Desemberhitinn kominn upp fyrir meðallag

Hitinn í desember er nú kominn lítillega yfir meðallagið bæði í Reykjavik og á Akureyri. Góð hlýindi hafa staðið í fjóra daga. Næstu tvo daga verður áfram hlýtt. Síðan snýst til norðvestanáttar og svo  norðurs og síðan norðausturs. Með nokkrum látum þegar dregur að næstu helgi.
 
Síðan eru bara kuldar og þræsingar eins langt og sést og fer kólnandi þegar á líður. 
 
Líkast til verður ekki sunnanblær og þíður um jólin. Ekki er ég samt viss um jólasnjó í Reykjavík. Aðrir vita það kannski betur.
 
Desember 1917 var afar kaldur lengst af. Eftir látlausan kulda kom loks þessi líka fína hláka um jól og áramót. Ísafold skrifaði 29. desember '' Með jólunum gerði mikla hláku, sem haldist hefir óslitin að heita má síðan, til mikillar hagsældar, jafnt búand sem bæjarmönnum og er hlákan sögð ná um land allt.''
 
Á þessum árum voru Íslendingar enn vitrir og veðurdjúpir og fögnuðu hláku um jólin þó hún tæki upp snjó. Amerísk glysvæðing um white christmas hafði enn ekki heltekið þjóðina.    
 
Nú er öldin önnur! 


Áfram er fylgiskjalið að njósna um veðrið. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta hefur verið skammgóður vermir þarna í desember 1917.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.12.2010 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband