðinlegt að þeir hafi ákveðið að fara þessa leið. Ég hef bara verið að lýsa minni upplifun og mínum tilfinningum þegar ég hef talað við fjölmiðla og bloggað um hvernig læknarnir haga sér gagnvart dóttur minni. Þeir segja að ég hafi verið að koma fram með alvarlegar ásakanir. Mér finnst eins og það sé verið að reyna að þagga niður í mér," segir hún.''

Og er það ekki einmitt lóðið! Verið sé að reyna að þagga niður í manneskjunni og gagnrýni hennar á  Barnaspítalann.

Það verður mjög athyglisvert að sjá við viðbrögð barnaverndaryfirvalda og Landlæknis. Hvort þeir aðilar samsami sig sjónarmiðum Barnaspítalans í einu og öllu og taki þátt í að brjóta gagnrýni á hann á bak aftur.

Sem sagt: Ef menn telja íslenska lækna vanhæfa og óttast um líf þeirra sem þeim þykir vænt um  í þeirra höndum og leita þeim lækninga erlendis eiga þeir á hættu að læknarnir beiti öllum þeim brögðum sem kerfið hefur yfir að ráða til að brjóta þá einstaklinga á bak aftur.

Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að íslensku  ''læknamafíunni'' takist það ætlunarverk sitt eins og ekkert sé. 

Einstaklingurinn hlýtur að hafa eitthvert vald og einhvern rétt til að gæta lífs skyldmenna sinna telji hann að því sé ógnað. Velja sjálfur hvar hann leitar lækninga en ltilteknir læknar ákveði það ekki einhliða  fyrir hann.

Það að móðir sé kærð til barnaverndaryfirvalda þegar hún stendur í þeirri trú að hún sé að bjarga lífi barnsins síns er eiginlega ómennska utan við allt ímyndunarafl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband