15.12.2010 | 12:34
Hringlandi vitleysa
Þegar ég var barn og unglingur var klukkunni breytt tvisvar á ári. Það var mikið vesen og menn voru ansi þreyttir á því. Loks var ákveðið 1967 að hætta þessu hringli og færa klukkuna í eitt skipti fyrir öll til heimstíma sem ætti að gilda allt árið. Af því var ýmis konar hagræði. En það fylgdu því líka vissir ókostir.
Í nær hálf öld hafa menn svo ekkert hugsað meira út þetta. Og ekkert vesen!
En fyrir fáum árum hafa komið upp þær geggjuðu hugmyndir að flýta klukkunni enn meira.
Og nú vilja nokkrir alþingismenn færa klukkuna aftur til baka um klukkustund.
Helsta og jafnvel eina röksemdin sem þeir færa fyrir því er sú að það sé betur í samræmi við stillingu líkamsklukkunnar í okkur.
Lítið veit ég um þau fræði. En eitt liggur hversdagslegri skynsemi í augum uppi. Ef líkamsklukka manna vill stilla sig sem næst gangi sólarinnar þá hlýtur hún að kolruglast mikinn hluta ársins í Íslendingum. Ekki síður um hásumarið. Og þessu verður aldrei breytt. Þjóðin hlýtur reyndar að hafa aðlagast þessu vel gegnum aldirnar.
Það er náttúrlegt skammdegi og langdegi á Íslandi. Undan því verður ekki vikist. Nú er sá furðulegi hugsunarháttur uppi að seinkun klukkunar muni ekki aðeins auka birtuna heldur verði það hreinlega allra meina bót. En birtan mun ekki aukast. Hún verður auðvitað sú sama. Birtutíminn færist bara til. Þó klukkunni verði seinkað munu menn eftir sem áður í mesta skammdeginu rorra í myrkri nokkra klukkutíma eftir að þeir mæta í vinnu eða skóla. Trúa menn því í alvöru að birting einum klukkutíma fyrr skipti einhverjum sköpum? Og þá dimmir klukkutíma fyrr. Sólin sest þá klukkan hálf þrjú í svartasta skammdeginu í Reykjavík. Frábært! Það er ekki hve nær birtir og hve nær dimmir sem gerir skammdegið erfitt fyrir marga. Það er einfaldlega hvað birtutíminn er skammur yfirleitt. Og því verður ekki breytt.
Það er kannski góðra gjalda vert út af fyrir sig að við færum eftir samræmdum sóltíma fyrir Ísland.
Aðalatriðið er samt það að góð sátt hefur verið um núverandi fyrirkomulag í nær hálfa öld og ekkert klukkuhringl. En verði klukkunni seinkað má bóka það að fljótlega fari að heyrast heimturekar raddir sérvitringa um það að flýta klukkunni á sumrin til að auka sólar og birtutímann eftir vinnudag og undan því verði látið því Íslendingar eru mjög viðkvæmir fyrir hvers kyns sérvitringum. Einkanlega þeim sem eru alveg út úr kú.
Þá verðum við aftur kominn í eilíft klukkuhringl.
Núverandi málamiðlun um klukkuna hefur reynst afar vel.
Það er þessi venjulega dilla í Íslendingum, rugl og ráðleysi, að fara að hrófla við því.
Slíkt er ávísun á enn frekara hringl með klukkuna. Að við hrökkvum hálfa öld aftur í tímannn.
Það er bara hringlandi vitleysa!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Alveg sammála þessu og góð samantekt.
Ég hef aðeins einu við að bæta, sem er, að einstaka firðir eru til þar sem klukku færi betur á að vera aðeins seinna (eða fyrr), t.d. á Seyðisfirði, þar sem sólin skín ekki eftir klukkan sex eða svo á sumrin. Svo má vera að meðaltal fjarðanna komi tímanum á það sem er nú í dag.
En er þetta mál ekki eftir öðru hringli sem kemur úr húsinu við Austurvöll? Farið er í kringum hlutina og horft á eitthvað annað en aðal vandamálið -sem eru stjórnmálamenn á villigötum.
Ólafur Þórðarson, 15.12.2010 kl. 14:29
hef skilið þetta þannig að evrópskur háttur verði hafður á þ.e.a.s sumartimi a sumrin vetrartimi a veturna. Nu er klukkunni er breytt svona seint sem hér (siðustu helgina i okt) tekst ju ekki mikið eftir að siðdegismyrkvun se of snemma en helv er gott að fa birtuna fyrr að morgni þú. Eins er hið sama að sumri bara viðsnuið (tekst ekki eftir að birti seinna að morgni (enda eftir jafndægri) en nytist vel að kveldi
Jón Arnar, 15.12.2010 kl. 15:33
Mér er sléttsama um klukkuhringl. Hún má mín vegna vera eins og hún er nú. En sem kennari er ég hoppandi ill yfir að lítil börn séu látin mæta kl. 8 í skólann, dauðsyfjuð rogast þau þangað með töskurnar sínar. Börn ættu ekki að þurfa að mæta í skólann fyrr en kl. 9. Um það má gjarna setja lög á Alþingi.
Guðrún Unnur Ægisdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 18:05
Væri ekki nær að byrja að vinna aðeins seinna bara? Eða veita sveigjanlegri vinnutíma?
Guðmundur D. Haraldsson, 17.12.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.